„Eins og gengur og gerist er maður ekki ánægður með allt“ Andri Már Eggertsson skrifar 4. nóvember 2023 19:30 Snorri Steinn Guðjónsson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, var ekki ánægður með síðari hálfleik liðsins í dag. Ísland vann eins marks sigur 30-29. „Þeir stjórnuðu hraðanum í dag og voru með frumkvæðið þegar þeir spiluðu með sjö sóknarmenn sem við fundum ekki nægilega góðar lausnir við. Við reyndum að prófa ákveðna hluti en fundum ekki taktinn og takturinn var ekki eins og ég vildi hafa hann,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir leik. Snorri var ánægður með margt í fyrri hálfleik en hefði viljað vera með fimm marka forystu í hálfleik í stað fjögurra. „Fyrri hálfleikur var svipaður og í gær. Við vorum við það að ná frumkvæðinu en vorum klaufar að vera ekki fimm mörkum yfir í hálfleik. Við byrjuðum síðari hálfleik illa og þeir náðu að komast yfir sem var öfugt við það sem gerðist í gær.“ Síðari hálfleikur Íslands var ekki góður. Færeyjar spiluðu mikið með sjö leikmenn í sókn sem gerði Íslandi erfitt fyrir. „Mér fannst við ekki ná okkar takti þegar að þeir voru að spila einum fleiri í sókn. Mér fannst vanta meiri hraða og við vorum ekki að mæta þeim maður á mann og síðan vorum við með mikið af töpuðum boltum og við fórum illa með dauðafæri. Snorri Steinn var ánægður með verkefnið í heild sinni og hlakkaði til að fara með liðið á EM í janúar. „Ég er glaður með þetta verkefni og ánægður með vikuna og strákana. Eins og gengur og gerist er maður ekki ánægður með allt. Leikurinn í gær var betri en leikurinn í dag. Við þurfum núna að greina leikina og æfingarnar og mætum síðan stinnir í janúar,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Landslið karla í handbolta Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Sjá meira
„Þeir stjórnuðu hraðanum í dag og voru með frumkvæðið þegar þeir spiluðu með sjö sóknarmenn sem við fundum ekki nægilega góðar lausnir við. Við reyndum að prófa ákveðna hluti en fundum ekki taktinn og takturinn var ekki eins og ég vildi hafa hann,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir leik. Snorri var ánægður með margt í fyrri hálfleik en hefði viljað vera með fimm marka forystu í hálfleik í stað fjögurra. „Fyrri hálfleikur var svipaður og í gær. Við vorum við það að ná frumkvæðinu en vorum klaufar að vera ekki fimm mörkum yfir í hálfleik. Við byrjuðum síðari hálfleik illa og þeir náðu að komast yfir sem var öfugt við það sem gerðist í gær.“ Síðari hálfleikur Íslands var ekki góður. Færeyjar spiluðu mikið með sjö leikmenn í sókn sem gerði Íslandi erfitt fyrir. „Mér fannst við ekki ná okkar takti þegar að þeir voru að spila einum fleiri í sókn. Mér fannst vanta meiri hraða og við vorum ekki að mæta þeim maður á mann og síðan vorum við með mikið af töpuðum boltum og við fórum illa með dauðafæri. Snorri Steinn var ánægður með verkefnið í heild sinni og hlakkaði til að fara með liðið á EM í janúar. „Ég er glaður með þetta verkefni og ánægður með vikuna og strákana. Eins og gengur og gerist er maður ekki ánægður með allt. Leikurinn í gær var betri en leikurinn í dag. Við þurfum núna að greina leikina og æfingarnar og mætum síðan stinnir í janúar,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Sjá meira