Hugsar til gamals félaga á tímamótum: „Hann endaði því miður á vondum stað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. nóvember 2023 09:11 Ari Freyr Skúlason eftir landsleik á móti Englandi á Wembley. Hann átti magnaðan feril með íslenska landsliðinu. Getty/Michael Regan Ari Freyr Skúlason spilaði í gær síðasta fótboltaleik sinn á ferlinum er lið hans Norrköping þurfti að þola tap fyrir Sirius í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Við tekur nýr kafli í nýju starfi hjá sænska félaginu. Hann er þakklátur fyrir að hafa annað starf strax og leikmannaferillinn klárast. Ari Freyr tók dæmisögu af fyrrum liðsfélaga sínum í Belgíu sem lenti á slæmum stað eftir að hans leikmannaferli lauk. Mýmargar sögur eru af fyrrum atvinnuíþróttamönnum sem glíma við þunglyndi, fíkn, fjárhagsörðugleika eftir að ferlinum lýkur og var Ari Freyr meðvitaður um það að hann þyrfti að hafa eitthvað fyrir stafni fyrst ákveðið var að skórnir færu upp í hillu. „Ég átti samtal við fyrrum fyrirliða minn í Belgíu fyrir ekkert svo löngu. Hann lenti mjög illa í því eftir að liðið féll og klúbburinn varð gjaldþrota. Hann varð félagslaus eftir það og í rauninni kúplaði sig frá öllum heiminum,“ „Hann sagði mér söguna sína hvað það væri mikilvægt að hafa eitthvað tilbúið þegar maður hættir. Hann vildi spila áfram en lítið bauðst og hann endaði því miður á vondum stað,“ segir Ari Freyr. Vegna þessa sé hann afar þakklátur fyrir það að fá starf hjá Norrköping og geta kúplað sig út úr því að spila leikinn á eigin forsendum og kynnst þjálfuninni í kunnuglegu umhverfi. „Ég hef oft rætt þetta við umboðsmann minn um þetta, hvað væri planið. Það eru nokkur ár síðan við byrjuðum að ræða hvað við ætluðum að gera. Mig langaði að taka þjálfaragráðuna til að hafa hana. En síðan ég flutti hingað og fór að vinna með ungum strákum hefur áhuginn á þjálfun bara aukist með hverjum deginum. Ég hikaði ekki við það að hoppa á þetta tækifæri, að hafa eitthvað klárt þegar ferilinn er búinn,“ segir Ari Freyr. Ari yfirgaf völlinn í síðasta skipti í gær og skórnir á leið upp í hillu.Getty Frekjukast leiddi næstum til skipta í Val Ari Freyr var ósáttur við stöðu sína hjá Norrköping fyrr á leiktíðinni þegar hann datt út úr hópnum þar sem reglur um hámarksfjölda útlendinga höfðu sitt að segja. Honum stóð til boða að koma heim eða að spila í næstefstu deild í Svíþjóð í stað þess að hætta en ákvað að setja fjölskylduna í fyrsta sæti og halda sig í Norrköping fyrst þjálfarastarf bauðst hjá félaginu. Hann hefur oftar en einu sinni verið orðaður við heimkomu í uppeldisfélag sitt, Val, og segist hafa verið hvað næst heimkomu þegar útlitið var hvað dekkst fyrr á þessu ári. „Nei, það var kannski helst í pirrings- og reiðikasti fyrr í ár sem ég reyndi að leita heim, til að fá að spila og njóta mín. Ég fékk neitun á það en staðan í dag er þannig að fjölskyldan gengur fyrir og ég held það sé það besta fyrir okkur núna líka,“ segir Ari Freyr. Heimkoma ekki í kortunum á næstunni Ari Freyr segist því ekki vera að leita heim. Fjölskylda hans hefur komið sér vel fyrir í Norrköping og líður vel. Vel má vera að hann flytji heim einn daginn en honum liggur ekki á. „Börnin hafa náttúrulega aldrei búið á Íslandi. Auðvitað getur verið þegar þau eru orðin aðeins eldri að maður setjist að heima. Maður veit aldrei hvað gerist. En þau hafa oft talað um það að þau langi að búa á Íslandi, enda finnst þeim frábært að koma heim í frí,“ „En það er aðeins annað að fara í skólann. Báðar fjölskyldurnar okkar konunnar eru á Íslandi og maður saknar Íslands alveg svakalega líka. Það var alveg frábært þegar maður var í landsliðinu að geta farið heim og hitt fjölskylduna en svo hef ég ekki búið á Íslandi síðan stutt hopp í eitt ár 2005 og 2006,“ segir Ari Freyr. „En það er aldrei að vita að maður verði gamall og feitur á hliðarlínunni á Íslandi eftir nokkur ár.“ segir Ari Freyr. Hluta viðtalsins sem birtur var í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld má sjá í spilaranum að ofan. Sænski boltinn Tengdar fréttir Tárin runnu þegar Ari Freyr kvaddi eftir dramatískt kvöld Íslenski knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason spilaði í gærkvöldi síðasta heimaleikinn sinn með sænska félaginu Norrköping en hann hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu eftir tímabilið. 7. nóvember 2023 10:31 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Ari Freyr tók dæmisögu af fyrrum liðsfélaga sínum í Belgíu sem lenti á slæmum stað eftir að hans leikmannaferli lauk. Mýmargar sögur eru af fyrrum atvinnuíþróttamönnum sem glíma við þunglyndi, fíkn, fjárhagsörðugleika eftir að ferlinum lýkur og var Ari Freyr meðvitaður um það að hann þyrfti að hafa eitthvað fyrir stafni fyrst ákveðið var að skórnir færu upp í hillu. „Ég átti samtal við fyrrum fyrirliða minn í Belgíu fyrir ekkert svo löngu. Hann lenti mjög illa í því eftir að liðið féll og klúbburinn varð gjaldþrota. Hann varð félagslaus eftir það og í rauninni kúplaði sig frá öllum heiminum,“ „Hann sagði mér söguna sína hvað það væri mikilvægt að hafa eitthvað tilbúið þegar maður hættir. Hann vildi spila áfram en lítið bauðst og hann endaði því miður á vondum stað,“ segir Ari Freyr. Vegna þessa sé hann afar þakklátur fyrir það að fá starf hjá Norrköping og geta kúplað sig út úr því að spila leikinn á eigin forsendum og kynnst þjálfuninni í kunnuglegu umhverfi. „Ég hef oft rætt þetta við umboðsmann minn um þetta, hvað væri planið. Það eru nokkur ár síðan við byrjuðum að ræða hvað við ætluðum að gera. Mig langaði að taka þjálfaragráðuna til að hafa hana. En síðan ég flutti hingað og fór að vinna með ungum strákum hefur áhuginn á þjálfun bara aukist með hverjum deginum. Ég hikaði ekki við það að hoppa á þetta tækifæri, að hafa eitthvað klárt þegar ferilinn er búinn,“ segir Ari Freyr. Ari yfirgaf völlinn í síðasta skipti í gær og skórnir á leið upp í hillu.Getty Frekjukast leiddi næstum til skipta í Val Ari Freyr var ósáttur við stöðu sína hjá Norrköping fyrr á leiktíðinni þegar hann datt út úr hópnum þar sem reglur um hámarksfjölda útlendinga höfðu sitt að segja. Honum stóð til boða að koma heim eða að spila í næstefstu deild í Svíþjóð í stað þess að hætta en ákvað að setja fjölskylduna í fyrsta sæti og halda sig í Norrköping fyrst þjálfarastarf bauðst hjá félaginu. Hann hefur oftar en einu sinni verið orðaður við heimkomu í uppeldisfélag sitt, Val, og segist hafa verið hvað næst heimkomu þegar útlitið var hvað dekkst fyrr á þessu ári. „Nei, það var kannski helst í pirrings- og reiðikasti fyrr í ár sem ég reyndi að leita heim, til að fá að spila og njóta mín. Ég fékk neitun á það en staðan í dag er þannig að fjölskyldan gengur fyrir og ég held það sé það besta fyrir okkur núna líka,“ segir Ari Freyr. Heimkoma ekki í kortunum á næstunni Ari Freyr segist því ekki vera að leita heim. Fjölskylda hans hefur komið sér vel fyrir í Norrköping og líður vel. Vel má vera að hann flytji heim einn daginn en honum liggur ekki á. „Börnin hafa náttúrulega aldrei búið á Íslandi. Auðvitað getur verið þegar þau eru orðin aðeins eldri að maður setjist að heima. Maður veit aldrei hvað gerist. En þau hafa oft talað um það að þau langi að búa á Íslandi, enda finnst þeim frábært að koma heim í frí,“ „En það er aðeins annað að fara í skólann. Báðar fjölskyldurnar okkar konunnar eru á Íslandi og maður saknar Íslands alveg svakalega líka. Það var alveg frábært þegar maður var í landsliðinu að geta farið heim og hitt fjölskylduna en svo hef ég ekki búið á Íslandi síðan stutt hopp í eitt ár 2005 og 2006,“ segir Ari Freyr. „En það er aldrei að vita að maður verði gamall og feitur á hliðarlínunni á Íslandi eftir nokkur ár.“ segir Ari Freyr. Hluta viðtalsins sem birtur var í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld má sjá í spilaranum að ofan.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Tárin runnu þegar Ari Freyr kvaddi eftir dramatískt kvöld Íslenski knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason spilaði í gærkvöldi síðasta heimaleikinn sinn með sænska félaginu Norrköping en hann hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu eftir tímabilið. 7. nóvember 2023 10:31 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Tárin runnu þegar Ari Freyr kvaddi eftir dramatískt kvöld Íslenski knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason spilaði í gærkvöldi síðasta heimaleikinn sinn með sænska félaginu Norrköping en hann hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu eftir tímabilið. 7. nóvember 2023 10:31