Lífið

Stofan hálf­tóm og litlu strákarnir frjálsir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega skemmtileg stofa hjá Þyrí og Kela.
Einstaklega skemmtileg stofa hjá Þyrí og Kela.

Hinn margverðlaunaði dansari Þyrí Huld Árnadóttir hefur þrisvar verið kosin dansari ársins og fengið þrjú Grímuverðlaunin fyrir dans og dansverk.

Hún á tvo litla stráka tveggja og fjögurra ára. Hún ákvað því að innrétta hjá sér íbúðina með tilliti til þarfa þeirra.

Stofan hjá henni og manni hennar Hrafnkeli Hjörleifssyni er alveg einstök því þar eru nákvæmlega engir smámunir eða skraut og mikið rými og tómt pláss fyrir strákana að leika sér og hlaupa um.

Og eldhúsið þeirra er alveg einstakt. Mjög japanskt og flott og alveg í anda þeirra hjóna. Svo er Þyrí Huld að slá þvílíkt í gegn með Instagram síðu sinni og spírunámskeiði sem alltaf er uppselt á.

Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði þessa skemmtilegu íbúð og fékk einnig smá heilsuráð en hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð það í heild sinni á frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+.

Klippa: Stofan hálftóm og litlu strákarnir frjálsir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.