Hæstiréttur Bandaríkjanna setur sér siðareglur í fyrsta sinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2023 08:33 Dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna. Fred Schilling Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sett sér siðareglur í fyrsta sinn en nokkrir dómarar við dómstólinn hafa sætt harðri gagnrýni síðustu misseri fyrir að þiggja alls konar gjafir. Aðrir dómstólar landsins hafa sætt siðareglum frá 1973 en í greinargerð með nýjum siðarlegum Hæstaréttar segir að þrátt fyrir að engar skriflegar siðareglur hafi gilt fyrir dómstólinn hafi dómarar við hann sætt „óskráðum siðareglum“, sem hafi verið sóttar hingað og þangað. Í greinargerðinni segir hins vegar einnig að vegna þess að engar skriflegar reglur hafi verið í gildi fyrir dómstólinn hafi sá „misskilningur“ orðið að dómararnir sættu alls engum reglum. Steve Vladeck, prófessor við University of Texas School of Law, sem hefur skrifað mikið um Hæstarétt Bandaríkjanna, segir reglurnar hálfkák, þar sem ekkert eftirlit verði haft með framfylgni þeirra. Siðareglurnar séu hins vegar til marks um að dómararnir séu meðvitaðir um að siðferði sé eitthvað sem skipti almenning máli og að þeir hafi séð sig tilneydda til að bregðast við gagnrýninni sem fram hefur komið. Dómararnir sakaðir um að þiggja gjafir og misnota aðstöðu sína Í reglunum er meðal annars fjallað um það hvernig dómurunum ber að hegða sér og framfylgja skyldum sínum. Þeim beri til að mynda að íhuga vel hvort það sé við hæfi að þeir komi fram á ákveðnum viðburðum. Þá fjalla reglurnar einnig um það hvenær þeim beri að segja sig frá máli, til að mynda ef þeir eru hlutdrægir gagnvart málsaðila eða ef niðurstaðan gæti haft veruleg áhrif á hagsmuni þeirra. Greint hefur verið frá því að Hæstaréttardómarinn Clarence Thomas hafi þegið árleg ferðalög frá efnuðum og áhrifamiklum Repúblikana en auðjöfurinn, Harlan Crow, greiddi einnig skólagjöld ættingja Thomas sem bjó hjá dómaranum og greiddi fyrir hús þar sem móðir Thomas bjó. Annar dómari, Sonia Sotomayor, hefur verið sökuð um að nota starfsfólk dómstólsins til að selja bækur sínar á opinberum viðburðum. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Fékk ókeypis far í veiðiferð með íhaldssömum auðjöfri Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito, þáði ferð til Alaska í einkaflugvél hægri sinnaðs auðjöfurs sem hefur síðan þá tengst fjölmörgum málum sem farið hafa fyrir Hæstarétt. Alito hefur þó aldrei sagt sig frá þeim málum, þó siðferðissérfræðingar segja að hann hefði átt að gera það. 21. júní 2023 08:50 Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. 5. maí 2023 10:24 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Sjá meira
Aðrir dómstólar landsins hafa sætt siðareglum frá 1973 en í greinargerð með nýjum siðarlegum Hæstaréttar segir að þrátt fyrir að engar skriflegar siðareglur hafi gilt fyrir dómstólinn hafi dómarar við hann sætt „óskráðum siðareglum“, sem hafi verið sóttar hingað og þangað. Í greinargerðinni segir hins vegar einnig að vegna þess að engar skriflegar reglur hafi verið í gildi fyrir dómstólinn hafi sá „misskilningur“ orðið að dómararnir sættu alls engum reglum. Steve Vladeck, prófessor við University of Texas School of Law, sem hefur skrifað mikið um Hæstarétt Bandaríkjanna, segir reglurnar hálfkák, þar sem ekkert eftirlit verði haft með framfylgni þeirra. Siðareglurnar séu hins vegar til marks um að dómararnir séu meðvitaðir um að siðferði sé eitthvað sem skipti almenning máli og að þeir hafi séð sig tilneydda til að bregðast við gagnrýninni sem fram hefur komið. Dómararnir sakaðir um að þiggja gjafir og misnota aðstöðu sína Í reglunum er meðal annars fjallað um það hvernig dómurunum ber að hegða sér og framfylgja skyldum sínum. Þeim beri til að mynda að íhuga vel hvort það sé við hæfi að þeir komi fram á ákveðnum viðburðum. Þá fjalla reglurnar einnig um það hvenær þeim beri að segja sig frá máli, til að mynda ef þeir eru hlutdrægir gagnvart málsaðila eða ef niðurstaðan gæti haft veruleg áhrif á hagsmuni þeirra. Greint hefur verið frá því að Hæstaréttardómarinn Clarence Thomas hafi þegið árleg ferðalög frá efnuðum og áhrifamiklum Repúblikana en auðjöfurinn, Harlan Crow, greiddi einnig skólagjöld ættingja Thomas sem bjó hjá dómaranum og greiddi fyrir hús þar sem móðir Thomas bjó. Annar dómari, Sonia Sotomayor, hefur verið sökuð um að nota starfsfólk dómstólsins til að selja bækur sínar á opinberum viðburðum.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Fékk ókeypis far í veiðiferð með íhaldssömum auðjöfri Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito, þáði ferð til Alaska í einkaflugvél hægri sinnaðs auðjöfurs sem hefur síðan þá tengst fjölmörgum málum sem farið hafa fyrir Hæstarétt. Alito hefur þó aldrei sagt sig frá þeim málum, þó siðferðissérfræðingar segja að hann hefði átt að gera það. 21. júní 2023 08:50 Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. 5. maí 2023 10:24 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Sjá meira
Fékk ókeypis far í veiðiferð með íhaldssömum auðjöfri Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito, þáði ferð til Alaska í einkaflugvél hægri sinnaðs auðjöfurs sem hefur síðan þá tengst fjölmörgum málum sem farið hafa fyrir Hæstarétt. Alito hefur þó aldrei sagt sig frá þeim málum, þó siðferðissérfræðingar segja að hann hefði átt að gera það. 21. júní 2023 08:50
Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. 5. maí 2023 10:24