Grunar að netverslun útskýri færri ferðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 13:39 Íbúar í Reykjavík fara færri ferðir á dag en fyrir tuttugu árum. Vísir/Vilhelm Íbúar í Reykjavík fara færri ferðir á dag en fyrir tuttugu árum síðan. Í febrúar 2002 fóru íbúar að meðaltali 4,1 ferð á dag en í nóvember í fyrra fóru íbúar að meðaltali 3,3 ferðir daglega. Gallup grunar að netverslun útskýri þessa fækkun ferða. Fækkun ferða hefur verið mikil síðastliðin tíu ár. Árið 2011 voru daglegar ferðir íbúa að meðaltali 4,2. Það sama var uppi á teningnum árið 2014 og 2017 fóru íbúar um 4,1 ferð á dag. Árið 2019 fóru íbúar að meðaltali 3,9 ferðir á dag og í nóvember í fyra voru ferðirnar orðnar 3,3. Þetta kom fram í kynningu Ólafs Veigars Hrafnssonar, sviðsstjóra markaðsrannsókna Gallup á fundinum Léttum á umferðinni, sem fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. „Þetta kom okkur svolítið á óvart því þetta er ekki beint upplifunin í umferðinni. Manni finnst eins og umferðin sé að þyngjast. Við veltum þessu mikið fyrir okkur og meðal annars skoðuðum við hvort að þeir sem vinna heima og eru í heimanámi ferðist minna. Það er ekki svo,“ sagði Ólafur í kynningunni. „Þeir sem vinna heima og læra heima eru með sama meðaltal í ferðum og þeir sem vinna úti. Eitt af því sem mér þykir kannski líklegt að skýri þetta er þessi aukna netverslun.“ Ólafur bætir við að um 36 prósent landsmanna versli á netinu og þannig geti þessi fækkun ferða skýrst. „Þú verslar á netinu, bankinn þinn er á netinu, svo mikil þjónusta er á netinu. Þar af leiðandi ertu ekki að ferðast til að sækja þessa þjónustu.“ Fleiri ganga og ferðast á rafhlaupahjóli Eins benti Ólafur á að bílaumferð hafi minnkað um 2 prósent milli kannanna, annars vegar árið 2019 og 2022. Árið 2019 sögðust 57 prósent svarenda ferðast um á bíl, sem bílstjóri, en í fyrra voru það 55 prósent. Ólafur segist ekki telja þetta einhvers konar vikmörk heldur þróun sem sé í raun og veru að gerast. „Við sjáum líka að þeir sem fara fótgangandi, þeim fjölgar. Farþegum í einkabíl, þeim hefur fækkað jafnt og þétt á tuttugu árum. Þeir voru 17 prósent fyrir tuttugu árum og eru nú um 12 prósent,“ sagði Ólafur. Færri nota bíl sem sinn aðalferðamáta en fyrir tuttugu árum. Rafhlaupahjólið hefur hafið innreið sína. Gallup „Það sem kom mér á óvart í þessu er hvers vegna reiðhjólið er ekki stærra. Hlutdeild reiðhjólsins í ferðamátum er 6 prósent miðað við þessa könnun frá 2022. Maður hefði haldið að það væri meira. Það er búið að byggja upp mjög góða aðstöðu á mörgum vinnustöðum til dæmis,“ segir Ólafur. „Það sem kannski skýrir þetta er að fólk er í raun og veru ekki að nota reiðhjól sem aðal ferðamáta. Það hjólar í vinnuna og heim en notar bílinn í eitthvað annað.“ Um sex prósent svarenda nota strætisvagn sem sinn aðalferðamáta og stendur það hlutfall í stað. Það merkilegasta úr könnuninni sé innreið rafhlaupahjólsins, en um 2 prósent nota það sem sinn aðalferðamáta. Samgöngur Reykjavík Skipulag Verslun Tengdar fréttir Venjuleg gella deilir lyklinum að hamingjunni Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist rafhjól. Nú þýtur hún upp brekkur, kennir bílstjórum að umgangast hjólastíga og segir ekkert kappsmál fyrir henni að vera bíllaus. Hjólið veiti einfaldlega hamingju. Rafhjólin gætu orðið bylting millistéttarinnar. 10. nóvember 2023 12:41 Bein útsending: Léttum á umferðinni 2023 Opinn fundur borgarstjóra í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag klukkan 9-11:30. 10. nóvember 2023 08:16 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Fækkun ferða hefur verið mikil síðastliðin tíu ár. Árið 2011 voru daglegar ferðir íbúa að meðaltali 4,2. Það sama var uppi á teningnum árið 2014 og 2017 fóru íbúar um 4,1 ferð á dag. Árið 2019 fóru íbúar að meðaltali 3,9 ferðir á dag og í nóvember í fyra voru ferðirnar orðnar 3,3. Þetta kom fram í kynningu Ólafs Veigars Hrafnssonar, sviðsstjóra markaðsrannsókna Gallup á fundinum Léttum á umferðinni, sem fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. „Þetta kom okkur svolítið á óvart því þetta er ekki beint upplifunin í umferðinni. Manni finnst eins og umferðin sé að þyngjast. Við veltum þessu mikið fyrir okkur og meðal annars skoðuðum við hvort að þeir sem vinna heima og eru í heimanámi ferðist minna. Það er ekki svo,“ sagði Ólafur í kynningunni. „Þeir sem vinna heima og læra heima eru með sama meðaltal í ferðum og þeir sem vinna úti. Eitt af því sem mér þykir kannski líklegt að skýri þetta er þessi aukna netverslun.“ Ólafur bætir við að um 36 prósent landsmanna versli á netinu og þannig geti þessi fækkun ferða skýrst. „Þú verslar á netinu, bankinn þinn er á netinu, svo mikil þjónusta er á netinu. Þar af leiðandi ertu ekki að ferðast til að sækja þessa þjónustu.“ Fleiri ganga og ferðast á rafhlaupahjóli Eins benti Ólafur á að bílaumferð hafi minnkað um 2 prósent milli kannanna, annars vegar árið 2019 og 2022. Árið 2019 sögðust 57 prósent svarenda ferðast um á bíl, sem bílstjóri, en í fyrra voru það 55 prósent. Ólafur segist ekki telja þetta einhvers konar vikmörk heldur þróun sem sé í raun og veru að gerast. „Við sjáum líka að þeir sem fara fótgangandi, þeim fjölgar. Farþegum í einkabíl, þeim hefur fækkað jafnt og þétt á tuttugu árum. Þeir voru 17 prósent fyrir tuttugu árum og eru nú um 12 prósent,“ sagði Ólafur. Færri nota bíl sem sinn aðalferðamáta en fyrir tuttugu árum. Rafhlaupahjólið hefur hafið innreið sína. Gallup „Það sem kom mér á óvart í þessu er hvers vegna reiðhjólið er ekki stærra. Hlutdeild reiðhjólsins í ferðamátum er 6 prósent miðað við þessa könnun frá 2022. Maður hefði haldið að það væri meira. Það er búið að byggja upp mjög góða aðstöðu á mörgum vinnustöðum til dæmis,“ segir Ólafur. „Það sem kannski skýrir þetta er að fólk er í raun og veru ekki að nota reiðhjól sem aðal ferðamáta. Það hjólar í vinnuna og heim en notar bílinn í eitthvað annað.“ Um sex prósent svarenda nota strætisvagn sem sinn aðalferðamáta og stendur það hlutfall í stað. Það merkilegasta úr könnuninni sé innreið rafhlaupahjólsins, en um 2 prósent nota það sem sinn aðalferðamáta.
Samgöngur Reykjavík Skipulag Verslun Tengdar fréttir Venjuleg gella deilir lyklinum að hamingjunni Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist rafhjól. Nú þýtur hún upp brekkur, kennir bílstjórum að umgangast hjólastíga og segir ekkert kappsmál fyrir henni að vera bíllaus. Hjólið veiti einfaldlega hamingju. Rafhjólin gætu orðið bylting millistéttarinnar. 10. nóvember 2023 12:41 Bein útsending: Léttum á umferðinni 2023 Opinn fundur borgarstjóra í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag klukkan 9-11:30. 10. nóvember 2023 08:16 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Venjuleg gella deilir lyklinum að hamingjunni Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist rafhjól. Nú þýtur hún upp brekkur, kennir bílstjórum að umgangast hjólastíga og segir ekkert kappsmál fyrir henni að vera bíllaus. Hjólið veiti einfaldlega hamingju. Rafhjólin gætu orðið bylting millistéttarinnar. 10. nóvember 2023 12:41
Bein útsending: Léttum á umferðinni 2023 Opinn fundur borgarstjóra í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag klukkan 9-11:30. 10. nóvember 2023 08:16
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent