Deloitte og EY fá að renna saman Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2023 12:56 Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte á Íslandi. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur veitt Deloitte og Ernst & Young (EY) á Íslandi undanþágu til að framkvæma samruna félaganna tveggja á meðan eftirlitið rannsakar samrunann. Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir að eftirlitið hafi haft til rannsóknar kaup Deloitte á eignum og rekstri Ernst & Young (EY) á Íslandi. Málið hafi hafist með forviðræðum og fyrirtækin skilað inn samrunatilkynningu 25. ágúst síðastliðinn. Þann 30. október hafi Deloitte og EY tilkynnt að fyrirtækin hefðu afturkallað samrunaskrá sína þar sem mikilvægar upplýsingar skorti. Samhliða hafi verið tilkynnt aftur um samrunann og sömu viðskipti með nýrri samrunatilkynningu, nú að teknu tilliti til breyttrar samkeppnisstöðu EY, einkum í tengslum við aðild og samstarf félagsins við EY erlendis. Samkeppniseftirlitið hafi tilkynnt fyrirtækjunum að hin nýja samrunaskrá sé fullnægjandi og nýr tímafrestur á fyrsta fasa rannsóknar sé 4. desember næstkomandi. Vefur SE og listi yfir samrunamál hafi verið uppfærður til samræmis við framangreint. Samtímis hafi fyrirtækin nú óskað eftir undanþágu frá banni við að framkvæma samrunann meðan hann er til rannsóknar. Að virtum sjónarmiðum aðila, fyrirliggjandi upplýsingum, og gögnum um áðurnefndar breytingar á samkeppnisstöðu EY á sennilegum markaði fyrir endurskoðun stærri fyrirtækja, sé það mat Samkeppniseftirlitsins að skilyrði undanþágu séu uppfyllt. Samkeppniseftirlitið hafi því veitt Deloitte og EY heimild til þess að framkvæma samrunann meðan fjallað er um hann, með skilyrðum. Nánari upplýsingar um samrunamálið og málsmeðferðina verði hægt að nálgast síðar í stjórnvaldsákvörðun þegar hún liggur fyrir. Samkeppniseftirlitið muni kappkosta við að rannsaka og afgreiða nýja samrunatilkynningu eins hratt og kostur er. Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira
Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir að eftirlitið hafi haft til rannsóknar kaup Deloitte á eignum og rekstri Ernst & Young (EY) á Íslandi. Málið hafi hafist með forviðræðum og fyrirtækin skilað inn samrunatilkynningu 25. ágúst síðastliðinn. Þann 30. október hafi Deloitte og EY tilkynnt að fyrirtækin hefðu afturkallað samrunaskrá sína þar sem mikilvægar upplýsingar skorti. Samhliða hafi verið tilkynnt aftur um samrunann og sömu viðskipti með nýrri samrunatilkynningu, nú að teknu tilliti til breyttrar samkeppnisstöðu EY, einkum í tengslum við aðild og samstarf félagsins við EY erlendis. Samkeppniseftirlitið hafi tilkynnt fyrirtækjunum að hin nýja samrunaskrá sé fullnægjandi og nýr tímafrestur á fyrsta fasa rannsóknar sé 4. desember næstkomandi. Vefur SE og listi yfir samrunamál hafi verið uppfærður til samræmis við framangreint. Samtímis hafi fyrirtækin nú óskað eftir undanþágu frá banni við að framkvæma samrunann meðan hann er til rannsóknar. Að virtum sjónarmiðum aðila, fyrirliggjandi upplýsingum, og gögnum um áðurnefndar breytingar á samkeppnisstöðu EY á sennilegum markaði fyrir endurskoðun stærri fyrirtækja, sé það mat Samkeppniseftirlitsins að skilyrði undanþágu séu uppfyllt. Samkeppniseftirlitið hafi því veitt Deloitte og EY heimild til þess að framkvæma samrunann meðan fjallað er um hann, með skilyrðum. Nánari upplýsingar um samrunamálið og málsmeðferðina verði hægt að nálgast síðar í stjórnvaldsákvörðun þegar hún liggur fyrir. Samkeppniseftirlitið muni kappkosta við að rannsaka og afgreiða nýja samrunatilkynningu eins hratt og kostur er.
Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira