Lífið

Perry lagður til hinstu hvílu við hlið annarra stór­stjarna

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Matthew Perry lést aðeins 54 ára að aldri.
Matthew Perry lést aðeins 54 ára að aldri. Getty

Leikarinn Matthew Perry var lagður til hinstu hvílu í Forest Lawn kirkjugarðinum í Hollywood Hills í lok síðustu viku og er jarðaður við hlið annarra stórstjarna í grafreitnum Sanctuary of Treasured Love, en svæðið er afgirt og vaktað.

Samkvæmt miðlinum TMZ hefur fjölskylda Perry ekki verið tilbúin að deila staðsetningu grafreitar hans svo aðdáendur myndu ekki flykkjast að. Blómaskreytingar voru til að mynda fjarlægðar skömmu eftir útför og nafn hans hefur enn ekki verið grafið á legsteininn líkt og venjan er.

Carrie Fisher, Debbie Reynolds, Michael Clarke Duncan og Ronnie James Dio, auk fjölda annarra Hollywood-stjarna eru jarðaðar á svæðinu.

Guardian greinir frá því að Perry hafi verið jarðsunginn í kyrrþey og að um tuttugu manns hafi mætt í jarðarförina. Þar á meðal vinir hans úr gamanþáttaröðinni Friends.

Perry fannst meðvitundarlaus í heitum potti á heimili sínu í Los Angeles 28. október síðastliðinn en samkvæmt heimildum LA Times er ekki talið að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti. Þá fundust engin fíkniefni á vettvangi en hann hafði í gegnum árin glímt við fíknivanda og tjáð sig opinskátt um baráttuna við áfengi og verkjalyf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×