Menning

MAST for­vitnast um bóka­kynningu og hrúta: Betra að vera viss

Jakob Bjarnar skrifar
Daníel Hansen, annar höfunda bókarinnar, með Bárði forystuhrúti (til hægri).
Daníel Hansen, annar höfunda bókarinnar, með Bárði forystuhrúti (til hægri). aðsend

Pétur Már Ólafsson útgefandi varð forviða þegar Pennanum Eymundsson barst sérstök fyrirspurn frá MAST varðandi bókakynningu.

Dýraeftirlitsmaður Matvælastofnunar hafði samband við Pennann Eymundsson í vikunni til að kanna hvort það myndu nokkuð kindur mæta í útgáfufagnað í Smáralind nú um helgina.

„Mér barst ábending um viðburð á Facebook um bókina Forystufé eftir Guðjón Ragnar Jónasson og Daníel Hansen. Sumir hafa skilið viðburðinn eins og það verði sauðfé á staðnum. Ég skil þetta eins og það sé einungis verið að kynna bókina en það er betra að vera viss. Verður nokkuð sauðfé í Smáralind næstkomandi laugardag?“

Svo segir í fyrirspurn frá Símoni Má dýraeftirlitsmanni hjá MAST til Pennans.

„Ég veit ekki hvort starfsfólki Pennans gafst kostur á að svara þessum áhyggjufulla embættismanni áður en tölvuþrjótar gerðu árás á fyrirtækið en skilningur hans réttur – það verður ekki forystufé, aðeins fólk í Smáralind á laugardaginn,“ segir Pétur Már útgefandi bókarinnar í samtali við Vísi. Og ljóst að honum þykir þetta skondið erindi og er ánægður með hversu vökult auga MAST hefur á atburðum á borð við þennan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×