Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2023 06:43 Börn reyna að ýta vatni frá heimili sínu í Maghazi-flóttamannabúðunum eftir árásir Ísraelshers í gær. AP/Hatem Moussa Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. Fjölmiðlar í Ísrael segja til standa að sókn hermanna inn í borgina hefjist innan 48 klukkustunda. Miklar sprengingar hafa heyrst og sést í norðurhluta Gasa í nótt. Yfirmenn fjölda stofnana Sameinuðu þjóðanna og annarra hjálparsamtaka hafa undirritað yfirlýsingu þar sem kallað er eftir tafarlausu vopnahléi. Ástandið á Gasa sé „hörmulegt“ og „óásættanlegt“. Meðal þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna eru stjórnendur Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Save the Children og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Í henni segir meðal annars að umheimurinn hafi fylgst með þróun mála af hryllingi. Um 1.400 hafi látist í árásum Hamas á Ísrael 7. október og yfir 200 verið rænt en enn meira mannfall meðal almennra borgara á Gasa sé hneyksli og einnig það að svipta milljónir aðgengi að vatni, mat, lyfjum, rafmagni og eldsneyti. Íbúar leita að fólki í húsarústum í Maghazi-flóttamannabúðunum.AP/Hatem Moussa Samkvæmt yfirvöldum á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, hafi nærri 9.500 verið drepnir í árásum Ísraelshers, þar af 3.900 börn og 2.400 konur. Yfir 23.000 hafi slasast alvarlega. Það sé algjörlega óásættanlegt að heilt samfélag sæti umsátri og árásum og sé neitað um aðgengi að lífsnauðsynjum. Fólk sæti árásum heima hjá sér, í skýlum, bænahúsum og á spítölum. Þá hafi fjöldi starfsmanna hjálparsamtaka verið drepnir. Abdullah II, konungur Jórdaníu, greindi frá því í nótt að þarlend yfirvöld hefðu látið fljúga flugvél yfir Gasa, sem lét neyðargögn falla til jarðar yfir jórdanska spítalanum á svæðinu. Að sögn Axios var flugið og aðstoðin framkvæmd með samþykki Ísraelshers. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Tyrklandi þar sem hann mun funda með ráðamönnum en þó ekki forsetanum Recep Tayyip Erdogan, sem sjálfur er á ferðalagi. Blinken hefur ferið á faraldsfæti á svæðinu síðustu daga til að freista þess að koma í veg fyrir að átökin breiðist út. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira
Fjölmiðlar í Ísrael segja til standa að sókn hermanna inn í borgina hefjist innan 48 klukkustunda. Miklar sprengingar hafa heyrst og sést í norðurhluta Gasa í nótt. Yfirmenn fjölda stofnana Sameinuðu þjóðanna og annarra hjálparsamtaka hafa undirritað yfirlýsingu þar sem kallað er eftir tafarlausu vopnahléi. Ástandið á Gasa sé „hörmulegt“ og „óásættanlegt“. Meðal þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna eru stjórnendur Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Save the Children og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Í henni segir meðal annars að umheimurinn hafi fylgst með þróun mála af hryllingi. Um 1.400 hafi látist í árásum Hamas á Ísrael 7. október og yfir 200 verið rænt en enn meira mannfall meðal almennra borgara á Gasa sé hneyksli og einnig það að svipta milljónir aðgengi að vatni, mat, lyfjum, rafmagni og eldsneyti. Íbúar leita að fólki í húsarústum í Maghazi-flóttamannabúðunum.AP/Hatem Moussa Samkvæmt yfirvöldum á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, hafi nærri 9.500 verið drepnir í árásum Ísraelshers, þar af 3.900 börn og 2.400 konur. Yfir 23.000 hafi slasast alvarlega. Það sé algjörlega óásættanlegt að heilt samfélag sæti umsátri og árásum og sé neitað um aðgengi að lífsnauðsynjum. Fólk sæti árásum heima hjá sér, í skýlum, bænahúsum og á spítölum. Þá hafi fjöldi starfsmanna hjálparsamtaka verið drepnir. Abdullah II, konungur Jórdaníu, greindi frá því í nótt að þarlend yfirvöld hefðu látið fljúga flugvél yfir Gasa, sem lét neyðargögn falla til jarðar yfir jórdanska spítalanum á svæðinu. Að sögn Axios var flugið og aðstoðin framkvæmd með samþykki Ísraelshers. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Tyrklandi þar sem hann mun funda með ráðamönnum en þó ekki forsetanum Recep Tayyip Erdogan, sem sjálfur er á ferðalagi. Blinken hefur ferið á faraldsfæti á svæðinu síðustu daga til að freista þess að koma í veg fyrir að átökin breiðist út.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira