Sá besti hefur spilað í sömu nærbuxunum allan NFL-ferilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 12:01 Patrick Mahomes hefur gert frábæra hluti með Kansas City Chiefs liðinu undanfarin ár. AP/Martin Meissner Íþróttamenn eru oft mjög hjátrúarfullir og gott dæmi um það er NFL stórstjarnan Patrick Mahomes sem var bæði valinn mikilvægasti leikmaður síðasta tímabils og vann einnig titilinn með liði Kansas City Chiefs. Við Íslendingar höfum kallað Mahomes tengdason Mosfellsbæjar eftir að hann eyddi sumri hér á Íslandi þegar eiginkona hans, Brittany, spilaði með Aftureldingu. Á þeim tíma var hann að undirbúa sig fyrir fyrsta NFL-tímabilið sitt. Mahomes said he only wears them for game day and cleans them "once in a while (via @AdamSchefter) pic.twitter.com/9waMGsR2fA— Bleacher Report (@BleacherReport) November 14, 2023 Mahomes var þá lítt þekktur leikmaður en var fljótur að slá í gegn þegar hann fékk tækifærið. Hann var snöggur að komast í hóp þeirra bestu í deildinni. Nú er hann tvöfaldur meistari og líklegur til að bæta fleiri titlum við. Nú er komið í ljós að eitt hefur ekkert breyst síðan á fyrstu dögum hans í NFL-deildinni. Chad Henne, fyrrum varamaður Mahomes hjá Chiefs, missti það út úr sér í febrúar að Mahomes hefði þá hjátrú að spila alltaf í sömu nærbuxunum. Nú hefur hann sjálfur staðfest söguna. Mahomes mætti í mánudagsþáttinn hjá Manning bræðrum á ESPN þar sem Peyton og Eli Manning ræða málin í tengslum við leik kvöldsins í NFL-deildinni sem að þessu sinni var á milli Denver Broncos og Buffalo Bills. „Það var kona mín Brittany sem gaf mér þær. Ég ætla ekki að sýna ykkur þær en ég verð að vera í þeim. Þegar ég klæddist þeim fyrst þá áttum við afar gott tímabil,“ sagði Mahomes. Hver veit nema að hún hafi jafnvel keypt þær í Kringlunni eða Smáralind. Ólíklegt en ekki ómögulegt. „Ég er bara í þeim á leikdögum og þær eru því ekki það slitnar. Þær eru heldur ekki skítugar því ég hendi þeim í þvottavélina á milli,“ sagði Mahomes léttur. Patrick Mahomes admitted to wearing the same underwear for every NFL game because they're lucky, and says he only washes them sometimes!Full story: https://t.co/cLhN7L3YpJ— TMZ (@TMZ) November 15, 2023 NFL Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Sjá meira
Við Íslendingar höfum kallað Mahomes tengdason Mosfellsbæjar eftir að hann eyddi sumri hér á Íslandi þegar eiginkona hans, Brittany, spilaði með Aftureldingu. Á þeim tíma var hann að undirbúa sig fyrir fyrsta NFL-tímabilið sitt. Mahomes said he only wears them for game day and cleans them "once in a while (via @AdamSchefter) pic.twitter.com/9waMGsR2fA— Bleacher Report (@BleacherReport) November 14, 2023 Mahomes var þá lítt þekktur leikmaður en var fljótur að slá í gegn þegar hann fékk tækifærið. Hann var snöggur að komast í hóp þeirra bestu í deildinni. Nú er hann tvöfaldur meistari og líklegur til að bæta fleiri titlum við. Nú er komið í ljós að eitt hefur ekkert breyst síðan á fyrstu dögum hans í NFL-deildinni. Chad Henne, fyrrum varamaður Mahomes hjá Chiefs, missti það út úr sér í febrúar að Mahomes hefði þá hjátrú að spila alltaf í sömu nærbuxunum. Nú hefur hann sjálfur staðfest söguna. Mahomes mætti í mánudagsþáttinn hjá Manning bræðrum á ESPN þar sem Peyton og Eli Manning ræða málin í tengslum við leik kvöldsins í NFL-deildinni sem að þessu sinni var á milli Denver Broncos og Buffalo Bills. „Það var kona mín Brittany sem gaf mér þær. Ég ætla ekki að sýna ykkur þær en ég verð að vera í þeim. Þegar ég klæddist þeim fyrst þá áttum við afar gott tímabil,“ sagði Mahomes. Hver veit nema að hún hafi jafnvel keypt þær í Kringlunni eða Smáralind. Ólíklegt en ekki ómögulegt. „Ég er bara í þeim á leikdögum og þær eru því ekki það slitnar. Þær eru heldur ekki skítugar því ég hendi þeim í þvottavélina á milli,“ sagði Mahomes léttur. Patrick Mahomes admitted to wearing the same underwear for every NFL game because they're lucky, and says he only washes them sometimes!Full story: https://t.co/cLhN7L3YpJ— TMZ (@TMZ) November 15, 2023
NFL Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Sjá meira