Eva er menntaður verkfræðingur og starfar sem fjármálastjóri fiskiðnaðar hjá Marel. Samhliða því er hún mikill listakokkur og deilir gjarnan girnilegum uppskriftum sem henta öllum aldri og eru oft einfaldar í framkvæmd.
Að þessu sinni deilir Eva uppskrift af morgnuverð sem má að sjálfsögðu njóta hvaða tíma dags sem er og er í algjöru uppáhaldi hjá öllum fjölskyldumeðlimum heimilisins.
Hráefnin sem til þarf eru ekki mörg því auðvelt að leggja uppskriftina á minnið ef til þess kemur.
Ofur einföldu bananapönnukökurnar
2 þroskaðir bananar
2 bollar fínt haframjöl
4 egg
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
dass af sírópi
Blandan sett í hrærivél og steikt upp úr smjöri eða olíu á meðal háum hita. Toppað með eplum, smjörsúkkulaði eða öðru meðlæti eftir smekk.