Bíó og sjónvarp

Falið að fylla skarð spjall­þáttar James Cor­d­en

Atli Ísleifsson skrifar
Uppistandarinn Taylor Tomlinson hefur vakið sérstaka athygli fyrir þætti sína á Netflix.
Uppistandarinn Taylor Tomlinson hefur vakið sérstaka athygli fyrir þætti sína á Netflix. Getty

Bandaríski uppistandarinn Taylor Tomlinson hefur verið ráðin til að stjórna nýjum kvöldspjallþætti á sjónvarpsstöðinni CBS. Þættirnir verða á dagskrá á sama tíma og þættir hins breska James Corden voru á stöðinni sem runnu sitt skeið í apríl síðastliðnum.

Tomlinson verður með þessu eini kvenkyns spjallþáttastjórnandinn í kvölddagskrá stóru bandarísku sjónvarpsstöðvanna.

Þættirnir, After Midnight, munu hefja göngu sína á næsta ári, strax á eftir þáttunum The Late Show með Stephen Colbert á stöðinni.

Hin 29 ára Tomlinson hefur vakið athygli að undanförnu, sérstaklega í kjölfar tveggja Netflix-þátta hennar, Quarter Life Crisis and og Look at You.

Tomlinson verður áberandi yngsti spjallþáttastjórnandinn í bandarísku sjónvarpi, en fyrir á fleti eru menn á borð við Jimmy Fallon, Seth Meyers og Jimmy Kimmel.

Tomlinson hefur einnig vaktið athygli á samfélagsmiðlum, sérstaklega innslög sín á TikTok, en hún komst einnig í úrslit þáttanna Last Comic Standing árið 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.