Mjúk lending í karlaríkinu á Keflavíkurflugvelli Stefán Árni Pálsson skrifar 16. nóvember 2023 10:31 Erla, Þórhildur og Guðrún Hrefna starfa allar hjá Icelandair við flugvirkjum. Þórhildur er enn sem komið er nemi. Í áratugi var það þannig að karlar réðu lögum og lofum hér við viðhald flugvéla hjá Icelandair. Það er nú svosem þannig enn þá í dag en nú eru þeir að minnsta kosti ekki aleinir um hituna. Konur eru í auknum mæli að sækja inn á svið flugvirkjunar og nú er svo komið að aldrei hafa fleiri kvenkyns flugvirkjar verið starfandi hjá félaginu. Kristín Ólafsdóttir hitti stelpurnar í flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli og ræddi við þær um starfið og áskoranirnar sem fylgja því að koma inn í algjört karlaríki en fjallað var um hópinn í Íslandi í dag á þriðjudagskvöldið. Þrír af sjö kvenkyns flugvirkjum Icelandair tóku á móti Kristínu í flugskýlinu. Erla er nýorðin fertug, búsett í Keflavík, Þórhildur er 28 ára úr Vesturbænum í Reykjavík, og Guðrún Hrefna er 34 ára, búsett í Grindavík ásamt manni sínum - sem er einnig flugvirki - og þremur börnum. Og þá liggur beinast við að spyrja - af hverju flugvirkjun? Klippa: Þrjár konur sem flugvirkjar í karlaríki „Þegar ég var í framhaldsskóla þá var ég svona pínu týnd og vissi ekki alveg hvað ég ætlaði að gera við líf mitt og var að vinna hérna á varahlutalagernum á þeim tíma eða árið 2009. Pabbi kom til mín og segir, af hverju ferðu ekki bara að læra flugvirkjun, eiginlega í gríni en ég ákvað að slá til og sé ekki eftir því,“ segir Guðrún Hrefna Kolbeinsdóttir, flugvirki. „Ég byrjaði hjá Icelandair árið 2011 og skipti nokkrum sinnum um deildir og lærði húsgagnasmíði á meðan. Svo endaði þetta með því að mig langaði meira að vinna með höndunum heldur en við skrifborðið,“ segir Erla Valþórsdóttir, flugvirki. Engum finnst þetta skrýtið „Pabbi var alltaf að segja við mig að finna einhverja vinnu með höndunum en ég veit svosem ekki alveg hvernig ég endaði hérna. Ég þekkti einhvern sem var búinn að fara í gegnum þennan skóla og endaði einhvern veginn hér og er búin að vera hér síðan 2020,“ segir Þórhildur Eyþórsdóttir, nemi í flugvirkjun. Þórhildur lagði stund á förðunarfræði áður en stefnan var tekin á flugvirkjann. Hún er eins og áður segir úr Vesturbænum - og segir að bóklegt nám sé vissulega leiðin sem ungir Vesturbæingar feta oftast, ekki síst stelpurnar. „Alltaf þegar Tækniskólinn kom með kynningar í skólann þá voru fáir að pæla í því og flestir fara í viðskiptafræði, lögfræði eða Listaháskólann en það finnst engum þetta sérstaklega skrýtið hjá mér, þetta er bara menntun,“ segir Þórhildur. Kristín spurði þær hvort þær hefðu einhver tímann lent í fordómum eða leiðindum á vinnustaðnum. „Ég myndi ekki segja að maður hafi lent í fordómum en þegar konur koma inn á vinnustað þar sem það eru aðallega karlar þá er öðruvísi talsmáti og öðruvísi hegðun og báðir hóparnir þurfa kannski að aðlagast hvor öðrum. En ekki fordómar myndi ég segja. Þetta var bara mjúk lending hérna inni, miðað við það sem var búið að vara manni við,“ segir Þórhildur. Hér að neðan má sjá brot úr innslaginu en áskrifendur geta séð það í heild sinni á frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+. Icelandair Keflavíkurflugvöllur Jafnréttismál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Kristín Ólafsdóttir hitti stelpurnar í flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli og ræddi við þær um starfið og áskoranirnar sem fylgja því að koma inn í algjört karlaríki en fjallað var um hópinn í Íslandi í dag á þriðjudagskvöldið. Þrír af sjö kvenkyns flugvirkjum Icelandair tóku á móti Kristínu í flugskýlinu. Erla er nýorðin fertug, búsett í Keflavík, Þórhildur er 28 ára úr Vesturbænum í Reykjavík, og Guðrún Hrefna er 34 ára, búsett í Grindavík ásamt manni sínum - sem er einnig flugvirki - og þremur börnum. Og þá liggur beinast við að spyrja - af hverju flugvirkjun? Klippa: Þrjár konur sem flugvirkjar í karlaríki „Þegar ég var í framhaldsskóla þá var ég svona pínu týnd og vissi ekki alveg hvað ég ætlaði að gera við líf mitt og var að vinna hérna á varahlutalagernum á þeim tíma eða árið 2009. Pabbi kom til mín og segir, af hverju ferðu ekki bara að læra flugvirkjun, eiginlega í gríni en ég ákvað að slá til og sé ekki eftir því,“ segir Guðrún Hrefna Kolbeinsdóttir, flugvirki. „Ég byrjaði hjá Icelandair árið 2011 og skipti nokkrum sinnum um deildir og lærði húsgagnasmíði á meðan. Svo endaði þetta með því að mig langaði meira að vinna með höndunum heldur en við skrifborðið,“ segir Erla Valþórsdóttir, flugvirki. Engum finnst þetta skrýtið „Pabbi var alltaf að segja við mig að finna einhverja vinnu með höndunum en ég veit svosem ekki alveg hvernig ég endaði hérna. Ég þekkti einhvern sem var búinn að fara í gegnum þennan skóla og endaði einhvern veginn hér og er búin að vera hér síðan 2020,“ segir Þórhildur Eyþórsdóttir, nemi í flugvirkjun. Þórhildur lagði stund á förðunarfræði áður en stefnan var tekin á flugvirkjann. Hún er eins og áður segir úr Vesturbænum - og segir að bóklegt nám sé vissulega leiðin sem ungir Vesturbæingar feta oftast, ekki síst stelpurnar. „Alltaf þegar Tækniskólinn kom með kynningar í skólann þá voru fáir að pæla í því og flestir fara í viðskiptafræði, lögfræði eða Listaháskólann en það finnst engum þetta sérstaklega skrýtið hjá mér, þetta er bara menntun,“ segir Þórhildur. Kristín spurði þær hvort þær hefðu einhver tímann lent í fordómum eða leiðindum á vinnustaðnum. „Ég myndi ekki segja að maður hafi lent í fordómum en þegar konur koma inn á vinnustað þar sem það eru aðallega karlar þá er öðruvísi talsmáti og öðruvísi hegðun og báðir hóparnir þurfa kannski að aðlagast hvor öðrum. En ekki fordómar myndi ég segja. Þetta var bara mjúk lending hérna inni, miðað við það sem var búið að vara manni við,“ segir Þórhildur. Hér að neðan má sjá brot úr innslaginu en áskrifendur geta séð það í heild sinni á frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+.
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Jafnréttismál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira