Segir al Shifa orðið vettvang dauða, eyðileggingar og örvæntingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2023 01:31 Gervihnattamynd af al Shifa-sjúkrahúsinu og nágrenni. AP/Maxar Technologies Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir al Shifa-sjúkrahúsið á Gasa ekki lengur starfhæft en þrír dagar séu nú liðnir án rafmagns og vatns. Stöðugar sprengingar og skotárásir hafi gert bága stöðu ómögulega. Tedros Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, segir fjölda látinna meðal sjúklinga hafa aukist og sjúkrahúsið sé í raun ekki lengur sjúkrahús. „Heimsbyggðin getur ekki setið þögul hjá á meðan sjúkrahúsum, sem eiga að vera öruggt skjól, er breytt í vettvang dauða, eyðileggingar og örvæntingar,“ sagði Ghebreyesus í yfirlýsingu í dag. WHO og samtökin Læknar án landamæra eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir tafarlausu vopnahléi og að sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir verði látnar í friði. Guardian hefur fjallað nokkuð ítarlega um átökin umhverfis al Shifa í dag og segir yfirráð yfir sjúkrahúsinu meðal helstu markmiða Ísraelshers. Sjúkrahússvæðið, þar sem um 15.000 manns eru taldir hafast við um þessar mundir, sé bæði miðpunktur stjórnskipulegra innviða Hamas-samtakanna og nálægt aðalveginum meðfram ströndinni, sem tengir norður- og suðurhluta Gasa. Eitt af yfirlýstum markmiðum Ísraelsstjórnar er að tryggja að Hamas taki ekki aftur við völdum á Gasa. Liður í því er að gjöreyðileggja alla innviði samtakanna og getu þeirra til að samhæfa aðgerðir. Hversu langt Ísraelsmenn munu geta gengið á hins vegar eftir að koma í ljós en þeir hafa þegar kallað yfir sig fordæmingu Arabaríkjanna og fjölda alþjóðlegra stofnana, auk þess sem traustir bandamenn á borð við Bandaríkjamenn hafa ítrekað um helgina að mannfall meðal saklausra borgara sé ekki ásættanlegt. Ísraelar hafa áður þurft að láta af hernaðarðagerðum undir alþjóðlegum þrýstingi en það er fátt sem bendir til þess að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu sé við það að gefa undan. Forsætisráðherrann sagði í dag að herinn hefði boðist til þess að sjá al Shifa fyrir eldsneyti en forsvarsmenn Hamas hefðu neitað. Fregnir hafa borist af því að Ísraelsher hafi greint frá öruggum leiðum frá sjúkrahússvæðinu en fólk sé of hrætt til að fara út. Fjöldi er enda sagður hafa látist í árásum á svæðinu, þar á meðal nokkrir heilbrigðisstarfsmenn. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Tedros Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, segir fjölda látinna meðal sjúklinga hafa aukist og sjúkrahúsið sé í raun ekki lengur sjúkrahús. „Heimsbyggðin getur ekki setið þögul hjá á meðan sjúkrahúsum, sem eiga að vera öruggt skjól, er breytt í vettvang dauða, eyðileggingar og örvæntingar,“ sagði Ghebreyesus í yfirlýsingu í dag. WHO og samtökin Læknar án landamæra eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir tafarlausu vopnahléi og að sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir verði látnar í friði. Guardian hefur fjallað nokkuð ítarlega um átökin umhverfis al Shifa í dag og segir yfirráð yfir sjúkrahúsinu meðal helstu markmiða Ísraelshers. Sjúkrahússvæðið, þar sem um 15.000 manns eru taldir hafast við um þessar mundir, sé bæði miðpunktur stjórnskipulegra innviða Hamas-samtakanna og nálægt aðalveginum meðfram ströndinni, sem tengir norður- og suðurhluta Gasa. Eitt af yfirlýstum markmiðum Ísraelsstjórnar er að tryggja að Hamas taki ekki aftur við völdum á Gasa. Liður í því er að gjöreyðileggja alla innviði samtakanna og getu þeirra til að samhæfa aðgerðir. Hversu langt Ísraelsmenn munu geta gengið á hins vegar eftir að koma í ljós en þeir hafa þegar kallað yfir sig fordæmingu Arabaríkjanna og fjölda alþjóðlegra stofnana, auk þess sem traustir bandamenn á borð við Bandaríkjamenn hafa ítrekað um helgina að mannfall meðal saklausra borgara sé ekki ásættanlegt. Ísraelar hafa áður þurft að láta af hernaðarðagerðum undir alþjóðlegum þrýstingi en það er fátt sem bendir til þess að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu sé við það að gefa undan. Forsætisráðherrann sagði í dag að herinn hefði boðist til þess að sjá al Shifa fyrir eldsneyti en forsvarsmenn Hamas hefðu neitað. Fregnir hafa borist af því að Ísraelsher hafi greint frá öruggum leiðum frá sjúkrahússvæðinu en fólk sé of hrætt til að fara út. Fjöldi er enda sagður hafa látist í árásum á svæðinu, þar á meðal nokkrir heilbrigðisstarfsmenn.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira