Þórdís Elva út í atvinnumennsku: „Hún er mjög klár leikmaður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2023 11:00 Þórdís Elva Ágústsdóttir í leik með Val á móti Breiðabliki Vísir/Vilhelm Þórdís Elva Ágústsdóttir er nýjasti atvinnufótboltamaður okkar Íslendinga en hún er á leiðinni til sænska úrvalsdeildarfélagsins Växjö DFF. Växjö sagði frá því á miðlum sínum að félagið hafi gert tveggja ára samning við uppöldu Haukakonuna. Þórdís Elva spilaði vel með Íslandsmeisturum Vals í Bestu deildinni í sumar en þessi 23 ára miðjumaður var þá með sex mörk og tvær stoðsendingar í 23 leikjum. Hún kom til Vals fyrir 2022 tímabilið og vann þrjá titla á tveimur árum sínum á Hlíðarenda því Valur varð Íslands- og bikarmeistari sumarið 2022. Växjö endaði í áttuna sæti af fjórtán liðum í sænsku deildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa verið nýliði í deildinni. Þórdís Elva er alin upp í Haukum en spilaði með Fylki í þrjú tímabil áður en hún færði sig yfir í Val. Dennis Popperyd, íþróttastjórinn hjá Växjö, er ánægður með komu Þórdísar en hún er fyrsti leikmaðurinn sem kemur til félagsins fyrir næsta tímabil. „Við byrjum strax að styrkja liðið sem mun hjálpa við uppbyggingu liðsins. Þórdís er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðjunni en einnig á vængnum. Hún er mjög klár leikmaður sem er með góðan vinstri fót,“ sagði Popperyd. „Þórdís hefur sýnt það að hún getur bæði skorað með þrumuskoti af löngu færi en hún er líka góður sendingamaður. Hún mun koma með svolítið sem við höfum ekki í liðnu okkar í dag og mun styrkja okkur fyrir næsta tímabil,“ sagði Popperyd. „Mér líður mjög vel með þetta og ég er rosalega spennt fyrir næstu tveimur árum með Växjö DFF,“ sagði Þórdís Elva í viðtali á heimasíðu félagsins. „Ég fékk strax góða tilfinningu eftir fyrstu samtölin við Olof og Dennis. Ég er hrifinn af metnaði og markmiði félagsins á næstu árum,“ sagði Þórdís. View this post on Instagram A post shared by Va xjo DFF (@vaxjo_dff) Sænski boltinn Valur Besta deild kvenna Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Växjö sagði frá því á miðlum sínum að félagið hafi gert tveggja ára samning við uppöldu Haukakonuna. Þórdís Elva spilaði vel með Íslandsmeisturum Vals í Bestu deildinni í sumar en þessi 23 ára miðjumaður var þá með sex mörk og tvær stoðsendingar í 23 leikjum. Hún kom til Vals fyrir 2022 tímabilið og vann þrjá titla á tveimur árum sínum á Hlíðarenda því Valur varð Íslands- og bikarmeistari sumarið 2022. Växjö endaði í áttuna sæti af fjórtán liðum í sænsku deildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa verið nýliði í deildinni. Þórdís Elva er alin upp í Haukum en spilaði með Fylki í þrjú tímabil áður en hún færði sig yfir í Val. Dennis Popperyd, íþróttastjórinn hjá Växjö, er ánægður með komu Þórdísar en hún er fyrsti leikmaðurinn sem kemur til félagsins fyrir næsta tímabil. „Við byrjum strax að styrkja liðið sem mun hjálpa við uppbyggingu liðsins. Þórdís er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðjunni en einnig á vængnum. Hún er mjög klár leikmaður sem er með góðan vinstri fót,“ sagði Popperyd. „Þórdís hefur sýnt það að hún getur bæði skorað með þrumuskoti af löngu færi en hún er líka góður sendingamaður. Hún mun koma með svolítið sem við höfum ekki í liðnu okkar í dag og mun styrkja okkur fyrir næsta tímabil,“ sagði Popperyd. „Mér líður mjög vel með þetta og ég er rosalega spennt fyrir næstu tveimur árum með Växjö DFF,“ sagði Þórdís Elva í viðtali á heimasíðu félagsins. „Ég fékk strax góða tilfinningu eftir fyrstu samtölin við Olof og Dennis. Ég er hrifinn af metnaði og markmiði félagsins á næstu árum,“ sagði Þórdís. View this post on Instagram A post shared by Va xjo DFF (@vaxjo_dff)
Sænski boltinn Valur Besta deild kvenna Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira