ÍBV með yfirlýsingu: „Kemur í bakið á okkur að sýna slíkan metnað“ Dagur Lárusson skrifar 4. nóvember 2023 18:06 Úr leik ÍBV Vísir/Vilhelm ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem félagið lýsir óánægju sinni á leikjaálagi liðsins og lítinn áhuga HSÍ á að koma til móts við félagið. Í yfirlýsingunni kemur fram að ÍBV hafi marg oft reynt að finna málamiðlun með HSÍ en svör þeirra hafi ávalt verið á þá leið að ÍBV hafi sjálft ákveðið að taka þátt í evrópukeppni, vitandi það að leikjaálagið myndi verða þyngra. ÍBV hefur til að mynda reynt að fresta leik liðsins við Hauka en þess í stað vill HSÍ flýta leiknum og spila hann næsta miðvikudag, einum degi áður en ÍBV heldur út og spilar tvo leiki í evrópukeppninni. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Tilkynning frá ÍBV ÍBV Íþróttafélag -handknattleiksdeild hefur sýnt þann metnað að taka þátt í Evrópukeppni þegar að meistaraflokkar félagsins hafa áunnið sér slíkan rétt. Teljum við slíka þátttöku handknattleik á Íslandi til framdráttar og án efa eru flest félög okkur sammála um það. Nú kemur það hins vegar í bakið á okkur að sýna slíkan metnað. ÍBV á tvo leiki í Evrópukeppni á n.k. laugardag og sunnudag þann 11. og 12. nóv. Liðið flýgur út á fimmtudeginum 9. nóv. og kemur síðan til baka til Eyja á miðvikudaginn 15. nóv. og á samkvæmt áætlun að leika á fimmtudeginum þar á eftir. Samkvæmt áætlun á kvennalið ÍBV einnig að leika gegn Haukum áður en farið er út í Evrópukeppnina. ÍBV hefur óskað eftir því að sá leikur frestist þar til eftir áramót. HSÍ og Knattspyrnufélagið Haukar hafa neitað því að verða við þessari beiðni ÍBV og ætlast til þess að ÍBV leiki gegn Haukum á þriðjudag/miðvikudag áður en farið er í flug til Madeira. Flug til Madeira eru tveir leggir hvora leið. Staðan er því þannig núna að ætlast er til þess af HSÍ að kvennalið ÍBV leiki 4 leiki á 8 dögum og þar af 2 evrópuleiki ásamt því að fljúga fjórar flugferðir á þessum 8 dögum. Við hjá ÍBV Íþróttafélagi -handknattleiksdeild teljum þetta skipulag ekki ganga. Þau rök frá HSÍ að ÍBV hafi sjálft valið sér að taka þátt í Evrópukeppni eru að okkar mati dapurleg skilaboð til þeirra liða sem vilja hag íþróttarinnar sem bestan og metnaðarfyllstan. Þá hlýtur það að teljast stórt spurningamerki hvort slíkt álag á leikmenn sé réttlætanlegt og HSÍ getur ekki skorast undan að leggja mat á það. Karlalið Vals var í svipaðri stöðu í fyrra og þá voru leikir þeirra færðir til að því að við best vitum. Gildir annað um kvennalið íþróttarinnar. Við skorum á HSÍ að hafa velferð og heilsu leikmanna í öndvegi og ekki að tefla á tvær hættur og taka óþarfa áhættu þegar að lausnir eru í boði. Davíð Egilsson tekur undir yfirlýsinguna Ég tek undir áhyggjur forráðamanna ÍBV af fyrirhuguðu leikjaplani meistaraflokks kvenna ÍBV í handknattleik næstu vikuna. Mikil umræða hefur verið um álag íþróttafólks og sérstaklega kvenkyns íþróttamanna með tilliti til meiðslahættu undanfarin ár. Að ætla sér að spila 4 keppnisleiki á innan við viku á hæsta stigi íþróttarinnar er að mínu mati út í hött, svo vægt sé til orða tekið. Þar að auki er framundan ferðalag milli landa til að spila evrópuleiki, og rannsóknir sýna að ferðalög auka einnig áhættu á meiðslum íþróttamanna. Ég hef því miklar áhyggjur af liðinu og hvernig það mun koma út úr leikjatörn sem þessari. Ábyrgð HSÍ er mikil ef upp koma alvarleg meiðsli í hópnum. Hagsmunir leikmanna eiga alltaf að vera í forgangi þegar teknar eru ákvarðanir um skipulag og álag. Ég skora því á HSÍ að endurskoða ákvörðun um leikjaskipulag næstu daga og taka tillit til athugasemda ÍBV. Virðingarfyllst, Davíð Egilsson, Sérfræðingur í heimilislækningum, Yfirlæknir heilsugæslunni í Vestmannaeyjum. Læknir ÍBV knattspyrnu og handknattleiksdeilda. Læknir U-21 árs landsliðs íslands í knattspyrnu. Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Í yfirlýsingunni kemur fram að ÍBV hafi marg oft reynt að finna málamiðlun með HSÍ en svör þeirra hafi ávalt verið á þá leið að ÍBV hafi sjálft ákveðið að taka þátt í evrópukeppni, vitandi það að leikjaálagið myndi verða þyngra. ÍBV hefur til að mynda reynt að fresta leik liðsins við Hauka en þess í stað vill HSÍ flýta leiknum og spila hann næsta miðvikudag, einum degi áður en ÍBV heldur út og spilar tvo leiki í evrópukeppninni. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Tilkynning frá ÍBV ÍBV Íþróttafélag -handknattleiksdeild hefur sýnt þann metnað að taka þátt í Evrópukeppni þegar að meistaraflokkar félagsins hafa áunnið sér slíkan rétt. Teljum við slíka þátttöku handknattleik á Íslandi til framdráttar og án efa eru flest félög okkur sammála um það. Nú kemur það hins vegar í bakið á okkur að sýna slíkan metnað. ÍBV á tvo leiki í Evrópukeppni á n.k. laugardag og sunnudag þann 11. og 12. nóv. Liðið flýgur út á fimmtudeginum 9. nóv. og kemur síðan til baka til Eyja á miðvikudaginn 15. nóv. og á samkvæmt áætlun að leika á fimmtudeginum þar á eftir. Samkvæmt áætlun á kvennalið ÍBV einnig að leika gegn Haukum áður en farið er út í Evrópukeppnina. ÍBV hefur óskað eftir því að sá leikur frestist þar til eftir áramót. HSÍ og Knattspyrnufélagið Haukar hafa neitað því að verða við þessari beiðni ÍBV og ætlast til þess að ÍBV leiki gegn Haukum á þriðjudag/miðvikudag áður en farið er í flug til Madeira. Flug til Madeira eru tveir leggir hvora leið. Staðan er því þannig núna að ætlast er til þess af HSÍ að kvennalið ÍBV leiki 4 leiki á 8 dögum og þar af 2 evrópuleiki ásamt því að fljúga fjórar flugferðir á þessum 8 dögum. Við hjá ÍBV Íþróttafélagi -handknattleiksdeild teljum þetta skipulag ekki ganga. Þau rök frá HSÍ að ÍBV hafi sjálft valið sér að taka þátt í Evrópukeppni eru að okkar mati dapurleg skilaboð til þeirra liða sem vilja hag íþróttarinnar sem bestan og metnaðarfyllstan. Þá hlýtur það að teljast stórt spurningamerki hvort slíkt álag á leikmenn sé réttlætanlegt og HSÍ getur ekki skorast undan að leggja mat á það. Karlalið Vals var í svipaðri stöðu í fyrra og þá voru leikir þeirra færðir til að því að við best vitum. Gildir annað um kvennalið íþróttarinnar. Við skorum á HSÍ að hafa velferð og heilsu leikmanna í öndvegi og ekki að tefla á tvær hættur og taka óþarfa áhættu þegar að lausnir eru í boði. Davíð Egilsson tekur undir yfirlýsinguna Ég tek undir áhyggjur forráðamanna ÍBV af fyrirhuguðu leikjaplani meistaraflokks kvenna ÍBV í handknattleik næstu vikuna. Mikil umræða hefur verið um álag íþróttafólks og sérstaklega kvenkyns íþróttamanna með tilliti til meiðslahættu undanfarin ár. Að ætla sér að spila 4 keppnisleiki á innan við viku á hæsta stigi íþróttarinnar er að mínu mati út í hött, svo vægt sé til orða tekið. Þar að auki er framundan ferðalag milli landa til að spila evrópuleiki, og rannsóknir sýna að ferðalög auka einnig áhættu á meiðslum íþróttamanna. Ég hef því miklar áhyggjur af liðinu og hvernig það mun koma út úr leikjatörn sem þessari. Ábyrgð HSÍ er mikil ef upp koma alvarleg meiðsli í hópnum. Hagsmunir leikmanna eiga alltaf að vera í forgangi þegar teknar eru ákvarðanir um skipulag og álag. Ég skora því á HSÍ að endurskoða ákvörðun um leikjaskipulag næstu daga og taka tillit til athugasemda ÍBV. Virðingarfyllst, Davíð Egilsson, Sérfræðingur í heimilislækningum, Yfirlæknir heilsugæslunni í Vestmannaeyjum. Læknir ÍBV knattspyrnu og handknattleiksdeilda. Læknir U-21 árs landsliðs íslands í knattspyrnu.
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira