Telja Karl þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja Jón Þór Stefánsson skrifar 7. nóvember 2023 11:31 Karl konungur er yfirlýstur umhverfissinni, en hann mun að öllum líkindum kynna stefnu bresku ríkisstjórnarinnar sem hefur farið fyrir brjóstið á mörgum umhverfisaktívistum. EPA Breska þingið hefst í dag og af því tilefni mun Karl Bretakonungur halda ræðu líkt og hefð er fyrir. Um er ræða fyrstu opnunarræðu konungsins sem var krýndur í maí á þessu ári. Þar kynnir hann stefnu ríkisstjórnarinnar, en talið er að hún fari þvert gegn skoðunum Karls í ákveðnum málaflokkum. Hann muni því þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja. New York Times fjallar um fyrirhugaða ræðu Karls, en þar er því haldið fram að hún sé prófraun fyrir konunginn. Mun honum takast að gefa til kynna pólitískt hlutleysi, líkt og móðir hans Elísabet drottning var fræg fyrir? Það er forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak, sem gerir uppkast að ræðunni sem konungurinn flytur í kjölfarið. Farið verður yfir ýmis stefnumál ríkisstjórnarinnar á komandi þingi. Þar á meðal eru atriði er varða umhverfismál. Á stefnu ríkisstjórnarinnar er að hagnýta olíu og gas Bretlands á Norðursjó í meira mæli. Ákvörðunin hefur reitt marga umhverfisaktívista til reiði. Í umfjöllun New York Times er bent á að Karl konungur sé yfirlýstur umhverfissinni. Hann hefur í raun verið það frá árinu 1970, en þá var hann rúmlega tvítugur. Síðast í september fór Karl með ræðu í Frakklandi þar sem hann kallaði eftir miklu átaki í umhverfismálum. „Við verðum að standa saman og vernda heiminn frá stærstu ógn veraldar: hnattrænni hlýnun og hræðilegri tortímingu náttúrunnar,“ sagði Karl. Þrátt fyrir þetta er búist við því að Karl muni þurfa að halda andliti og halda hefðbundna ræðu konungsborins þjóðhöfðingja Bretlands. Hingað til bendi valdatíð Karls til þess að hann vilji reyna eftir fremsta megni að vera hlutlaus í pólitískum skilningi. Líkt og áður segir fylgja þessu ræðuhöld þjóðhöfðingjans langri hefð í breskum stjórnmálum. Ræða Karls verður sú fyrsta sem hann heldur sem konungur, en talið er að hún verði sú síðasta fram að næstu þingkosningum, sem verða líklega í janúar 2025. Elísabet hélt 67 ræður sem þessar á valdatíð sinni. Þess má þó geta að í maí 2022 hélt Karl ræðuna fyrir hönd móður sinnar, sem gat það ekki vegna versnandi heilsu hennar. Bretland Karl III Bretakonungur Kóngafólk Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
New York Times fjallar um fyrirhugaða ræðu Karls, en þar er því haldið fram að hún sé prófraun fyrir konunginn. Mun honum takast að gefa til kynna pólitískt hlutleysi, líkt og móðir hans Elísabet drottning var fræg fyrir? Það er forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak, sem gerir uppkast að ræðunni sem konungurinn flytur í kjölfarið. Farið verður yfir ýmis stefnumál ríkisstjórnarinnar á komandi þingi. Þar á meðal eru atriði er varða umhverfismál. Á stefnu ríkisstjórnarinnar er að hagnýta olíu og gas Bretlands á Norðursjó í meira mæli. Ákvörðunin hefur reitt marga umhverfisaktívista til reiði. Í umfjöllun New York Times er bent á að Karl konungur sé yfirlýstur umhverfissinni. Hann hefur í raun verið það frá árinu 1970, en þá var hann rúmlega tvítugur. Síðast í september fór Karl með ræðu í Frakklandi þar sem hann kallaði eftir miklu átaki í umhverfismálum. „Við verðum að standa saman og vernda heiminn frá stærstu ógn veraldar: hnattrænni hlýnun og hræðilegri tortímingu náttúrunnar,“ sagði Karl. Þrátt fyrir þetta er búist við því að Karl muni þurfa að halda andliti og halda hefðbundna ræðu konungsborins þjóðhöfðingja Bretlands. Hingað til bendi valdatíð Karls til þess að hann vilji reyna eftir fremsta megni að vera hlutlaus í pólitískum skilningi. Líkt og áður segir fylgja þessu ræðuhöld þjóðhöfðingjans langri hefð í breskum stjórnmálum. Ræða Karls verður sú fyrsta sem hann heldur sem konungur, en talið er að hún verði sú síðasta fram að næstu þingkosningum, sem verða líklega í janúar 2025. Elísabet hélt 67 ræður sem þessar á valdatíð sinni. Þess má þó geta að í maí 2022 hélt Karl ræðuna fyrir hönd móður sinnar, sem gat það ekki vegna versnandi heilsu hennar.
Bretland Karl III Bretakonungur Kóngafólk Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent