Huldumenn frömdu hópárás við frisbígolfvöll Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2023 08:41 Árásin var framin við frisbýgolfvöll. Þessi frisbýgolfari tengist henni ekki. Getty/Fug4s Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás við frisbígolfvöll í Reykjavík. Árásina framdi hann í félagi með „óþekktum aðilum.“ Maðurinn, sem var aðeins sautján ára gamall þegar árásin var framin í júlí árið 2021, var ákærður fyrir að hafa veist að manni með ofbeldi og slegið hann með krepptum hnefa í andlit og búk, og í félagi með óþekktum aðilum sparkað í hann þar sem hann lá á jörðinni, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á framhandlegg, mar á höfði, mar á hálsi, mar á bol og rof á hljóðhimnu. Upphaflega heimfærði ákæruvaldið brot mannsins undir ákvæði hegningarlaga um stórfellda líkamsárás en undir rekstri málsins málsins var því breytt og bókað í þingbók að ákæruvaldið teldi háttsemina falla undir ákvæði um minniháttar líkamsárás. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir eignaspjöll og vopnalagabrot, með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 12. febrúar 2022, haft í vörslum sínum úðavopn og kylfu og síðar sama kvöld slegið í útidyrahurð með kylfunni, með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Brotaþoli krafðist 1,5 milljóna Maðurinn játaði brot sýn skýlaust og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa og að bótakrafa brotaþola yrði lækkuð verulega. Fyrir hönd brotaþola var gerð miskabótakrafa upp á 1,5 milljónir króna. Málið var tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu og talið fullsannað með játningu mannsins. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að maðurinn hafi verið mjög ungur að aldri þegar hann framdi brot sín, að hann hefði ekki áður gerst brotlegur við lög og skýlausrar játningar hans. Aftur á móti var litið til þess að hann hefði ráðist með ofbeldi á annan mann og þannig lagt líf hans í hættu. Ekki yrði annað séð en að að um tilefnislausa árás hafi verið að ræða, sem maðurinn framdi að auki í félagi við óþekkta aðila. Þá hafi líkamsárás hans verið til þess fallin að hafa nokkrar afleiðingar fyrir brotaþola, þar með talið andlegar. Með hliðsjón af því var maðurinn dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar en fullnustu refsingar frestað og hún skilorðsbundin til tveggja ára. Þá segir í dóminum að með hliðsjón af sakarefni málsins, dómaframkvæmd og framlögðum gögnum sé að mati dómsins hæfilegt að maðurinn greiði brotaþola 350 þúsund krónur í miskabætur, með vöxtum og dráttarvöxtum. Þá var manninum gert að greiða brotaþola 482 þúsund krónur í málskostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns upp á sömu krónutölu. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Maðurinn, sem var aðeins sautján ára gamall þegar árásin var framin í júlí árið 2021, var ákærður fyrir að hafa veist að manni með ofbeldi og slegið hann með krepptum hnefa í andlit og búk, og í félagi með óþekktum aðilum sparkað í hann þar sem hann lá á jörðinni, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á framhandlegg, mar á höfði, mar á hálsi, mar á bol og rof á hljóðhimnu. Upphaflega heimfærði ákæruvaldið brot mannsins undir ákvæði hegningarlaga um stórfellda líkamsárás en undir rekstri málsins málsins var því breytt og bókað í þingbók að ákæruvaldið teldi háttsemina falla undir ákvæði um minniháttar líkamsárás. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir eignaspjöll og vopnalagabrot, með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 12. febrúar 2022, haft í vörslum sínum úðavopn og kylfu og síðar sama kvöld slegið í útidyrahurð með kylfunni, með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Brotaþoli krafðist 1,5 milljóna Maðurinn játaði brot sýn skýlaust og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa og að bótakrafa brotaþola yrði lækkuð verulega. Fyrir hönd brotaþola var gerð miskabótakrafa upp á 1,5 milljónir króna. Málið var tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu og talið fullsannað með játningu mannsins. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að maðurinn hafi verið mjög ungur að aldri þegar hann framdi brot sín, að hann hefði ekki áður gerst brotlegur við lög og skýlausrar játningar hans. Aftur á móti var litið til þess að hann hefði ráðist með ofbeldi á annan mann og þannig lagt líf hans í hættu. Ekki yrði annað séð en að að um tilefnislausa árás hafi verið að ræða, sem maðurinn framdi að auki í félagi við óþekkta aðila. Þá hafi líkamsárás hans verið til þess fallin að hafa nokkrar afleiðingar fyrir brotaþola, þar með talið andlegar. Með hliðsjón af því var maðurinn dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar en fullnustu refsingar frestað og hún skilorðsbundin til tveggja ára. Þá segir í dóminum að með hliðsjón af sakarefni málsins, dómaframkvæmd og framlögðum gögnum sé að mati dómsins hæfilegt að maðurinn greiði brotaþola 350 þúsund krónur í miskabætur, með vöxtum og dráttarvöxtum. Þá var manninum gert að greiða brotaþola 482 þúsund krónur í málskostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns upp á sömu krónutölu.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira