Magnaður seinni hálfleikur Kolstad gegn stórliðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 20:01 Sigvaldi Björn skoraði fjögur mörk í kvöld. Vísir/Getty Norska ofurliðið Kolstad vann í kvöld góðan sigur á PSG þegar liðin mættust í Noregi í Meistaradeildinni í handknattleik. Annað Íslendingalið gerði góða ferð til Slóveníu. Lið Kolstad hefur farið ágætlega af stað í Meistaradeildinni í handknattleik eftir nokkuð brösuga byrjun á tímabilinu. Fyrir leikinn gegn PSG í kvöld var liðið með þrjá sigra eftir fyrstu sex umferðirnar og gat jafnað PSG að stigum með sigri. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. Staðan að honum loknum var 16-14 franska liðinu í vil en í seinni hálfleik fóru leikmenn Kolstad á kostum. Norska liðið skoraði tuttugu og tvö mörk í síðari hálfleiknum og var Magnus Röd í aðalhlutverki en hann skoraði tólf mörk í leiknum. Röd hefur átt við meiðsli að stríða en er augljóslega að finna sitt gamla form. Magnus Rød Great to witness him back on his top level.Impressive second half by Kolstad. That being said, a way too bad second half by PSG with 22 goals conceded!It s the second 2nd half in a row in the EHF Champions League where they concede +20 goals!#handball #ehfcl— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) November 15, 2023 Lokatölur í Noregi í kvöld 36-31 eftir magnaðan síðari hálfleik Kolstad. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad í kvöld. Sander Sagosen skoraði fimm mörk en þeir Kamil Syprzak og Elohim Prandi voru markahæstir hjá PSG með sjö mörk hvor. Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir Veszprem sem gerði góða ferð til Slóveníu. Veszprem vann 40-33 sigur á Celje Lasko eftir að hafa leitt 22-17 í hálfleik. Hugo Descat skoraði 9 mörk fyrir Veszprem og Tim Cokan 7 fyrir Celje. Bjarki Már nýtti öll skot sín í leiknum en Veszprem er í öðru sæti B-riðils með jafn mörk stig og Barcelona. Bæði lið hafa unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Lið Kolstad hefur farið ágætlega af stað í Meistaradeildinni í handknattleik eftir nokkuð brösuga byrjun á tímabilinu. Fyrir leikinn gegn PSG í kvöld var liðið með þrjá sigra eftir fyrstu sex umferðirnar og gat jafnað PSG að stigum með sigri. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. Staðan að honum loknum var 16-14 franska liðinu í vil en í seinni hálfleik fóru leikmenn Kolstad á kostum. Norska liðið skoraði tuttugu og tvö mörk í síðari hálfleiknum og var Magnus Röd í aðalhlutverki en hann skoraði tólf mörk í leiknum. Röd hefur átt við meiðsli að stríða en er augljóslega að finna sitt gamla form. Magnus Rød Great to witness him back on his top level.Impressive second half by Kolstad. That being said, a way too bad second half by PSG with 22 goals conceded!It s the second 2nd half in a row in the EHF Champions League where they concede +20 goals!#handball #ehfcl— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) November 15, 2023 Lokatölur í Noregi í kvöld 36-31 eftir magnaðan síðari hálfleik Kolstad. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad í kvöld. Sander Sagosen skoraði fimm mörk en þeir Kamil Syprzak og Elohim Prandi voru markahæstir hjá PSG með sjö mörk hvor. Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir Veszprem sem gerði góða ferð til Slóveníu. Veszprem vann 40-33 sigur á Celje Lasko eftir að hafa leitt 22-17 í hálfleik. Hugo Descat skoraði 9 mörk fyrir Veszprem og Tim Cokan 7 fyrir Celje. Bjarki Már nýtti öll skot sín í leiknum en Veszprem er í öðru sæti B-riðils með jafn mörk stig og Barcelona. Bæði lið hafa unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira