Innlent

Bein út­sending: Há­tíðar­dag­skrá á degi ís­lenskrar tungu

Atli Ísleifsson skrifar
Hátíðardagskráin fer fram í Eddu - húsi íslenskunnar.
Hátíðardagskráin fer fram í Eddu - húsi íslenskunnar. Stjr

Haldið er upp á dag íslenskrar tungu í 28. sinn í dag. Í Eddu, húsi íslenskunnar, fer fram sérstök hátíðardagskrá klukkan 16.

Hægt verður að fylgjast með dagskránni í beinu streymi í spilaranum að neðan. 

Í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu segir að þar muni meðal annars Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Guðrún Nordal , forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum taka til máls. 

Venju samkvæmt verða Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar afhent ásamt viðurkenningu dags íslenskrar tungu.

Sýnt verður beint frá viðburðinum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×