Vilja fella út meinlegan staf úr tóbakslögum Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2023 14:16 Halldór Auðar Svansson er meðal þriggja Pírata sem telur rétt að hreinsa til í lögunum. vísir/vilhelm Píratar leggja fram frumvarp þar sem lagt er til að fellt verði út alfarið ákvæði sem bannar fjölmiðlum að fjalla um einstakar vörutegundir tóbaks nema til að vara sérstaklega við skaðsemi þeirra. Flutningsmenn eru Halldór Auðar Svansson, Halldóra Mogensen, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir en frumvarpið gengur einfaldlega út að fella úr tóbaksvarnarlögum ofangreint ákvæði þar sem segir að auglýsingar á tóbaki og reykfærum séu bannaðar: hvers konar umfjöllun í fjölmiðlum um einstakar vörutegundir til annars en að vara sérstaklega við skaðsemi þeirra. Um er að ræða afar umdeildan lagastaf eins og rakið er í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Og hefur orðið mönnum tilefni til að hæðast að því. Þannig efndu lögmennirnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Haraldur Blöndal heitinn til ritdeilu á síðum Morgunblaðsins þar sem þeir drógu þennan lagastaf sundur og saman í háði. Margir höfðu gaman að meinlegri og háðslegri ritdeilu þeirra Haraldar Blöndal og Jóns Steinars Gunnlaugssonar. En þetta mátti sjá í Morgunblaðinu 8. júní 2001. Ekki kom til þess að þeir væru kærðir fyrir skrifin. „Blaðamannafélag Íslands sendi inn umsögn þar sem þess var krafist að „umrætt ákveði verði afnumið úr lögum vegna þess að það stríðir gegn prent- og ritfrelsi í landinu.“. Í umsögn félagsins sagði jafnframt: „Verður heldur ekki séð af greinargerð með frumvarpinu að tillit hafi verið tekið til tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar þegar það var samið. Slíkt skeytingarleysi á Alþingi um grundvallarréttindi í lýðræðisríki er eitt út af fyrir sig áhyggjuefni,“ sagði í ályktun BÍ. Barátta Péturs heitins Blöndal Ekki er heldur að sjá að nokkurt tillit hafi verið tekið til þessa sjónarmiðs í meðförum heilbrigðis- og trygginganefndar, né í umræðum á Alþingi, og varð frumvarpið að lögum þann 20. maí 2001,“ segir í greinargerð. Þá er vitnað til orða Péturs H. Blöndals heitins sem barðist hart gegn þessum lagastaf á þingi en hafði ekki erindi sem erfiði: „Þetta ákvæði er alveg með ólíkindum, frú forseti. Ef einhver fjölmiðlamaður skyldi nú senda út það sem ég segi hér á eftir þá ætla ég að vara hann við að ég er að fara að brjóta lög. Ég ætla nefnilega að segja að ég hafi aldrei reykt Camel. Þetta er lögbrot. Halldóra er meðal þeirra sem telur lagastafinn fráleitan og vill hann út.vísir/vilhelm Ég ætla að segja að það sé langt síðan ég hafi keypt Chesterfield. Annað lögbrot. Ég ætla að segja að nú er hann Jón gamli dáinn, ég segi það af því að ég er að skrifa minningargrein um hann, en eldri bróðir hans Gunnar sem reykti alltaf Raleigh, lifir góðu lífi. Eða systir hans sem reykti lifir enn, háöldruð. Þetta má ég ekki segja heldur,“ sagði Pétur og taldi um að ræða einstrengingshátt, trúboð og rétttrúnað. „Heilbrigð umræða og skynsemi er látin veg allrar veraldar.“ Kælingaráhrifin eru til staðar Í greinargerð segir að þó aldrei hafi komið til að þessum lagastaf hafi verið beitt sé hann til staðar en áhrifin eru til staðar. Vísað er í ritstjórnargrein Aðalheiðar Ámundadóttur, þá fréttastjóra Fréttablaðsins, sem birtist í blaðinu þann 10. mars 2021. Þar greindi hún frá því að Fréttablaðinu hafi borist krafa frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur þess efnis að fjarlægð yrði frétt um tiltekinn tóbakssala af viðskiptavef blaðsins. Hótað var dagsektum og möguleikanum á að því að vísa málinu til lögreglu. Þórhildur Sunna telur vert að taka til í tóbaksvarnarlögum.vísir/vilhelm „Þótt hvorki ritskoðun heilbrigðiseftirlitsins né umrætt ákvæði tóbaksvarnarlaga, standist ákvæði um tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla, ákvað ritstjórnin, eftir vikulanga yfirlegu, að taka fréttina úr birtingu.“ Þar varð ofan á það sjónarmið að blaðið hefði ekki fjárhagslega burði til að taka þennan slag, þó svo að ritstjórnin hefði gjarnan viljað láta reyna á lögin.“ Í greinargerðinni er því haldið fram að blátt bann við fjölmiðlaumfjöllun um einstakar vörutegundir tóbaks og reykfæra, nema undir þröngum formerkjum, sé þannig óhóflegt tæki til að ná fram markmiðum tóbaksvarnalaga … „þar sem það samræmist illa tjáningarfrelsissjónarmiðum og leiðir til óhóflegrar kælingar á fjölmiðlaumfjöllun.“ Alþingi Fjölmiðlar Áfengi og tóbak Píratar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Flutningsmenn eru Halldór Auðar Svansson, Halldóra Mogensen, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir en frumvarpið gengur einfaldlega út að fella úr tóbaksvarnarlögum ofangreint ákvæði þar sem segir að auglýsingar á tóbaki og reykfærum séu bannaðar: hvers konar umfjöllun í fjölmiðlum um einstakar vörutegundir til annars en að vara sérstaklega við skaðsemi þeirra. Um er að ræða afar umdeildan lagastaf eins og rakið er í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Og hefur orðið mönnum tilefni til að hæðast að því. Þannig efndu lögmennirnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Haraldur Blöndal heitinn til ritdeilu á síðum Morgunblaðsins þar sem þeir drógu þennan lagastaf sundur og saman í háði. Margir höfðu gaman að meinlegri og háðslegri ritdeilu þeirra Haraldar Blöndal og Jóns Steinars Gunnlaugssonar. En þetta mátti sjá í Morgunblaðinu 8. júní 2001. Ekki kom til þess að þeir væru kærðir fyrir skrifin. „Blaðamannafélag Íslands sendi inn umsögn þar sem þess var krafist að „umrætt ákveði verði afnumið úr lögum vegna þess að það stríðir gegn prent- og ritfrelsi í landinu.“. Í umsögn félagsins sagði jafnframt: „Verður heldur ekki séð af greinargerð með frumvarpinu að tillit hafi verið tekið til tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar þegar það var samið. Slíkt skeytingarleysi á Alþingi um grundvallarréttindi í lýðræðisríki er eitt út af fyrir sig áhyggjuefni,“ sagði í ályktun BÍ. Barátta Péturs heitins Blöndal Ekki er heldur að sjá að nokkurt tillit hafi verið tekið til þessa sjónarmiðs í meðförum heilbrigðis- og trygginganefndar, né í umræðum á Alþingi, og varð frumvarpið að lögum þann 20. maí 2001,“ segir í greinargerð. Þá er vitnað til orða Péturs H. Blöndals heitins sem barðist hart gegn þessum lagastaf á þingi en hafði ekki erindi sem erfiði: „Þetta ákvæði er alveg með ólíkindum, frú forseti. Ef einhver fjölmiðlamaður skyldi nú senda út það sem ég segi hér á eftir þá ætla ég að vara hann við að ég er að fara að brjóta lög. Ég ætla nefnilega að segja að ég hafi aldrei reykt Camel. Þetta er lögbrot. Halldóra er meðal þeirra sem telur lagastafinn fráleitan og vill hann út.vísir/vilhelm Ég ætla að segja að það sé langt síðan ég hafi keypt Chesterfield. Annað lögbrot. Ég ætla að segja að nú er hann Jón gamli dáinn, ég segi það af því að ég er að skrifa minningargrein um hann, en eldri bróðir hans Gunnar sem reykti alltaf Raleigh, lifir góðu lífi. Eða systir hans sem reykti lifir enn, háöldruð. Þetta má ég ekki segja heldur,“ sagði Pétur og taldi um að ræða einstrengingshátt, trúboð og rétttrúnað. „Heilbrigð umræða og skynsemi er látin veg allrar veraldar.“ Kælingaráhrifin eru til staðar Í greinargerð segir að þó aldrei hafi komið til að þessum lagastaf hafi verið beitt sé hann til staðar en áhrifin eru til staðar. Vísað er í ritstjórnargrein Aðalheiðar Ámundadóttur, þá fréttastjóra Fréttablaðsins, sem birtist í blaðinu þann 10. mars 2021. Þar greindi hún frá því að Fréttablaðinu hafi borist krafa frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur þess efnis að fjarlægð yrði frétt um tiltekinn tóbakssala af viðskiptavef blaðsins. Hótað var dagsektum og möguleikanum á að því að vísa málinu til lögreglu. Þórhildur Sunna telur vert að taka til í tóbaksvarnarlögum.vísir/vilhelm „Þótt hvorki ritskoðun heilbrigðiseftirlitsins né umrætt ákvæði tóbaksvarnarlaga, standist ákvæði um tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla, ákvað ritstjórnin, eftir vikulanga yfirlegu, að taka fréttina úr birtingu.“ Þar varð ofan á það sjónarmið að blaðið hefði ekki fjárhagslega burði til að taka þennan slag, þó svo að ritstjórnin hefði gjarnan viljað láta reyna á lögin.“ Í greinargerðinni er því haldið fram að blátt bann við fjölmiðlaumfjöllun um einstakar vörutegundir tóbaks og reykfæra, nema undir þröngum formerkjum, sé þannig óhóflegt tæki til að ná fram markmiðum tóbaksvarnalaga … „þar sem það samræmist illa tjáningarfrelsissjónarmiðum og leiðir til óhóflegrar kælingar á fjölmiðlaumfjöllun.“
Alþingi Fjölmiðlar Áfengi og tóbak Píratar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira