„Við verðum að nýta tímann vel“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 16:01 Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í handbolta, Ómar Ingi Magnússon Vísir/Einar Íslenski atvinnumaðurinn í handbolta, Ómar Ingi Magnússon, er kominn aftur á fullt skrið í boltanum eftir smá meiðslatímabil og nálgast nú hraðbyri toppform. Hann verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í kvöld þegar að liðið leikur sinn fyrsta leik undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Snorra Steins Guðjónssonar gegn Færeyjum. Aðspurður hvort greina mætti einhverjar áherslubreytingar hjá landsliðinu með tilkomu Snorra Steins þessa fyrstu daga sem liðið hefur æft saman undir hans stjórn hafði Ómar Ingi þetta að segja: „Það eiga sér náttúrulega alltaf stað einhverjar áherslubreytingar þegar að þjálfarabreytingar verða hjá liðum. Íslenska landsliðið er ekki undanskilið því. Okkar leikur verður hins vegar ekkert eitthvað svart og hvítt miðað við áður. Við viljum bara gera betur á öllum sviðum. Ég tel okkur geta náð því.“ Honum lýst vel á nýja þjálfarann. „Mjög vel. Ég er mjög jákvæður fyrir þessu og hlakka til að spila leikina um helgina sem og að fara á Evrópumótið í janúar. Þetta verður mjög spennandi.“ Eins og fyrr sagði er Ómar Ingi byrjaður að spila aftur reglulega eftir að hafa glímt við meiðsli. Hann er orðinn góður af meiðslunum og vinnur nú í því að komast aftur í sitt besta form. „Ég er bara orðinn góður og líður vel. Formið er svona að koma til baka hægt og rólega. Verður betra með hverjum deginum sem líður. Því meira sem ég spila því betra verður það. Vonandi verð ég bara kominn í mitt besta form í janúar.“ Íslenska landsliðið á ekki marga daga saman fram að Evrópumótinu í Þýskalandi og því er hver dagur sem liðið er saman gríðarlega mikilvægur. „Það er alltaf lítill tími sem maður hefur í undirbúning þegar kemur að landsliðinu. Núna fáum við fjórar æfingar saman þar sem við höfum þurft að fara yfir ákveðin atriði. Við höfum gert það vel. Það er alltaf sama klisjan í kringum landsliðsverkefnin, við verðum að nýta tímann vel. Þessir æfingarleikir sem við eigum fram að EM eru mikilvægir. Við verðum að nýta þetta vel, gera þetta vel.“ Hvað vill hann sjá frá íslenska liðinu í leiknum gegn Færeyjum í kvöld? „Við þurfum góða spilamennsku í öllu þáttum okkar leiks. Vörn, hraðaupphlaupum, sókn og markvörslu. Við þurfum allir að vera á sömu blaðsíðunni, spila saman sem lið og halda uppi góðri orku. Með því kemur góð frammistaða.“ Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Aðspurður hvort greina mætti einhverjar áherslubreytingar hjá landsliðinu með tilkomu Snorra Steins þessa fyrstu daga sem liðið hefur æft saman undir hans stjórn hafði Ómar Ingi þetta að segja: „Það eiga sér náttúrulega alltaf stað einhverjar áherslubreytingar þegar að þjálfarabreytingar verða hjá liðum. Íslenska landsliðið er ekki undanskilið því. Okkar leikur verður hins vegar ekkert eitthvað svart og hvítt miðað við áður. Við viljum bara gera betur á öllum sviðum. Ég tel okkur geta náð því.“ Honum lýst vel á nýja þjálfarann. „Mjög vel. Ég er mjög jákvæður fyrir þessu og hlakka til að spila leikina um helgina sem og að fara á Evrópumótið í janúar. Þetta verður mjög spennandi.“ Eins og fyrr sagði er Ómar Ingi byrjaður að spila aftur reglulega eftir að hafa glímt við meiðsli. Hann er orðinn góður af meiðslunum og vinnur nú í því að komast aftur í sitt besta form. „Ég er bara orðinn góður og líður vel. Formið er svona að koma til baka hægt og rólega. Verður betra með hverjum deginum sem líður. Því meira sem ég spila því betra verður það. Vonandi verð ég bara kominn í mitt besta form í janúar.“ Íslenska landsliðið á ekki marga daga saman fram að Evrópumótinu í Þýskalandi og því er hver dagur sem liðið er saman gríðarlega mikilvægur. „Það er alltaf lítill tími sem maður hefur í undirbúning þegar kemur að landsliðinu. Núna fáum við fjórar æfingar saman þar sem við höfum þurft að fara yfir ákveðin atriði. Við höfum gert það vel. Það er alltaf sama klisjan í kringum landsliðsverkefnin, við verðum að nýta tímann vel. Þessir æfingarleikir sem við eigum fram að EM eru mikilvægir. Við verðum að nýta þetta vel, gera þetta vel.“ Hvað vill hann sjá frá íslenska liðinu í leiknum gegn Færeyjum í kvöld? „Við þurfum góða spilamennsku í öllu þáttum okkar leiks. Vörn, hraðaupphlaupum, sókn og markvörslu. Við þurfum allir að vera á sömu blaðsíðunni, spila saman sem lið og halda uppi góðri orku. Með því kemur góð frammistaða.“
Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira