Fótbolti

Guð­rún skoraði tví­vegis í tíu marka sigri

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Guðrún Arnardóttir í leik með FC Rosengård.
Guðrún Arnardóttir í leik með FC Rosengård. Vísir/Getty

Sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna er lokið og Hammarby stendur uppi sem sigurvegari eftir æsispennandi lokaumferð. Þær voru jafnar Hacken að stigum en vinna mótið á markatölu. 

Elísabet Kristjánsdóttir stýrði liði Kristianstad í síðasta sinn eftir fimmtán ár hjá félaginu og gerði 3-3 jafntefli við Linköping. Hlín Eiríksdóttir skoraði fyrsta mark Kristianstad og Emelía Óskarsdóttir kom svo inn sem varamaður en tókst ekki að komast á blað. Þær enda í 6. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti. 

Guðrún Arnardóttir skoraði tvívegis fyrir Rosengård í 10-0 sigri liðsins gegn Kalmar, sem fengu 106 mörk á sig í 26 leikjum á tímabilinu og endaði mótið sigurlaust í neðsta sæti deildarinnar. Guðrún spilar í hjarta varnarinnar en tókst þó að skora fimm mörk alls á tímabilinu, aðeins tveir leikmenn liðsins skoruðu meira. 

Rosengård endar mótið í 7. sæti, þremur stigum á eftir Kristianstad. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×