Leikurinn var fyrri leikur liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikarsins en báðir leikirnir fara fram á eyjunni Madeira fyrir utan Portúgal. Leikurinn í dag taldist sem heimaleikur ÍBV.
Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik leiddi lið Madeira 15-12. Í síðari hálfleik valtaði heimaliði liðsins hins vegar yfir vængbrotið lið Eyjakvenna sem er án nokkurra lykilmanna.
ÍBV tókst aðeins að skora eitt mark gegn tíu í upphafi síðari hálfleiks. Niðurstaðan var fjórtán marka tap og brekkan því afar brott fyrir síðari leikinn á morgun.
Landsliðskonan Sunna Jónsdóttir skoraði fjögur mörk í leiknum í dag líkt og Sara Dröfn Richardsdóttir. Marta Wawrzynkowska varði ellefu skot í marki ÍBV