Atlético á toppinn en allt jafnt á toppi H-riðils Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2023 22:40 Griezmann og félagar skemmtu sér konunglega í kvöld. EPA-EFE/KIKO HUESCA Atlético Madríd er mætt á topp E-riðils eftir einstaklega þægilegan 6-0 sigur á Celtic í Meistaradeild Evrópu. Þá eru Porto og Barcelona jöfn að stigum á toppi H-riðils. Það var snemma ljóst að Celtic væru í hlutverki músarinnar í Madríd. Antoine Griezmann kom Atlético yfir strax á 6. mínútu. Um miðbik fyrri hálfleiks fékk hinn japanski Daizen Maeda beint rautt spjald í liði Celtic og ljóst að gestirnir væru að fara stigalausir heim. Undir lok fyrri hálfleiks tvöfaldaði Álvaro Morata forystu heimaliðsins og staðan 2-0 í hálfleik. Það var svo Griezmann sem kom Atrlético þremur mörkum yfir þegar klukkustund var liðin af leiknum. Áfram hélt niðurlæging Celtic sex mínútum síðar þegar varamaðurinn Samuel Lino þrumaði boltanum í netið úr þröngu færi, staðan orðin 4-0. Morata og Saúl Ñíguez juku þjáningar gestanna enn frekar en þegar loks var flautað til leiksloka var staðan 6-0 Atlético Madríd í vil. Atleti on fire #UCL pic.twitter.com/RNbs7LJPIY— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 7, 2023 Í Róm var Feyenoord í heimsókn hjá Lazio. Þar stefndi í markalausan fyrri hálfleik eða allt þangað til Ciro Immobile braut ísinn í uppbótartíma eftir undirbúning Felipe Anderson. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum með 1-0 sigri Lazio. Atl. Madríd trónir á toppi E-riðils með 8 stig, Lazio með 7 stig, Feyenoord með 6 stig og Celtic rekur lestina með aðeins eitt stig. Immobile's goal secures the points for Lazio #UCL pic.twitter.com/kGd9zJN5uJ— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 7, 2023 Í Portúgal gat Porto jafnað Barcelona að stigum á toppi H-riðils með sigri á Antwerp frá Belgíu þar sem Börsungar töpuðu óvart gegn Shakhtar Donetsk. Porto var mun sterkari aðilinn og vann á endanum öruggan 2-0 sigur. Evanilson skoraði fyrra mark leiksins úr vítaspyrnu eftir rúman hálftíma. Það virtist ætla að vera eina mark leiksins en hinn fertugi Pepe skreytti kökuna með öðru marki Porto í uppbótartíma. Varð hann um leið elsti leikmaðurinn til að skora í Meistaradeildinni. Lokatölur 2-0 og Porto komið í harða baráttu við Barcelona um toppsæti riðilsins. Shakhtar er með sex stig og lætur sig dreyma um að komast í 16-liða úrslit á meðan Antwerp er án stiga. At 40 years old, Pepe becomes the oldest player to score in the Champions League pic.twitter.com/qmdqm63Y5K— B/R Football (@brfootball) November 7, 2023 Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Shakhtar lagði Barcelona í Hamborg Shakhtar Donetsk vann gríðarlega óvæntan 1-0 sigur í Barcelona þegar liðin mættust í Hamborg í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 7. nóvember 2023 19:59 Dortmund með mikilvægan sigur á Newcastle Borussia Dortmund vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Newcastle United í F-riðli Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Síðar í kvöld mætast AC Milan og París Saint-Germain. 7. nóvember 2023 19:45 Fyrsti sigur Milan hleypir drauðariðlinum í uppnám AC Milan tók á móti París Saint-Germain í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Riðillinn hefur verið kallaður dauðariðillinn og eftir 2-1 sigur AC Milan má segja að hann standi undir nafni. 7. nóvember 2023 22:20 Man City og RB Leipzig bæði komin áfram Evrópumeistarar Manchester City eru komnir áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það er RB Leipzig einnig en liðin eru á toppi G-riðils. Man City lagði Young Boys frá Sviss 3-0 á meðan Leipzig vann 2-1 útisigur á Rauðu stjörnunni í Serbíu. 7. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Það var snemma ljóst að Celtic væru í hlutverki músarinnar í Madríd. Antoine Griezmann kom Atlético yfir strax á 6. mínútu. Um miðbik fyrri hálfleiks fékk hinn japanski Daizen Maeda beint rautt spjald í liði Celtic og ljóst að gestirnir væru að fara stigalausir heim. Undir lok fyrri hálfleiks tvöfaldaði Álvaro Morata forystu heimaliðsins og staðan 2-0 í hálfleik. Það var svo Griezmann sem kom Atrlético þremur mörkum yfir þegar klukkustund var liðin af leiknum. Áfram hélt niðurlæging Celtic sex mínútum síðar þegar varamaðurinn Samuel Lino þrumaði boltanum í netið úr þröngu færi, staðan orðin 4-0. Morata og Saúl Ñíguez juku þjáningar gestanna enn frekar en þegar loks var flautað til leiksloka var staðan 6-0 Atlético Madríd í vil. Atleti on fire #UCL pic.twitter.com/RNbs7LJPIY— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 7, 2023 Í Róm var Feyenoord í heimsókn hjá Lazio. Þar stefndi í markalausan fyrri hálfleik eða allt þangað til Ciro Immobile braut ísinn í uppbótartíma eftir undirbúning Felipe Anderson. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum með 1-0 sigri Lazio. Atl. Madríd trónir á toppi E-riðils með 8 stig, Lazio með 7 stig, Feyenoord með 6 stig og Celtic rekur lestina með aðeins eitt stig. Immobile's goal secures the points for Lazio #UCL pic.twitter.com/kGd9zJN5uJ— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 7, 2023 Í Portúgal gat Porto jafnað Barcelona að stigum á toppi H-riðils með sigri á Antwerp frá Belgíu þar sem Börsungar töpuðu óvart gegn Shakhtar Donetsk. Porto var mun sterkari aðilinn og vann á endanum öruggan 2-0 sigur. Evanilson skoraði fyrra mark leiksins úr vítaspyrnu eftir rúman hálftíma. Það virtist ætla að vera eina mark leiksins en hinn fertugi Pepe skreytti kökuna með öðru marki Porto í uppbótartíma. Varð hann um leið elsti leikmaðurinn til að skora í Meistaradeildinni. Lokatölur 2-0 og Porto komið í harða baráttu við Barcelona um toppsæti riðilsins. Shakhtar er með sex stig og lætur sig dreyma um að komast í 16-liða úrslit á meðan Antwerp er án stiga. At 40 years old, Pepe becomes the oldest player to score in the Champions League pic.twitter.com/qmdqm63Y5K— B/R Football (@brfootball) November 7, 2023
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Shakhtar lagði Barcelona í Hamborg Shakhtar Donetsk vann gríðarlega óvæntan 1-0 sigur í Barcelona þegar liðin mættust í Hamborg í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 7. nóvember 2023 19:59 Dortmund með mikilvægan sigur á Newcastle Borussia Dortmund vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Newcastle United í F-riðli Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Síðar í kvöld mætast AC Milan og París Saint-Germain. 7. nóvember 2023 19:45 Fyrsti sigur Milan hleypir drauðariðlinum í uppnám AC Milan tók á móti París Saint-Germain í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Riðillinn hefur verið kallaður dauðariðillinn og eftir 2-1 sigur AC Milan má segja að hann standi undir nafni. 7. nóvember 2023 22:20 Man City og RB Leipzig bæði komin áfram Evrópumeistarar Manchester City eru komnir áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það er RB Leipzig einnig en liðin eru á toppi G-riðils. Man City lagði Young Boys frá Sviss 3-0 á meðan Leipzig vann 2-1 útisigur á Rauðu stjörnunni í Serbíu. 7. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Shakhtar lagði Barcelona í Hamborg Shakhtar Donetsk vann gríðarlega óvæntan 1-0 sigur í Barcelona þegar liðin mættust í Hamborg í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 7. nóvember 2023 19:59
Dortmund með mikilvægan sigur á Newcastle Borussia Dortmund vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Newcastle United í F-riðli Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Síðar í kvöld mætast AC Milan og París Saint-Germain. 7. nóvember 2023 19:45
Fyrsti sigur Milan hleypir drauðariðlinum í uppnám AC Milan tók á móti París Saint-Germain í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Riðillinn hefur verið kallaður dauðariðillinn og eftir 2-1 sigur AC Milan má segja að hann standi undir nafni. 7. nóvember 2023 22:20
Man City og RB Leipzig bæði komin áfram Evrópumeistarar Manchester City eru komnir áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það er RB Leipzig einnig en liðin eru á toppi G-riðils. Man City lagði Young Boys frá Sviss 3-0 á meðan Leipzig vann 2-1 útisigur á Rauðu stjörnunni í Serbíu. 7. nóvember 2023 22:00
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti