22 fótboltavellir fullir af bílum Davíð Þorláksson skrifar 14. nóvember 2023 08:01 Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgar hratt. Það sést glögglega á því hvernig umferðin hefur þyngst. Um 70 bílar hafa bæst við umferðina að meðaltali í hverri viku frá 2016, þegar Samgöngustofa hóf að halda utan um bílafjölda eftir sveitarfélögum. Á ársgrundvelli jafngildir þessi fjölgun um 27 km langri bílaröð. Sú röð næði nánast milli Háskóla Íslands og Grundarhverfis á Kjalarnesi. Til að mæta slíkri fjölgun bíla þarf árlega að byggja bílastæði sem samsvara allt að 22 fótboltavöllum í fullri stærð. Hvernig er best að mæta þessu aukna álagi á umferðakerfið? Og gengur núverandi kerfi hreinlega upp til framtíðar? Tímamóta samkomulag til að taka á vanda Haustið 2019 gerðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið með sér tímamóta samkomulag. Heildstæðan samgöngusáttmála um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Um tímamótasamkomulag var að ræða þar sem fulltrúar ólíkra flokka, hjá ríki og sveitarfélögum, náðu saman um brýnt málefni. Enda var ljóst að samstaða yrði nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi aukningu á umferðartöfum og kostnaði í framtíðinni. Fleiri valkostir Greiningar sýna að ef hlutur annarra samgöngumáta en einkabílsins verður ekki aukinn muni tafir halda áfram að aukast og kostnaður vegna þeirra líka. Fjölbreyttari ferðamátar eru ekki bara lausn á vexti bílaumferðar, heldur eru þeir líka vistvænni og auka lýðheilsu. Markmið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 er að hlutdeild bílferða í daglegum ferðum fari undir 58% og að a.m.k. 42% ferða verði farnar með vistvænum ferðamátum. Hægfara breyting hefur átt sér stað þar sem hlutdeild bílferða minnkaði úr 74% í 72% að meðaltali frá 2019. Innan höfuðborgarsvæðisins er mikill munur á milli hverfa. Bílferðir eru 55–58% allra ferða íbúa í hverfum eins og miðborginni og Vesturbænum þar sem byggð er þétt og blönduð og þjónustustig almenningssamgangna gott. Hlutdeild bílferða er hins vegar um og yfir 80% í hverfum í jaðri höfuðborgarsvæðisins eins og Grafarvogi, Grafarholti, Mosfellsbæ, Garðabæ og Hafnarfirði. Vill fólk vistvænan ferðamáta? Þá tala sumir um að verið sé að þvinga fólk úr bílum, að um aðför að einkabílnum sé að ræða. Raunin er þó sú að því fleiri sem nota aðrar samgöngur en einkabílinn, því betra er það fyrir þau sem þurfa og vilja nota bíl. Þá er einnig ljóst að stór og vaxandi hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins vill ferðast til og frá vinnu með öðrum hætti en í bíl. Í könnun sem gerð var 2021 voru rúmlega 50% svarenda sem vildu ferðast með öðrum hætti en í bíl til og frá vinnu. Með betri innviðum fyrir vistvænan ferðamáta geta þau sem það kjósa valið að sleppa þeim kostnaði sem felst í að eiga einkabíl, að fækka fjölskyldubílum úr tveimur í einn eða haldið áfram að nota einkabílinn. Hægt er að velja að hjóla á góðum dögum en nota bílinn þegar veðrið er slæmt. Fjölbreytnin er því jákvæð, styttir ferðatíma og lækkar kostnað við samgöngur. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Samgöngur Borgarlína Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgar hratt. Það sést glögglega á því hvernig umferðin hefur þyngst. Um 70 bílar hafa bæst við umferðina að meðaltali í hverri viku frá 2016, þegar Samgöngustofa hóf að halda utan um bílafjölda eftir sveitarfélögum. Á ársgrundvelli jafngildir þessi fjölgun um 27 km langri bílaröð. Sú röð næði nánast milli Háskóla Íslands og Grundarhverfis á Kjalarnesi. Til að mæta slíkri fjölgun bíla þarf árlega að byggja bílastæði sem samsvara allt að 22 fótboltavöllum í fullri stærð. Hvernig er best að mæta þessu aukna álagi á umferðakerfið? Og gengur núverandi kerfi hreinlega upp til framtíðar? Tímamóta samkomulag til að taka á vanda Haustið 2019 gerðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið með sér tímamóta samkomulag. Heildstæðan samgöngusáttmála um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Um tímamótasamkomulag var að ræða þar sem fulltrúar ólíkra flokka, hjá ríki og sveitarfélögum, náðu saman um brýnt málefni. Enda var ljóst að samstaða yrði nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi aukningu á umferðartöfum og kostnaði í framtíðinni. Fleiri valkostir Greiningar sýna að ef hlutur annarra samgöngumáta en einkabílsins verður ekki aukinn muni tafir halda áfram að aukast og kostnaður vegna þeirra líka. Fjölbreyttari ferðamátar eru ekki bara lausn á vexti bílaumferðar, heldur eru þeir líka vistvænni og auka lýðheilsu. Markmið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 er að hlutdeild bílferða í daglegum ferðum fari undir 58% og að a.m.k. 42% ferða verði farnar með vistvænum ferðamátum. Hægfara breyting hefur átt sér stað þar sem hlutdeild bílferða minnkaði úr 74% í 72% að meðaltali frá 2019. Innan höfuðborgarsvæðisins er mikill munur á milli hverfa. Bílferðir eru 55–58% allra ferða íbúa í hverfum eins og miðborginni og Vesturbænum þar sem byggð er þétt og blönduð og þjónustustig almenningssamgangna gott. Hlutdeild bílferða er hins vegar um og yfir 80% í hverfum í jaðri höfuðborgarsvæðisins eins og Grafarvogi, Grafarholti, Mosfellsbæ, Garðabæ og Hafnarfirði. Vill fólk vistvænan ferðamáta? Þá tala sumir um að verið sé að þvinga fólk úr bílum, að um aðför að einkabílnum sé að ræða. Raunin er þó sú að því fleiri sem nota aðrar samgöngur en einkabílinn, því betra er það fyrir þau sem þurfa og vilja nota bíl. Þá er einnig ljóst að stór og vaxandi hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins vill ferðast til og frá vinnu með öðrum hætti en í bíl. Í könnun sem gerð var 2021 voru rúmlega 50% svarenda sem vildu ferðast með öðrum hætti en í bíl til og frá vinnu. Með betri innviðum fyrir vistvænan ferðamáta geta þau sem það kjósa valið að sleppa þeim kostnaði sem felst í að eiga einkabíl, að fækka fjölskyldubílum úr tveimur í einn eða haldið áfram að nota einkabílinn. Hægt er að velja að hjóla á góðum dögum en nota bílinn þegar veðrið er slæmt. Fjölbreytnin er því jákvæð, styttir ferðatíma og lækkar kostnað við samgöngur. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun