Lífið

Ætla taka öll gömlu Frostrósarlögin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margrét Eir og Hera koma aftur saman og standa fyrir jólatónleikum.
Margrét Eir og Hera koma aftur saman og standa fyrir jólatónleikum.

Fyrir þrettán árum komu þær Margrét Eir Hönnudóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir saman til að halda jólatónleika sem slógu í gegn en um er að ræða Frostrósartónleikana vinsælu á sínum tíma.

Með árunum hafa jólatónleikar orðið hluti af jólahaldi Íslendinga.

„Við höfum ekki haldið jólatónleika saman í þessi þrettán ár, bara tekið þátt í öðrum jólatónleikum í sitthvoru lagi,“ segir Margrét Eir í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Núna erum við að láta gamlan draum rætast og fara í öll Frostrósarlögin,“ segir Hera Björg en tónleikarnir þeirra verða í Eldborgarsalnum í Hörpunni þann 8. desember.

Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins þar sem rætt er við þær báðar en hægt er að sjá innslagið í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2 fyrir áskrifendur.

Klippa: Ætla taka öll gömlu Frostrósarlögin





Fleiri fréttir

Sjá meira


×