Körfubolti

Nýr landsliðsbúningur frum­sýndur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Landsliðsfólkið Ásta Júlía Grímsdóttir og Ægir Þór Steinarsson í nýja búningnum.
Landsliðsfólkið Ásta Júlía Grímsdóttir og Ægir Þór Steinarsson í nýja búningnum. kkí/hulda margrét

Ísland leikur í fyrsta sinn í nýjum landsliðsbúningi þegar kvennalandsliðið í körfubolta mætir Rúmeníu ytra á fimmtudaginn.

Errea og KKÍ framlengdu samstarf sitt og í tilefni af því var ákveðið að ráðast í gerð nýs landsliðsbúnings.

Undanfarna mánuði hefur nýi búningurinn verið í vinnslu og hann er nú klár. Ekki nóg með að nýr búningur sé kominn heldur var einnig úrval af öðrum fatnaði. Hann er innblásinn af íslenskri náttúru og formum.

„Það sem er extra skemmtilegt núna er að það er ekki eingöngu landsliðsbúningurinn sem er sérhannaður fyrir KKÍ og landsliðin heldur einnig úrval af öðrum fatnaði sem er sérstaklega framleitt fyrir íslenskan körfubolta, það er landsliðin okkar og körfuboltaáhugafólk,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í tilkynningu frá sambandinu.

Fyrsti leikur Íslands í nýja búningnum verður á fimmtudaginn þegar kvennalandsliðið sækir Rúmeníu heim í undankeppni EM 2025.

Fyrsti heimaleikurinn í nýja búningnum verður svo gegn Tyrklandi í Ólafssal í Hafnarfirði á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×