Telja Karl þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja Jón Þór Stefánsson skrifar 7. nóvember 2023 11:31 Karl konungur er yfirlýstur umhverfissinni, en hann mun að öllum líkindum kynna stefnu bresku ríkisstjórnarinnar sem hefur farið fyrir brjóstið á mörgum umhverfisaktívistum. EPA Breska þingið hefst í dag og af því tilefni mun Karl Bretakonungur halda ræðu líkt og hefð er fyrir. Um er ræða fyrstu opnunarræðu konungsins sem var krýndur í maí á þessu ári. Þar kynnir hann stefnu ríkisstjórnarinnar, en talið er að hún fari þvert gegn skoðunum Karls í ákveðnum málaflokkum. Hann muni því þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja. New York Times fjallar um fyrirhugaða ræðu Karls, en þar er því haldið fram að hún sé prófraun fyrir konunginn. Mun honum takast að gefa til kynna pólitískt hlutleysi, líkt og móðir hans Elísabet drottning var fræg fyrir? Það er forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak, sem gerir uppkast að ræðunni sem konungurinn flytur í kjölfarið. Farið verður yfir ýmis stefnumál ríkisstjórnarinnar á komandi þingi. Þar á meðal eru atriði er varða umhverfismál. Á stefnu ríkisstjórnarinnar er að hagnýta olíu og gas Bretlands á Norðursjó í meira mæli. Ákvörðunin hefur reitt marga umhverfisaktívista til reiði. Í umfjöllun New York Times er bent á að Karl konungur sé yfirlýstur umhverfissinni. Hann hefur í raun verið það frá árinu 1970, en þá var hann rúmlega tvítugur. Síðast í september fór Karl með ræðu í Frakklandi þar sem hann kallaði eftir miklu átaki í umhverfismálum. „Við verðum að standa saman og vernda heiminn frá stærstu ógn veraldar: hnattrænni hlýnun og hræðilegri tortímingu náttúrunnar,“ sagði Karl. Þrátt fyrir þetta er búist við því að Karl muni þurfa að halda andliti og halda hefðbundna ræðu konungsborins þjóðhöfðingja Bretlands. Hingað til bendi valdatíð Karls til þess að hann vilji reyna eftir fremsta megni að vera hlutlaus í pólitískum skilningi. Líkt og áður segir fylgja þessu ræðuhöld þjóðhöfðingjans langri hefð í breskum stjórnmálum. Ræða Karls verður sú fyrsta sem hann heldur sem konungur, en talið er að hún verði sú síðasta fram að næstu þingkosningum, sem verða líklega í janúar 2025. Elísabet hélt 67 ræður sem þessar á valdatíð sinni. Þess má þó geta að í maí 2022 hélt Karl ræðuna fyrir hönd móður sinnar, sem gat það ekki vegna versnandi heilsu hennar. Bretland Karl III Bretakonungur Kóngafólk Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
New York Times fjallar um fyrirhugaða ræðu Karls, en þar er því haldið fram að hún sé prófraun fyrir konunginn. Mun honum takast að gefa til kynna pólitískt hlutleysi, líkt og móðir hans Elísabet drottning var fræg fyrir? Það er forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak, sem gerir uppkast að ræðunni sem konungurinn flytur í kjölfarið. Farið verður yfir ýmis stefnumál ríkisstjórnarinnar á komandi þingi. Þar á meðal eru atriði er varða umhverfismál. Á stefnu ríkisstjórnarinnar er að hagnýta olíu og gas Bretlands á Norðursjó í meira mæli. Ákvörðunin hefur reitt marga umhverfisaktívista til reiði. Í umfjöllun New York Times er bent á að Karl konungur sé yfirlýstur umhverfissinni. Hann hefur í raun verið það frá árinu 1970, en þá var hann rúmlega tvítugur. Síðast í september fór Karl með ræðu í Frakklandi þar sem hann kallaði eftir miklu átaki í umhverfismálum. „Við verðum að standa saman og vernda heiminn frá stærstu ógn veraldar: hnattrænni hlýnun og hræðilegri tortímingu náttúrunnar,“ sagði Karl. Þrátt fyrir þetta er búist við því að Karl muni þurfa að halda andliti og halda hefðbundna ræðu konungsborins þjóðhöfðingja Bretlands. Hingað til bendi valdatíð Karls til þess að hann vilji reyna eftir fremsta megni að vera hlutlaus í pólitískum skilningi. Líkt og áður segir fylgja þessu ræðuhöld þjóðhöfðingjans langri hefð í breskum stjórnmálum. Ræða Karls verður sú fyrsta sem hann heldur sem konungur, en talið er að hún verði sú síðasta fram að næstu þingkosningum, sem verða líklega í janúar 2025. Elísabet hélt 67 ræður sem þessar á valdatíð sinni. Þess má þó geta að í maí 2022 hélt Karl ræðuna fyrir hönd móður sinnar, sem gat það ekki vegna versnandi heilsu hennar.
Bretland Karl III Bretakonungur Kóngafólk Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira