Afturför í viðhorfum til leiðtogakvenna en Ísland á toppnum Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2023 20:10 Michelle Harrison forstjóri rannsóknarfyrirtækisins Kantar í Bretlandi segir konur um allan heim geta lært mikið af baráttuaðferðum kvenna á Íslandi. Stöð 2/Einar Afturför hefur orðið í viðhorfi almennings til kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstöðum á heimsvísu samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrr Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík. Norðurlöndin og þá Ísland sérstaklega skera sig úr í jákvæðum viðhorfum til kvenna í leiðtogastörfum. Sjötta heimsþingi leiðtogakvenna lauk í Hörpu nú síðdegis. Á þinginu voru kynntar niðurstöður rannsóknar á viðhorfum almennings í fjölda ríkja til kvenna í leiðtogastörfum, eða Reykjavík Index. Michelle Harrison forstjóri Kantar í Bretlandi sem vinnur rannsóknina segir sláandi mun á viðhorfunum á Norðurlöndunum annars vegar og í G7 ríkjunum hins vegar. Michelle Harrison segir sláandi að viðhorfum ungsfólks innan G7 ríkjanna til kvenna í leiðtogastörfum fari hnignandi.Stöð 2/Einar „Þannig að þetta er þversagnarkennd niðurstaða. Í G7 ríkjunum fer ástandið hnignandi. Þar fara fordómar gagnvart konum í leiðtogastörfum vaxandi," segir Harrison. Af hundrað stigum mögulegum trónir Ísland efst með 89 stig og hin Norðurlöndin eru ekki langt undan. En lægst mælast Ítalía, Þýskaland og Bandaríkin með 66 til 68 stig. Harrison segir fordómana sérstaklega vera að aukast á meðal ungs fólks sem væri mikil vonbrigði. Hér sést munurinn á viðhorfum fólks milli landa til kvenna í leiðtogastörfum. Ísland skorar 89 stig af 100 mögulegum. Ítalía er neðst með 66 stig.Kantar UK „Ungt fólk í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada og raunar þvert yfir G7 ríkin styðja jafnrétti kynjanna til leiðtogastarfa minna en foreldrar þeirra. Sláandi staðreynd," segir Harrison. Skýringanna mætti leita á nokkrum stöðum eins og efnahagsþrengingum, vexti populisma og hvernig samfélagsmiðlar miðuðu skilaboðum til ungs fólks. Ríki heims gætu margt lært af þróun mála á Íslandi, þar sem mikið hefði áunnist en konur teldu samt hægt að gera meira. „Það sem við lærum að þessu er að sagan mun ekki sjá um þetta af sjálfri sér. Við verðum að vinna að þessum málum á hverjum degi. Og íslenskar konur veita okkur innblástur í þessum efnum," segir Harrison. Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi borgarstjóri og ráðherra átti veg og vanda að stofnun Heimsþings leiðtogakvenna sem nú var haldið í sjötta sinn í Hörpu.Stöð 2/Sigurjón Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi borgarstjóri og ráðherra sem var aðaldriffjöðrin í stofnun heimsþingsins, sem að þessu sinni var haldið undir kjörorðunum aðgerðir og lausnir, er ánægð með þingið. „Það er búið að ganga ótrúlega vel að eiga þetta samtal við 500 konur hér. Við lögðum áherslu á aðgerðir og lausnir og mér finnst það vera að skila sér í því að við erum komin miklu lengra í samtalinu en bara í gær. Og það er mikil ánægja hjá gestunum að við séum raunverulega að nálgast það þannig og bjóða upp á leiðir og lausnir sem hafa virkað hér á landi og munu vonandi virka annars staðar,” segir Hanna Birna. Viðtalið við Michelle Harrison má sjá í heild sinni á spilaranum hér fyrir neðan: Heimsþing kvenleiðtoga Reykjavík Jafnréttismál Tengdar fréttir Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. 13. nóvember 2023 19:38 Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. 13. nóvember 2023 11:29 Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Heimsþing kvenleiðtoga hefst í dag í Hörpu og taka yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá áttatíu löndum þátt í ár. Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í samstarfi Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. 13. nóvember 2023 09:34 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af Sjá meira
Sjötta heimsþingi leiðtogakvenna lauk í Hörpu nú síðdegis. Á þinginu voru kynntar niðurstöður rannsóknar á viðhorfum almennings í fjölda ríkja til kvenna í leiðtogastörfum, eða Reykjavík Index. Michelle Harrison forstjóri Kantar í Bretlandi sem vinnur rannsóknina segir sláandi mun á viðhorfunum á Norðurlöndunum annars vegar og í G7 ríkjunum hins vegar. Michelle Harrison segir sláandi að viðhorfum ungsfólks innan G7 ríkjanna til kvenna í leiðtogastörfum fari hnignandi.Stöð 2/Einar „Þannig að þetta er þversagnarkennd niðurstaða. Í G7 ríkjunum fer ástandið hnignandi. Þar fara fordómar gagnvart konum í leiðtogastörfum vaxandi," segir Harrison. Af hundrað stigum mögulegum trónir Ísland efst með 89 stig og hin Norðurlöndin eru ekki langt undan. En lægst mælast Ítalía, Þýskaland og Bandaríkin með 66 til 68 stig. Harrison segir fordómana sérstaklega vera að aukast á meðal ungs fólks sem væri mikil vonbrigði. Hér sést munurinn á viðhorfum fólks milli landa til kvenna í leiðtogastörfum. Ísland skorar 89 stig af 100 mögulegum. Ítalía er neðst með 66 stig.Kantar UK „Ungt fólk í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada og raunar þvert yfir G7 ríkin styðja jafnrétti kynjanna til leiðtogastarfa minna en foreldrar þeirra. Sláandi staðreynd," segir Harrison. Skýringanna mætti leita á nokkrum stöðum eins og efnahagsþrengingum, vexti populisma og hvernig samfélagsmiðlar miðuðu skilaboðum til ungs fólks. Ríki heims gætu margt lært af þróun mála á Íslandi, þar sem mikið hefði áunnist en konur teldu samt hægt að gera meira. „Það sem við lærum að þessu er að sagan mun ekki sjá um þetta af sjálfri sér. Við verðum að vinna að þessum málum á hverjum degi. Og íslenskar konur veita okkur innblástur í þessum efnum," segir Harrison. Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi borgarstjóri og ráðherra átti veg og vanda að stofnun Heimsþings leiðtogakvenna sem nú var haldið í sjötta sinn í Hörpu.Stöð 2/Sigurjón Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi borgarstjóri og ráðherra sem var aðaldriffjöðrin í stofnun heimsþingsins, sem að þessu sinni var haldið undir kjörorðunum aðgerðir og lausnir, er ánægð með þingið. „Það er búið að ganga ótrúlega vel að eiga þetta samtal við 500 konur hér. Við lögðum áherslu á aðgerðir og lausnir og mér finnst það vera að skila sér í því að við erum komin miklu lengra í samtalinu en bara í gær. Og það er mikil ánægja hjá gestunum að við séum raunverulega að nálgast það þannig og bjóða upp á leiðir og lausnir sem hafa virkað hér á landi og munu vonandi virka annars staðar,” segir Hanna Birna. Viðtalið við Michelle Harrison má sjá í heild sinni á spilaranum hér fyrir neðan:
Heimsþing kvenleiðtoga Reykjavík Jafnréttismál Tengdar fréttir Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. 13. nóvember 2023 19:38 Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. 13. nóvember 2023 11:29 Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Heimsþing kvenleiðtoga hefst í dag í Hörpu og taka yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá áttatíu löndum þátt í ár. Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í samstarfi Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. 13. nóvember 2023 09:34 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af Sjá meira
Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. 13. nóvember 2023 19:38
Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. 13. nóvember 2023 11:29
Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Heimsþing kvenleiðtoga hefst í dag í Hörpu og taka yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá áttatíu löndum þátt í ár. Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í samstarfi Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. 13. nóvember 2023 09:34