Fyrirtæki De Niro gert að greiða aðstoðarmanni hans 170 milljónir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 23:59 De Niro fyrir utan dómssal í gær. AP Canal Productions, fyrirtæki Roberts De Niro, var í dag dæmt til að greiða fyrrverandi aðstoðarkonu hans 170 milljónir króna í skaðabætur fyrir illa meðferð og kynjamismunun. Graham Chase Robinson, sem starfaði sem aðstoðarkona De Niro frá 2008 til 2019, hefur sakað hann um illa meðferð en þrátt fyrir að hafa verið titluð varaforseti framleiðslu og fjármála hjá framleiðslufyrirtæki De Niro, Canal Productions, og verið með rúmar 40 milljónir í árslaun sinnti hún ýmsum hversdagslegum störfum fyrir leikarann. Samkvæmt gögnum málsins sá Robinson meðal annars um að skreyta jólatré De Niro. Þá var hún um tíma skráð sem sá aðili sem hafa átti samband við í neyðartilfellum og var sú sem leikarinn hringdi í þegar hann datt niður stiga og þurfti að fara á spítala. Robinson höfðaði mál gegn De Niro og konunni hans árið 2019, þegar hún hætti störfum hjá fyrirtækinu. Í vitnisburði sagði Robinson De Niro og Tiffany Chen, eiginkonu hans, hafa breytt starfinu hennar sem hún dýrkaði í martröð. Dómari sagði De Niro ekki persónulega ábyrgan fyrir slæmu meðferðinni og kynjamismununinni, en dæmdi fyrirtæki hans, Canal Productions, til þess að greiða Robinson alls 1,2 milljónir Bandaríkjadali í skaðabætur, sem nemur um 170 milljónum króna. Fyrirtækið þyrfti að greiða henni 632 þúsund dali í tvígang. Leikarinn mætti ekki í dómsal þegar dómurinn var kveðinn upp í dag. Lögmaður De Niro sagði lögfræðingateymi hans ætla að beita sér fyrir því að upphæðin sem Canal Productions greiði Robinson verði lækkuð. De Niro lét illum látum í réttarsal á dögunum þegar hann bar vitni í málinu. Hann hrópaði til að mynda „þetta er algjör vitleysa!“ og hækkaði tvisvar sinnum róminn þegar hann tók til varnar fyrir sig og kærustu sína. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Graham Chase Robinson, sem starfaði sem aðstoðarkona De Niro frá 2008 til 2019, hefur sakað hann um illa meðferð en þrátt fyrir að hafa verið titluð varaforseti framleiðslu og fjármála hjá framleiðslufyrirtæki De Niro, Canal Productions, og verið með rúmar 40 milljónir í árslaun sinnti hún ýmsum hversdagslegum störfum fyrir leikarann. Samkvæmt gögnum málsins sá Robinson meðal annars um að skreyta jólatré De Niro. Þá var hún um tíma skráð sem sá aðili sem hafa átti samband við í neyðartilfellum og var sú sem leikarinn hringdi í þegar hann datt niður stiga og þurfti að fara á spítala. Robinson höfðaði mál gegn De Niro og konunni hans árið 2019, þegar hún hætti störfum hjá fyrirtækinu. Í vitnisburði sagði Robinson De Niro og Tiffany Chen, eiginkonu hans, hafa breytt starfinu hennar sem hún dýrkaði í martröð. Dómari sagði De Niro ekki persónulega ábyrgan fyrir slæmu meðferðinni og kynjamismununinni, en dæmdi fyrirtæki hans, Canal Productions, til þess að greiða Robinson alls 1,2 milljónir Bandaríkjadali í skaðabætur, sem nemur um 170 milljónum króna. Fyrirtækið þyrfti að greiða henni 632 þúsund dali í tvígang. Leikarinn mætti ekki í dómsal þegar dómurinn var kveðinn upp í dag. Lögmaður De Niro sagði lögfræðingateymi hans ætla að beita sér fyrir því að upphæðin sem Canal Productions greiði Robinson verði lækkuð. De Niro lét illum látum í réttarsal á dögunum þegar hann bar vitni í málinu. Hann hrópaði til að mynda „þetta er algjör vitleysa!“ og hækkaði tvisvar sinnum róminn þegar hann tók til varnar fyrir sig og kærustu sína.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira