Ekki þurr þráður í brúðkaupi Lóu Pind og Jónasar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2023 09:36 Lóa Pind og Jónas Valdimarsson giftu sig við hátíðlega og skemmtilega athöfn í Iðnó. Tumi Valdimarsson „Dagurinn var gjörsamlega fullkominn,“ segir sjónvarpskonan og hin nýgifta Lóa Pind sem giftist Jónasi Valdimarssyni við hátíðlega og fjöruga athöfn í Iðnó síðastliðið laugardagskvöld, þann 11.11.23. Gestir felldu gleðitár og var dansað langt fram eftir kvöldi. „Heppnaðist betur en okkur hefði geta dreymt um“ Aðspurð hvort þau hafi eytt löngum tíma í að skipuleggja brúðkaupið svarar Lóa kímin að svo hafi ekki verið. „Ég kom heim úr tökum fyrir um það bil þremur vikum. Þegar ég var komin heim var það eina sem við vissum hvaða dag við ætluðum að gifta okkur, hvar og hver myndi gefa okkur saman. Eiginlega sama dag og ég kom heim fór tilvonandi eiginmaður minn erlendis í viku þannig þetta var allt svolítið á síðasta snúningi hjá okkur. En þrátt fyrir að þetta hafi allt farið marga hringi og við þurft að grípa í plan B og C í ýmsu þá heppnaðist þetta betur en okkur hefði geta dreymt um.“ Dagurinn var gjörsamlega fullkominn að sögn Lóu Pind.Tumi Valdimarsson Iðnó fullkominn staður fyrir þessa ástarhátíð Bæði veislan og athöfnin fór fram í Iðnó, en rýmið er í miklu uppáhaldi hjá Lóu. „Ég er trúlaus kona og vildi gifta mig borgaralega sem maðurinn minn samþykkti. Ég átti mér þá einu ósk að náttúruaflið og gleðisprengjan Katrín Oddsdóttir myndi gefa okkur saman. Það tókst og hún var algjör snillingur. Það svoleiðis geislar af henni lífsorkan og hún var algjörlega frábær athafnarstjóri. Svo er Iðnó auðvitað fegursti salur á höfuðborgarsvæðinu. Húsið og staðurinn hélt fallega og vel utan um þessa ástarhátíð.“ Veisluhöldin stóðu langt fram eftir kvöldi þar sem hinir ýmsu tónlistarmenn stigu á stokk. „Vinur okkar Einar Jónsson básúnuleikari hóf brúðarmarsinn á píanó áður en við gengum inn í sal. Eins og við höfðum óskað eftir stoppaði hann í miðju kafi rétt áður en við komum inn í salinn og tilkynnti gestunum að þetta væri ekki sú tónlist sem brúðhjónin vildu víst. Þá brast á með dúndrandi flamingo lagi sem heitir því mjög óbrúðkaupslega nafni The Plaza of Execution úr Zorro mynd. Eiginmanni mínum fannst titillinn ekki alveg við hæfi en það er bara svo geggjaður taktur í þessu lagi að hann lét sig hafa það,“ segir Lóa, hlær og bætir við: „Þannig að við rifum upp hurðina, komum dansandi inn í snúningssveiflu og stöppuðum um gólfið. Það ætlaði allt að verða vitlaust af fjöri.“ Hér má heyra lagið The Plaza of Execution: Hafa saman reynt að læra á gítar Að sögn Lóu kemur Jónas úr mjög músíkalskri fjölskyldu en dætur hans sungu í athöfninni við gítarspil bróður hans. „Þau tóku Vor í Vaglaskógi í útgáfu Kaleo og það var algjörlega gullfallegt. Dætur Jónasar brilleruðu algjörlega og það var ekki þurr þráður á nokkrum manni eftir þann flutning. Ég hágrét.“ Laura og Dagmar, dætur Jónasar, sungu Vor í vaglaskógi og segir Lóa að ekki hafi verið þurr þráður á gestunum.Tumi Valdimarsson Lagið á sérstakan og skemmtilegan stað í hjörtum hjónanna. „Við Jónas erum bæði tvö búin að vera að hamast við að reyna að læra á gítar undanfarin ár. Hann hefur dregið mig áfram í því þar sem hann er skárri en ég. Einhvern daginn í Covid byrjaði hann svo að reyna að plokka þessa hræðilega erfiðu útgáfu Kaleo af þessu lagi. Við erum bæði búin að reyna við þetta í nokkur ár en það tók svo bróður hans nokkra daga að læra þetta,“ segir Lóa kímin. Þegar blaðamaður spyr hvort þau hafi ekki viljað spila undir með honum svarar hún hlæjandi: „Heldur betur ekki, það hefði verið hræðilegt. Þegar við vorum svo búin að setja hring á fingur, kyssast og fá glimmerbombuna yfir okkur þá slúttuðum við athöfninni á tónlistaratriði tveggja bræðra Jónasar, sem hófu að syngja viðlagið við danska Eurovision lagið Fly On The Wings of Love. Allur salurinn tók undir.“ Hjónin ásamt Valdimari Örnólfssyni, föður Jónasar.Tumi Valdimarsson Löðursveittur dans fram eftir kvöldi Veislustjórar kvöldsins voru Ragnheiður Bjarman Eiríksdóttir og Valdimar Örn Flygenring og segir Lóa að þau hafi stýrt þessu öllu með miklum glæsibrag. „Svo var dansað fram eftir kvöldi en okkur tókst að berja saman hljómsveit á síðustu stundu.“ Þá hafi unnið vel með þeim hve músíkölsk fjölskylda Jónasar er. „Tveir bræður hans voru í hljómsveitinni ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni og Daníel Brandi. Svo flaug einn vinur Jónasar óvænt frá Bandaríkjunum til Íslands en hann er hörku píanisti og gítarleikari og var á hljómborðinu. Ég var því löðursveitt að dansa.“ Hjónin marseruðu inn við grípandi tóna. Við hlið Lóu má sjá Katrínu Oddsdóttur, athafnarstjóra.Tumi Valdimarsson Umbreytti brúðarkjólnum viku fyrir stóra daginn Lóa Pind klæddist glæsilegum hvítum kjól sem varð til örskots stundu fyrir brúðkaupið. „Ég var búin að hafa samband við Selmu Ragnarsdóttur klæðskera í ágúst og segja henni að ég vildi gjarnan fá hana til að sauma á mig brúðarkjól. Ég fór á mikið flakk í haust en lét hana fá efni sem ég hafði keypt á korteri á Spáni í sumar og sýndi henni hugmynd að kjól sem mig langaði í. Hugmyndin var þá að ég yrði í svörtum kjól. Selma var svo næstu mánuði að dúttla honum áfram en viku fyrir brúðkaup leist mér ekki alveg á hvert þetta væri að fara og þurfti aðeins að endurskoða hugmyndina mína að kjólnum. Mér leið eins og ég væri frekar á leið í hrekkjavökupartý en í brúðkaup,“ segir Lóa og bætir við að viku fyrir brúðkaup hafi hún því snarbreytt um kúrs. „Svo riggaði Selma upp þessum geðveika kjól. Þetta var svipuð pæling og í upphafi nema hún virkaði bara mikið betur í hvítu.“ Hér má sjá fleiri myndir frá stóra degi Lóu Pind og Jónasar: Lóa Pind og Jónas fögnuðu ástinni með ástvinum sínum. Tumi Valdimarsson Katrín Oddsdóttir sló í gegn sem athafnarstjóri.Tumi Valdimarsson Gleðin var við völd í Iðnó.Tumi Valdimarsson Hjónin dönsuðu fram eftir kvöldi og áttu dásamlegan brúðkaupsdag.Tumi Valdimarsson Kristján Valdimarsson, bróðir Jónasar, spilaði á gítar í veislunni. Tumi Valdimarsson Jörgen Pind, faðir Lóu, hélt ræðu og við hlið hans er móðir Lóu, Aldís Guðmundsdóttir.Tumi Valdimarsson Brúðkaup Samkvæmislífið Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Heppnaðist betur en okkur hefði geta dreymt um“ Aðspurð hvort þau hafi eytt löngum tíma í að skipuleggja brúðkaupið svarar Lóa kímin að svo hafi ekki verið. „Ég kom heim úr tökum fyrir um það bil þremur vikum. Þegar ég var komin heim var það eina sem við vissum hvaða dag við ætluðum að gifta okkur, hvar og hver myndi gefa okkur saman. Eiginlega sama dag og ég kom heim fór tilvonandi eiginmaður minn erlendis í viku þannig þetta var allt svolítið á síðasta snúningi hjá okkur. En þrátt fyrir að þetta hafi allt farið marga hringi og við þurft að grípa í plan B og C í ýmsu þá heppnaðist þetta betur en okkur hefði geta dreymt um.“ Dagurinn var gjörsamlega fullkominn að sögn Lóu Pind.Tumi Valdimarsson Iðnó fullkominn staður fyrir þessa ástarhátíð Bæði veislan og athöfnin fór fram í Iðnó, en rýmið er í miklu uppáhaldi hjá Lóu. „Ég er trúlaus kona og vildi gifta mig borgaralega sem maðurinn minn samþykkti. Ég átti mér þá einu ósk að náttúruaflið og gleðisprengjan Katrín Oddsdóttir myndi gefa okkur saman. Það tókst og hún var algjör snillingur. Það svoleiðis geislar af henni lífsorkan og hún var algjörlega frábær athafnarstjóri. Svo er Iðnó auðvitað fegursti salur á höfuðborgarsvæðinu. Húsið og staðurinn hélt fallega og vel utan um þessa ástarhátíð.“ Veisluhöldin stóðu langt fram eftir kvöldi þar sem hinir ýmsu tónlistarmenn stigu á stokk. „Vinur okkar Einar Jónsson básúnuleikari hóf brúðarmarsinn á píanó áður en við gengum inn í sal. Eins og við höfðum óskað eftir stoppaði hann í miðju kafi rétt áður en við komum inn í salinn og tilkynnti gestunum að þetta væri ekki sú tónlist sem brúðhjónin vildu víst. Þá brast á með dúndrandi flamingo lagi sem heitir því mjög óbrúðkaupslega nafni The Plaza of Execution úr Zorro mynd. Eiginmanni mínum fannst titillinn ekki alveg við hæfi en það er bara svo geggjaður taktur í þessu lagi að hann lét sig hafa það,“ segir Lóa, hlær og bætir við: „Þannig að við rifum upp hurðina, komum dansandi inn í snúningssveiflu og stöppuðum um gólfið. Það ætlaði allt að verða vitlaust af fjöri.“ Hér má heyra lagið The Plaza of Execution: Hafa saman reynt að læra á gítar Að sögn Lóu kemur Jónas úr mjög músíkalskri fjölskyldu en dætur hans sungu í athöfninni við gítarspil bróður hans. „Þau tóku Vor í Vaglaskógi í útgáfu Kaleo og það var algjörlega gullfallegt. Dætur Jónasar brilleruðu algjörlega og það var ekki þurr þráður á nokkrum manni eftir þann flutning. Ég hágrét.“ Laura og Dagmar, dætur Jónasar, sungu Vor í vaglaskógi og segir Lóa að ekki hafi verið þurr þráður á gestunum.Tumi Valdimarsson Lagið á sérstakan og skemmtilegan stað í hjörtum hjónanna. „Við Jónas erum bæði tvö búin að vera að hamast við að reyna að læra á gítar undanfarin ár. Hann hefur dregið mig áfram í því þar sem hann er skárri en ég. Einhvern daginn í Covid byrjaði hann svo að reyna að plokka þessa hræðilega erfiðu útgáfu Kaleo af þessu lagi. Við erum bæði búin að reyna við þetta í nokkur ár en það tók svo bróður hans nokkra daga að læra þetta,“ segir Lóa kímin. Þegar blaðamaður spyr hvort þau hafi ekki viljað spila undir með honum svarar hún hlæjandi: „Heldur betur ekki, það hefði verið hræðilegt. Þegar við vorum svo búin að setja hring á fingur, kyssast og fá glimmerbombuna yfir okkur þá slúttuðum við athöfninni á tónlistaratriði tveggja bræðra Jónasar, sem hófu að syngja viðlagið við danska Eurovision lagið Fly On The Wings of Love. Allur salurinn tók undir.“ Hjónin ásamt Valdimari Örnólfssyni, föður Jónasar.Tumi Valdimarsson Löðursveittur dans fram eftir kvöldi Veislustjórar kvöldsins voru Ragnheiður Bjarman Eiríksdóttir og Valdimar Örn Flygenring og segir Lóa að þau hafi stýrt þessu öllu með miklum glæsibrag. „Svo var dansað fram eftir kvöldi en okkur tókst að berja saman hljómsveit á síðustu stundu.“ Þá hafi unnið vel með þeim hve músíkölsk fjölskylda Jónasar er. „Tveir bræður hans voru í hljómsveitinni ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni og Daníel Brandi. Svo flaug einn vinur Jónasar óvænt frá Bandaríkjunum til Íslands en hann er hörku píanisti og gítarleikari og var á hljómborðinu. Ég var því löðursveitt að dansa.“ Hjónin marseruðu inn við grípandi tóna. Við hlið Lóu má sjá Katrínu Oddsdóttur, athafnarstjóra.Tumi Valdimarsson Umbreytti brúðarkjólnum viku fyrir stóra daginn Lóa Pind klæddist glæsilegum hvítum kjól sem varð til örskots stundu fyrir brúðkaupið. „Ég var búin að hafa samband við Selmu Ragnarsdóttur klæðskera í ágúst og segja henni að ég vildi gjarnan fá hana til að sauma á mig brúðarkjól. Ég fór á mikið flakk í haust en lét hana fá efni sem ég hafði keypt á korteri á Spáni í sumar og sýndi henni hugmynd að kjól sem mig langaði í. Hugmyndin var þá að ég yrði í svörtum kjól. Selma var svo næstu mánuði að dúttla honum áfram en viku fyrir brúðkaup leist mér ekki alveg á hvert þetta væri að fara og þurfti aðeins að endurskoða hugmyndina mína að kjólnum. Mér leið eins og ég væri frekar á leið í hrekkjavökupartý en í brúðkaup,“ segir Lóa og bætir við að viku fyrir brúðkaup hafi hún því snarbreytt um kúrs. „Svo riggaði Selma upp þessum geðveika kjól. Þetta var svipuð pæling og í upphafi nema hún virkaði bara mikið betur í hvítu.“ Hér má sjá fleiri myndir frá stóra degi Lóu Pind og Jónasar: Lóa Pind og Jónas fögnuðu ástinni með ástvinum sínum. Tumi Valdimarsson Katrín Oddsdóttir sló í gegn sem athafnarstjóri.Tumi Valdimarsson Gleðin var við völd í Iðnó.Tumi Valdimarsson Hjónin dönsuðu fram eftir kvöldi og áttu dásamlegan brúðkaupsdag.Tumi Valdimarsson Kristján Valdimarsson, bróðir Jónasar, spilaði á gítar í veislunni. Tumi Valdimarsson Jörgen Pind, faðir Lóu, hélt ræðu og við hlið hans er móðir Lóu, Aldís Guðmundsdóttir.Tumi Valdimarsson
Brúðkaup Samkvæmislífið Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira