Laufey gerir tónlist með átrúnaðargoðinu: „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn“ Jón Þór Stefánsson skrifar 9. nóvember 2023 18:10 „Að sjá kóver-myndina og nafnið mitt við hliðina á hennar. Mér líður eins og þetta séu mistök.“ segir Laufey um samstarf sitt og Noruh Jones Aðsend/Eli Ritter „Ég er í rútu. Ég bý tæknilega séð í rútu þessa stundina, svona „tour bus“ eins og þeir kalla það,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar blaðamaður náði af henni tali í dag. „Rútan er stödd einhvers staðar í Texas. Ég er að spila í Houston í kvöld og ég var að vakna og það eru tveir klukkutímar í áfangastað,“ útskýrir hún. Síðastliðinn mánuð hefur hún túrað um Ameríku á rútunni. Hún byrjaði í San Fransisco, ferðaðist víða um Bandaríkin og lokar hringnum eftir nokkra daga í Los Angeles, í sama fylki og ferðin byrjaði. Á túrnum hefur Laufey komið fram á hátt í þrjátíu tónleikum. Og líkt og áður segir spilar hún í Houston í kvöld. Annað kvöld verður það Austin, og kvöldið þar á eftir Dallas. Síðan fær hún eins dags frí. Það er ekki við öðru að búast, enda seldist upp á tónleikanna á nokkrum mínútum. „Þetta er mjög skemmtilegt. Ég elska að spila á tónleikum. Það er svo gaman að sjá aðdáendurna syngja með. Ég gaf út nýja plötu fyrir tveimur mánuðum og þetta er í fyrsta skipti sem ég er að spila þessi lög, frá Bewitched-plötunni, og það eru margir búnir að læra nýju lögin og syngja með og það er gaman að sjá það,“ segir Laufey. Aðspurð um hvort allir þessir tónleikar þreyti ekki raddböndin svarar hún neitandi. „Nei nei, ég er orðin vön þessu.“ Nýstirnið með stjörnur í augunum Á miðnætti í kvöld koma út tvö jólalög með Laufeyju þar sem hún syngur með stórstjörnunni Noruh Jones. Annars vegar er um að ræða ábreiðu á Have Yourself A Merry Little Christmas og hins vegar lag sem Laufey og Norah sömdu saman Better Than Snow. „Að vinna með Noruh var bara ótrúlegt. Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn. Mamma spilaði hana alltaf í bílnum. Þetta er eins og að vinna með einhverju goði,“ segir Laufey. „Ég trúi því ekki að hún sé til enn þá,“ bætir hún við og hlær. „Að sjá kóver-myndina og nafnið mitt við hliðina á hennar. Mér líður eins og þetta séu mistök.“ Þá útskýrir Laufey að þegar hún hafi verið að byrja í tónlistarbransanum hafi margir umboðsmenn og forsvarsmenn útgáfufyrirtækja spurt hana hver hún vildi vera. Laufey talaði um að hún vildi vera í tengslum við djassið, en ekki föst við það, þannig að tónlistin gæti höfðað til sem flestra og þá sérstaklega til síns eigin aldurshóps. Þegar hún hafi verið spurð hverjum hún vildi helst líkjast hafi henni helst dottið Norah Jones í hug. „Það var svo erfitt fyrir mig að finna söngvara sem ég vildi líkjast, og í raun er enn frekar erfitt að svara því, en sú sem kemur næst því er Norah Jones.“ „Hún var ekki bara inni í einhverjum djassheimi. Hún var líka í poppheiminum.“ Þurftu bara eina tilraun tvisvar Norah og Laufey hittust fyrst á djasshátíð í Genf í sumar. Þar ræddu þær lítillega saman að sögn Laufeyjar, en mánuði síðar voru þær komnar í stúdíóið saman. „Ég spilaði á selló og hún spilaði á píanó. Þetta var mjög sætt. Við tókum þetta bara einu sinni og þá var upptakan tilbúin,“ segir hún um upptökuna á Have Yourself A Merry Little Christmas. Norah Jones og Laufey tóku upp tvö lög saman. Í bæði skiptin þurfti bara eina töku.Aðsend/Eli Ritter Vegna þess hversu auðunnið það var segir Laufey að hún og Norah hafi fundist þær eiga að gera eitthvað meira. „Þetta gerðist svo hratt þannig við sátum þarna og spurðum: Hvað nú?“ Þá hafi Norah gefið upp að hún ætti hálfkláraðan jólalagatexta til, og spurt Laufeyju hvort þær vildu semja saman. „Já. Guð minn góður,“ segist Laufey hafa svarað. „Hún spilaði nokkrar línur og ég hugsaði með mér að þetta væri geggjað.“ Lagasmíðarnar á Better Than Snow hafi tekið um það bil klukkutíma. Og upptakan á því einungis þurft á einni tilraun að halda, líkt og á fyrra laginu. Þarf ekki á fjölmiðlaþjálfun að halda Jafnvel þó ameríkutúr Laufeyjar klárist eftir nokkra daga þá er þrátt fyrir það nóg að gera fram undan. Hún fer til Evrópu í svokallaðan prómó-túr þar sem hún mun fara í viðtöl og í sjónvarp. Aðspurð um hvort að upprennandi stjarna eins og hún sjálf þurfi að fara í sérstaka fjölmiðlaþjálfun áður en hún fer í prómó-túrinn svarar Laufey neitandi. „Ég hef ekkert þurft að fara í neina þjálfun. Ég er mjög heppin að því leiti,“ segir hún og bætir við að hún vonist til að þurfa ekki að gera slíkt. „Ef ég verð sett í þannig þá er það örugglega vegna þess að eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá mér,“ segir Laufey og hlær. Níræðisafmæli ömmu það mikilvægasta Þar á eftir fær Laufey loksins að fara heim til Íslands, og hún segist hlakka til þess, en þar verður hún um jólin. Í Íslandsförinni segir hún mestu máli skipta níutíu ára afmæli ömmu sinnar í desember. „Ég verð að syngja þar. Það er það mikilvægasta sem er fram undan,“ fullyrðir Laufey. „Ég er komin með svo mikla heimþrá. Mamma og pabbi og öll fjölskyldan mín er á Íslandi. Ég er ekki búinn að koma heim í marga mánuði,“ segir hún. „Það er komin tími til að koma heim. Mig langar bara í íslensk jól og íslenskan mat, og fara í sund.“ Aðspurð um hvort hún sé mikið jólabarn svarar Laufey játandi. Að minnsta kosti sé hún í miklu „jólapartýi“ þessa dagana. Hún gaf út þrjú jólalög síðustu helgi, og líkt og áður segir eru önnur tvö á leiðinni á morgun. Laufey segir heimþrána til Íslands birtast í þessum lögum sérstaklega í Christmas Dreaming, sem kom út síðasta föstudag. Tónlist Bandaríkin Menning Íslendingar erlendis Laufey Lín Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Rútan er stödd einhvers staðar í Texas. Ég er að spila í Houston í kvöld og ég var að vakna og það eru tveir klukkutímar í áfangastað,“ útskýrir hún. Síðastliðinn mánuð hefur hún túrað um Ameríku á rútunni. Hún byrjaði í San Fransisco, ferðaðist víða um Bandaríkin og lokar hringnum eftir nokkra daga í Los Angeles, í sama fylki og ferðin byrjaði. Á túrnum hefur Laufey komið fram á hátt í þrjátíu tónleikum. Og líkt og áður segir spilar hún í Houston í kvöld. Annað kvöld verður það Austin, og kvöldið þar á eftir Dallas. Síðan fær hún eins dags frí. Það er ekki við öðru að búast, enda seldist upp á tónleikanna á nokkrum mínútum. „Þetta er mjög skemmtilegt. Ég elska að spila á tónleikum. Það er svo gaman að sjá aðdáendurna syngja með. Ég gaf út nýja plötu fyrir tveimur mánuðum og þetta er í fyrsta skipti sem ég er að spila þessi lög, frá Bewitched-plötunni, og það eru margir búnir að læra nýju lögin og syngja með og það er gaman að sjá það,“ segir Laufey. Aðspurð um hvort allir þessir tónleikar þreyti ekki raddböndin svarar hún neitandi. „Nei nei, ég er orðin vön þessu.“ Nýstirnið með stjörnur í augunum Á miðnætti í kvöld koma út tvö jólalög með Laufeyju þar sem hún syngur með stórstjörnunni Noruh Jones. Annars vegar er um að ræða ábreiðu á Have Yourself A Merry Little Christmas og hins vegar lag sem Laufey og Norah sömdu saman Better Than Snow. „Að vinna með Noruh var bara ótrúlegt. Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn. Mamma spilaði hana alltaf í bílnum. Þetta er eins og að vinna með einhverju goði,“ segir Laufey. „Ég trúi því ekki að hún sé til enn þá,“ bætir hún við og hlær. „Að sjá kóver-myndina og nafnið mitt við hliðina á hennar. Mér líður eins og þetta séu mistök.“ Þá útskýrir Laufey að þegar hún hafi verið að byrja í tónlistarbransanum hafi margir umboðsmenn og forsvarsmenn útgáfufyrirtækja spurt hana hver hún vildi vera. Laufey talaði um að hún vildi vera í tengslum við djassið, en ekki föst við það, þannig að tónlistin gæti höfðað til sem flestra og þá sérstaklega til síns eigin aldurshóps. Þegar hún hafi verið spurð hverjum hún vildi helst líkjast hafi henni helst dottið Norah Jones í hug. „Það var svo erfitt fyrir mig að finna söngvara sem ég vildi líkjast, og í raun er enn frekar erfitt að svara því, en sú sem kemur næst því er Norah Jones.“ „Hún var ekki bara inni í einhverjum djassheimi. Hún var líka í poppheiminum.“ Þurftu bara eina tilraun tvisvar Norah og Laufey hittust fyrst á djasshátíð í Genf í sumar. Þar ræddu þær lítillega saman að sögn Laufeyjar, en mánuði síðar voru þær komnar í stúdíóið saman. „Ég spilaði á selló og hún spilaði á píanó. Þetta var mjög sætt. Við tókum þetta bara einu sinni og þá var upptakan tilbúin,“ segir hún um upptökuna á Have Yourself A Merry Little Christmas. Norah Jones og Laufey tóku upp tvö lög saman. Í bæði skiptin þurfti bara eina töku.Aðsend/Eli Ritter Vegna þess hversu auðunnið það var segir Laufey að hún og Norah hafi fundist þær eiga að gera eitthvað meira. „Þetta gerðist svo hratt þannig við sátum þarna og spurðum: Hvað nú?“ Þá hafi Norah gefið upp að hún ætti hálfkláraðan jólalagatexta til, og spurt Laufeyju hvort þær vildu semja saman. „Já. Guð minn góður,“ segist Laufey hafa svarað. „Hún spilaði nokkrar línur og ég hugsaði með mér að þetta væri geggjað.“ Lagasmíðarnar á Better Than Snow hafi tekið um það bil klukkutíma. Og upptakan á því einungis þurft á einni tilraun að halda, líkt og á fyrra laginu. Þarf ekki á fjölmiðlaþjálfun að halda Jafnvel þó ameríkutúr Laufeyjar klárist eftir nokkra daga þá er þrátt fyrir það nóg að gera fram undan. Hún fer til Evrópu í svokallaðan prómó-túr þar sem hún mun fara í viðtöl og í sjónvarp. Aðspurð um hvort að upprennandi stjarna eins og hún sjálf þurfi að fara í sérstaka fjölmiðlaþjálfun áður en hún fer í prómó-túrinn svarar Laufey neitandi. „Ég hef ekkert þurft að fara í neina þjálfun. Ég er mjög heppin að því leiti,“ segir hún og bætir við að hún vonist til að þurfa ekki að gera slíkt. „Ef ég verð sett í þannig þá er það örugglega vegna þess að eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá mér,“ segir Laufey og hlær. Níræðisafmæli ömmu það mikilvægasta Þar á eftir fær Laufey loksins að fara heim til Íslands, og hún segist hlakka til þess, en þar verður hún um jólin. Í Íslandsförinni segir hún mestu máli skipta níutíu ára afmæli ömmu sinnar í desember. „Ég verð að syngja þar. Það er það mikilvægasta sem er fram undan,“ fullyrðir Laufey. „Ég er komin með svo mikla heimþrá. Mamma og pabbi og öll fjölskyldan mín er á Íslandi. Ég er ekki búinn að koma heim í marga mánuði,“ segir hún. „Það er komin tími til að koma heim. Mig langar bara í íslensk jól og íslenskan mat, og fara í sund.“ Aðspurð um hvort hún sé mikið jólabarn svarar Laufey játandi. Að minnsta kosti sé hún í miklu „jólapartýi“ þessa dagana. Hún gaf út þrjú jólalög síðustu helgi, og líkt og áður segir eru önnur tvö á leiðinni á morgun. Laufey segir heimþrána til Íslands birtast í þessum lögum sérstaklega í Christmas Dreaming, sem kom út síðasta föstudag.
Tónlist Bandaríkin Menning Íslendingar erlendis Laufey Lín Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira