Mætti án þess að æfa með nýja liðinu sínu og leiddi það til sigurs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 14:01 Joshua Dobbs (númer 15) þakkar Taylor Heinicke (4) fyrir leikinn í gær. AP/Mike Stewart Ein ótrúlegasta frammistaða helgarinnar og í raun alls NFL tímabilsins er sú sem við sáum hjá leikstjórnandanum Joshua Dobbs í gær. Dobbs leiddi þá lið Minnesota Vikings til 31-28 sigurs á móti Atlanta Falcons á útivelli. Það voru þó ekki beint úrslitin eða tölfræði Dobbs sem stálu fyrirsögnunum þrátt fyrir að hann hafi spilað mjög vel og unnið leikinn. Það sem gerði þetta afrek hans svona merkilegt var undirbúningur hans fyrir leikinn. Hann var enginn. Dobbs var nýkominn til Víkinganna eftir að aðalleikstjórnandi liðsins, Kirk Cousins, meiddist illa um síðustu helgi. Dobbs kom til Minnesota í neyðarleikmannaskiptum við Arizona Cardinals á þriðjudaginn síðasta. "I wanna introduce myself, I'm Josh Dobbs."Heck of an introduction to @Vikings fans, @josh_dobbs1 pic.twitter.com/YCPmm7Soy3— NFL (@NFL) November 5, 2023 Hann átti ekki að spila þennan leik í gær því nýliðinn Jaren Hall byrjaði. Hall fékk hins vegar heilahristing í fyrsta leikhluta og gat ekki haldið leik áfram. Dobbs var því hent út í djúpu laugina í eina erfiðustu stöðu sem fyrirfinnst í íþróttum. Hann hafði aldrei spilað með liðinu og aldrei spilað með liðsfélögum sínum á æfingu. Hann hafði aldrei kastað á neinn af útherjum liðsins. Hann þekkti ekki einu sinni nöfnin á mörgum liðsfélaga sinna. Dobbs lenti líka í vandræðum í byrjun en kom sér í gegnum það og fór upp nær allan völlinn í lokin þegar Víkingarnir tryggðu sér sigurinn. Hann átti síðan snertimarkssendingu á Brandon Powell þegar 22 sekúndur voru eftir sem tryggði liðinu sigurinn. Stuttu áður hafði Dobbs haldið sókninni á lífi með því að hlaupa 22 jarda með boltann á fjórðu tilraun. Vikings players congratulate Josh Dobbs after W! pic.twitter.com/qPGRTqAY2G— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) November 5, 2023 „Í þessari deild þá er aldrei ástæða til að afsaka sig með kringumstæðum. Ég lærði það af Mike Tomlin [þjálfari Pittsburgh Steelers]. Vanalega er fólki sama um kringumstæðurnar þínar. Þau vilja bara sjá þig ná árangri í þeim kringumstæðum sem þú lendir í,“ sagði Joshua Dobbs. Hann gaf tvær snertimarkssendingar í leiknum og hljóp alls 66 jarda með boltann. Af öðrum úrslitum má nefna að Kansas City Chiefs vann 21-14 sigur á Miami Dolphins í Þýskalandi þar sem meistararnir komust í 21-0. Philadelphia Eagles er með besta árangurinn í deildinni eftir 28-23 sigur á Dallas Cowboys en Ernirnir hafa unnið átta af níu leikjum sínum. Baltimore Ravens sýndi styrk sinn með 37-3 sigri á Seattle Seahawks og Cincinnati Bengals er komið á beinu brautina en 24-18 sigur þess á Buffalo Bills var fjórði sigurleikurinn í röð. CJ Stroud, nýliði Houston Texans, átti einnig frábæran dag í gær. Hann setti nýtt met með því að kasta fyrir 470 jördum í leiknum og slá þar með nýliðamet Andrew Luck. Stroud átti alls fimm snertimarkssendingar í dramatískum 39-37 sigri á Tampa Bay Buccaneers. Úrslitin úr leikjum NFL um helgina: (Heimaliðið er á eftir) Miami-Kansas City 14-21 (Spilað í Frankfurt) Minnesota-Atlanta 31-28 Arizona-Cleveland 0-27 Los Angeles Rams-Green Bay 3-20 Washington-New England 20-17 Chicago-New Orleans 17-24 Seattle-Baltimore 3-37 Tampa Bay-Houston 37-39 Indianapolis-Carolina 27-13 New York Giants-Las Vegas 6-30 Dallas-Philadelphia 23-28 Buffalo-Cincinnati 18-24 Tennessee-Pittsburgh 16-20 NFL Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Sjá meira
Dobbs leiddi þá lið Minnesota Vikings til 31-28 sigurs á móti Atlanta Falcons á útivelli. Það voru þó ekki beint úrslitin eða tölfræði Dobbs sem stálu fyrirsögnunum þrátt fyrir að hann hafi spilað mjög vel og unnið leikinn. Það sem gerði þetta afrek hans svona merkilegt var undirbúningur hans fyrir leikinn. Hann var enginn. Dobbs var nýkominn til Víkinganna eftir að aðalleikstjórnandi liðsins, Kirk Cousins, meiddist illa um síðustu helgi. Dobbs kom til Minnesota í neyðarleikmannaskiptum við Arizona Cardinals á þriðjudaginn síðasta. "I wanna introduce myself, I'm Josh Dobbs."Heck of an introduction to @Vikings fans, @josh_dobbs1 pic.twitter.com/YCPmm7Soy3— NFL (@NFL) November 5, 2023 Hann átti ekki að spila þennan leik í gær því nýliðinn Jaren Hall byrjaði. Hall fékk hins vegar heilahristing í fyrsta leikhluta og gat ekki haldið leik áfram. Dobbs var því hent út í djúpu laugina í eina erfiðustu stöðu sem fyrirfinnst í íþróttum. Hann hafði aldrei spilað með liðinu og aldrei spilað með liðsfélögum sínum á æfingu. Hann hafði aldrei kastað á neinn af útherjum liðsins. Hann þekkti ekki einu sinni nöfnin á mörgum liðsfélaga sinna. Dobbs lenti líka í vandræðum í byrjun en kom sér í gegnum það og fór upp nær allan völlinn í lokin þegar Víkingarnir tryggðu sér sigurinn. Hann átti síðan snertimarkssendingu á Brandon Powell þegar 22 sekúndur voru eftir sem tryggði liðinu sigurinn. Stuttu áður hafði Dobbs haldið sókninni á lífi með því að hlaupa 22 jarda með boltann á fjórðu tilraun. Vikings players congratulate Josh Dobbs after W! pic.twitter.com/qPGRTqAY2G— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) November 5, 2023 „Í þessari deild þá er aldrei ástæða til að afsaka sig með kringumstæðum. Ég lærði það af Mike Tomlin [þjálfari Pittsburgh Steelers]. Vanalega er fólki sama um kringumstæðurnar þínar. Þau vilja bara sjá þig ná árangri í þeim kringumstæðum sem þú lendir í,“ sagði Joshua Dobbs. Hann gaf tvær snertimarkssendingar í leiknum og hljóp alls 66 jarda með boltann. Af öðrum úrslitum má nefna að Kansas City Chiefs vann 21-14 sigur á Miami Dolphins í Þýskalandi þar sem meistararnir komust í 21-0. Philadelphia Eagles er með besta árangurinn í deildinni eftir 28-23 sigur á Dallas Cowboys en Ernirnir hafa unnið átta af níu leikjum sínum. Baltimore Ravens sýndi styrk sinn með 37-3 sigri á Seattle Seahawks og Cincinnati Bengals er komið á beinu brautina en 24-18 sigur þess á Buffalo Bills var fjórði sigurleikurinn í röð. CJ Stroud, nýliði Houston Texans, átti einnig frábæran dag í gær. Hann setti nýtt met með því að kasta fyrir 470 jördum í leiknum og slá þar með nýliðamet Andrew Luck. Stroud átti alls fimm snertimarkssendingar í dramatískum 39-37 sigri á Tampa Bay Buccaneers. Úrslitin úr leikjum NFL um helgina: (Heimaliðið er á eftir) Miami-Kansas City 14-21 (Spilað í Frankfurt) Minnesota-Atlanta 31-28 Arizona-Cleveland 0-27 Los Angeles Rams-Green Bay 3-20 Washington-New England 20-17 Chicago-New Orleans 17-24 Seattle-Baltimore 3-37 Tampa Bay-Houston 37-39 Indianapolis-Carolina 27-13 New York Giants-Las Vegas 6-30 Dallas-Philadelphia 23-28 Buffalo-Cincinnati 18-24 Tennessee-Pittsburgh 16-20
Úrslitin úr leikjum NFL um helgina: (Heimaliðið er á eftir) Miami-Kansas City 14-21 (Spilað í Frankfurt) Minnesota-Atlanta 31-28 Arizona-Cleveland 0-27 Los Angeles Rams-Green Bay 3-20 Washington-New England 20-17 Chicago-New Orleans 17-24 Seattle-Baltimore 3-37 Tampa Bay-Houston 37-39 Indianapolis-Carolina 27-13 New York Giants-Las Vegas 6-30 Dallas-Philadelphia 23-28 Buffalo-Cincinnati 18-24 Tennessee-Pittsburgh 16-20
NFL Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Sjá meira