Standandi lófaklapp eftir stuðningsræðu um Ofurdeildina Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. nóvember 2023 13:01 Florentino Perez Real Madrid Florentino Perez, forseti spænska félagsins Real Madrid, hefur ekki gefist upp á áformum sínum um stofnun Ofurdeildarinnar. Hann hlaut standandi lófaklapp eftir ræðu á ársþingi Real Madrid þar sem hann gagnrýndi UEFA og spænska knattspyrnusambandið. Tilkynnt var um stofnun og endalok Ofurdeildarinnar í dramatískri þriggja daga atburðarás í apríl 2021. Tólf félög komu sér saman um stofnun deildarinnar, keppni þar sem þeim yrði tryggð þátttaka á grundvelli fjárhagsstöðu sinnar. Mikil og hávær gagnrýni rigndi yfir þátttökufélögin, fyrrum leikmenn, þjálfarar, blaðamenn, lýsendur og fleiri sem koma að íþróttinni stigu fram og mótmæltu. Ofurdeildin var eins og áður segir blásin af nánast samstundis en þrjú lið börðust áfram fyrir stofnun hennar, Juventus, Barcelona og Real Madrid. Juventus dró sig svo úr þeim hópi í sumar og skildi spænsku stórveldin eftir ein á báti. Florentino Perez flutti ávarp á ársfundi Real Madrid í dag þar sem hann lýsti yfir óbilandi trú á verkefninu. Hann sagði knattspyrnu á alþjóðavísu vera að bregðast aðdáendum sínum og til þess að fá sem mest áhorf væri nauðsynlegt að koma Ofurdeildinni á fót. Áhorfendur í sal stóðu upp eftir ræðuna og klöppuðu. 📸 A standing ovation for Florentino Perez after he talks about UEFA, La Liga president, Negreira and Madridismo. pic.twitter.com/lljGbvbJc4— Madrid Xtra (@MadridXtra) November 11, 2023 Hann gagnrýndi svo í kjölfarið bæði UEFA og spænska knattspyrnusambandið, sagði þau stöðnuð í verklagi og benti á að mörg fyrirtæki hafi áður litið á sig sem ósigrandi en farið á hausinn að endingu. Nýtt fyrirkomulag var kynnt síðastliðinn febrúar til að svara gagnrýnendum deildarinnar. Þar var kynnt lagskipt deildarkeppni milli 60-80 liða, liðin gætu þá fallið niður og komist upp um deild eftir árangri, engum yrði tryggð staða í efstu deild. Ofurdeildin lagði fram ákæru á hendur UEFA á síðasta ári þar sem samtökin voru sökuð um ólöglega einokun á evrópskum fótbolta. Dómur verður kveðinn í málinu þann 21. desember og vænta má frétta af frekari áformum Ofurdeildarinnar í kjölfarið. Ofurdeildin Spænski boltinn Tengdar fréttir Evrópudómstóllinn dæmir í fótbolta Evrópudómstóllinn tekur fyrir á morgun deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta. Talsmenn félaganna segja að slík einokun sé bönnuð með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Þar ríki atvinnufrelsi á öllum sviðum. 10. júlí 2022 14:31 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Tilkynnt var um stofnun og endalok Ofurdeildarinnar í dramatískri þriggja daga atburðarás í apríl 2021. Tólf félög komu sér saman um stofnun deildarinnar, keppni þar sem þeim yrði tryggð þátttaka á grundvelli fjárhagsstöðu sinnar. Mikil og hávær gagnrýni rigndi yfir þátttökufélögin, fyrrum leikmenn, þjálfarar, blaðamenn, lýsendur og fleiri sem koma að íþróttinni stigu fram og mótmæltu. Ofurdeildin var eins og áður segir blásin af nánast samstundis en þrjú lið börðust áfram fyrir stofnun hennar, Juventus, Barcelona og Real Madrid. Juventus dró sig svo úr þeim hópi í sumar og skildi spænsku stórveldin eftir ein á báti. Florentino Perez flutti ávarp á ársfundi Real Madrid í dag þar sem hann lýsti yfir óbilandi trú á verkefninu. Hann sagði knattspyrnu á alþjóðavísu vera að bregðast aðdáendum sínum og til þess að fá sem mest áhorf væri nauðsynlegt að koma Ofurdeildinni á fót. Áhorfendur í sal stóðu upp eftir ræðuna og klöppuðu. 📸 A standing ovation for Florentino Perez after he talks about UEFA, La Liga president, Negreira and Madridismo. pic.twitter.com/lljGbvbJc4— Madrid Xtra (@MadridXtra) November 11, 2023 Hann gagnrýndi svo í kjölfarið bæði UEFA og spænska knattspyrnusambandið, sagði þau stöðnuð í verklagi og benti á að mörg fyrirtæki hafi áður litið á sig sem ósigrandi en farið á hausinn að endingu. Nýtt fyrirkomulag var kynnt síðastliðinn febrúar til að svara gagnrýnendum deildarinnar. Þar var kynnt lagskipt deildarkeppni milli 60-80 liða, liðin gætu þá fallið niður og komist upp um deild eftir árangri, engum yrði tryggð staða í efstu deild. Ofurdeildin lagði fram ákæru á hendur UEFA á síðasta ári þar sem samtökin voru sökuð um ólöglega einokun á evrópskum fótbolta. Dómur verður kveðinn í málinu þann 21. desember og vænta má frétta af frekari áformum Ofurdeildarinnar í kjölfarið.
Ofurdeildin Spænski boltinn Tengdar fréttir Evrópudómstóllinn dæmir í fótbolta Evrópudómstóllinn tekur fyrir á morgun deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta. Talsmenn félaganna segja að slík einokun sé bönnuð með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Þar ríki atvinnufrelsi á öllum sviðum. 10. júlí 2022 14:31 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Evrópudómstóllinn dæmir í fótbolta Evrópudómstóllinn tekur fyrir á morgun deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta. Talsmenn félaganna segja að slík einokun sé bönnuð með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Þar ríki atvinnufrelsi á öllum sviðum. 10. júlí 2022 14:31
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti