Eyjakona í Grindavík búin að flýja ógn jarðelds í annað sinn á ævinni Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2023 19:19 Svanhvít Másdóttir flúði Heimaey gosnóttina 23. janúar 1973 og settist að í Grindavík. Núna er hún aftur orðin flóttamaður. Einar Árnason Kona úr Vestmannaeyjum sem settist að í Grindavík eftir að hafa flúið Heimaeyjargosið fyrir hálfri öld hefur núna upplifað það í annað sinn á ævinni að flýja undan ógn jarðelds. Hún segir ómetanlegt að sjá hvað landsmenn eru tilbúnir að gera til að hjálpa Grindvíkingum en sjálf býr hún núna í íbúð sem ókunnugt fólk lánaði henni. Í fréttum Stöðvar 2 voru rifjaðar upp svipmyndir frá Heimaeyjargosinu árið 1973 en þá flúðu fimm þúsund manns eyjuna á einni nóttu. Margir sneru ekki til baka og byggðu sér heimili á nýjum stað, þar á meðal í Grindavík, þar sem vel á annað hundrað Eyjamenn settust að. Þegar landris hófst við fjallið Þorbjörn fyrir tæpum fjórum árum og óvissustigi var lýst yfir í Grindavík gerðum við á Stöð 2 sjónvarpsþátt um Eyjamennina sem enn bjuggu í Grindavík og stóðu þá frammi fyrir þeirri ógn að þurfa að flýja eldgos í annað sinn í ævinni. Svanhvít í viðtali í hrauninu við Bláa lónið í febrúar 2020 þegar þátturinn Um land allt var tekinn upp.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson Einn viðmælanda okkar í þættinum var Svanhvít Másdóttir, starfsmaður Bláa lónsins, en hún var sex ára gömul þegar fjölskylda hennar flúði eldgosið á Heimaey. Núna, hálfri öld síðar, hefur hún aftur neyðst til að yfirgefa heimili sitt undan ógn jarðelds. „Það er bara mjög skrítin tilfinning að maður skuli vera í þessum sporum,“ segir Svanhvít. „En það er ekki komið gos - vonum það besta. En þetta eru skrítnar tilfinningar og í raun ótrúlegt, ólýsanlegt.“ -Eru ónot í þér? „Já, ég get ekki leynt því. Já. Mig langar að búa í Grindavík en ég get ekkert svarað því í dag því að það er ekkert þægilegt að vera þarna. En maður verður bara að vona að móðir náttúra verði spök og leyfi okkur að búa þarna áfram,“ segir Svanhvít. Fjörutíu viðlagasjóðshús risu í Grindavík í hverfi sem kallast Eyjabyggð.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson Í Grindavík risu fjörutíu viðlagasjóðshús fyrir flóttafólkið úr Eyjum í hverfi sem enn í dag kallast Eyjabyggð. Samskonar hverfi risu á skömmum tíma í tuttugu sveitarfélögum sunnan- og suðvestanlands. Svanhvít telur að ráðast þurfi strax í svipaðar aðgerðir fyrir Grindvíkinga. „Það eru mjög margir á hrakhólum. Margir og örugglega flestir bara í tímabundnu húsnæði, eins og við. Við höfum húsnæði sem við fengum að láni en það er ekki til frambúðar.“ Svanhvít og maður hennar ásamt nítján ára syni flúðu fyrstu nóttina til dóttur sinnar og manns hennar sem búa í Hafnarfirði ásamt tveimur börnum. Svanhvít lýsir lífreynslu sinni í húsakynnum Stöðvar 2 við Suðurlandsbraut í Reykjavík í dag.Einar Árnason „Svo daginn eftir þá hringdi nágrannafólk dóttur okkar í þau og buðu okkur litla stúdíóíbúð, sem er við hliðina. Þannig að sonur okkar er hjá systur sinni í barnaherbergi þar. Við erum í stúdíóíbúð hjá fólki sem við þekkjum ekki neitt. Og það er ómetanlegt að sjá hvað fólk er að gera fyrir okkur og bara Grindvíkinga. Opna íbúð fyrir manni og hleypa inn fólki sem það þekkir ekki neitt. Þetta er ómetanlegt. Og við erum ofsalega þakklát,“ segir Grindavíkur-Eyjakonan Svanhvít Másdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þáttinn Um land allt, um Eyjamennina í Grindavík, má nálgast á streymisveitu Stöðvar 2, Stöð 2 plús. Hér er stutt kynningarstikla þáttarins: Grindvísku Eyjamennirnir rifja upp í tíu mínútna kafla í þættinum hvernig var að vakna upp við eldgos og flýja Heimaey þann 23. janúar árið 1973: Hér má sjá átta mínútna kafla úr þættinum þar sem Vestmanneyingar í Grindavík ræða þá tilhugsun að þurfa kannski að flýja eldgos í annað sinn í ævinni: Myndir sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins birtust í fyrsta sinn opinberlega í þættinum. Hér lýsir Ingvar í þriggja mínútna kafla tildrögum þess að hann fór óvænt til Eyja: Grindavík Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Um land allt Tengdar fréttir Skrítin tilhugsun að geta misst hús undir hraun í annað sinn á ævinni Vestmannaeyingar sem settust að í Grindavík, eftir að hafa neyðst til að flýja jarðeld í skyndi, eru núna minntir á að sagan gæti endurtekið sig, en á öðrum stað. 12. mars 2020 22:38 Slökkvibíllinn með sírenur átti að slökkva í eldgosinu Gosnóttin á Heimaey gleymist seint þeim sem upplifðu hana; að vakna upp við jarðeld og þurfa að yfirgefa heimili sitt í skyndi. Eyjamenn sem settust að í Grindavík rifja upp 23. janúar 1973. 11. mars 2020 20:00 Svona upplifðu Eyjamenn að vakna upp við eldgos Fimmtíu ár verða liðin á mánudag, 23. janúar, frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973, sem telja má einn af stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar. 21. janúar 2023 07:01 Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:50 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru rifjaðar upp svipmyndir frá Heimaeyjargosinu árið 1973 en þá flúðu fimm þúsund manns eyjuna á einni nóttu. Margir sneru ekki til baka og byggðu sér heimili á nýjum stað, þar á meðal í Grindavík, þar sem vel á annað hundrað Eyjamenn settust að. Þegar landris hófst við fjallið Þorbjörn fyrir tæpum fjórum árum og óvissustigi var lýst yfir í Grindavík gerðum við á Stöð 2 sjónvarpsþátt um Eyjamennina sem enn bjuggu í Grindavík og stóðu þá frammi fyrir þeirri ógn að þurfa að flýja eldgos í annað sinn í ævinni. Svanhvít í viðtali í hrauninu við Bláa lónið í febrúar 2020 þegar þátturinn Um land allt var tekinn upp.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson Einn viðmælanda okkar í þættinum var Svanhvít Másdóttir, starfsmaður Bláa lónsins, en hún var sex ára gömul þegar fjölskylda hennar flúði eldgosið á Heimaey. Núna, hálfri öld síðar, hefur hún aftur neyðst til að yfirgefa heimili sitt undan ógn jarðelds. „Það er bara mjög skrítin tilfinning að maður skuli vera í þessum sporum,“ segir Svanhvít. „En það er ekki komið gos - vonum það besta. En þetta eru skrítnar tilfinningar og í raun ótrúlegt, ólýsanlegt.“ -Eru ónot í þér? „Já, ég get ekki leynt því. Já. Mig langar að búa í Grindavík en ég get ekkert svarað því í dag því að það er ekkert þægilegt að vera þarna. En maður verður bara að vona að móðir náttúra verði spök og leyfi okkur að búa þarna áfram,“ segir Svanhvít. Fjörutíu viðlagasjóðshús risu í Grindavík í hverfi sem kallast Eyjabyggð.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson Í Grindavík risu fjörutíu viðlagasjóðshús fyrir flóttafólkið úr Eyjum í hverfi sem enn í dag kallast Eyjabyggð. Samskonar hverfi risu á skömmum tíma í tuttugu sveitarfélögum sunnan- og suðvestanlands. Svanhvít telur að ráðast þurfi strax í svipaðar aðgerðir fyrir Grindvíkinga. „Það eru mjög margir á hrakhólum. Margir og örugglega flestir bara í tímabundnu húsnæði, eins og við. Við höfum húsnæði sem við fengum að láni en það er ekki til frambúðar.“ Svanhvít og maður hennar ásamt nítján ára syni flúðu fyrstu nóttina til dóttur sinnar og manns hennar sem búa í Hafnarfirði ásamt tveimur börnum. Svanhvít lýsir lífreynslu sinni í húsakynnum Stöðvar 2 við Suðurlandsbraut í Reykjavík í dag.Einar Árnason „Svo daginn eftir þá hringdi nágrannafólk dóttur okkar í þau og buðu okkur litla stúdíóíbúð, sem er við hliðina. Þannig að sonur okkar er hjá systur sinni í barnaherbergi þar. Við erum í stúdíóíbúð hjá fólki sem við þekkjum ekki neitt. Og það er ómetanlegt að sjá hvað fólk er að gera fyrir okkur og bara Grindvíkinga. Opna íbúð fyrir manni og hleypa inn fólki sem það þekkir ekki neitt. Þetta er ómetanlegt. Og við erum ofsalega þakklát,“ segir Grindavíkur-Eyjakonan Svanhvít Másdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þáttinn Um land allt, um Eyjamennina í Grindavík, má nálgast á streymisveitu Stöðvar 2, Stöð 2 plús. Hér er stutt kynningarstikla þáttarins: Grindvísku Eyjamennirnir rifja upp í tíu mínútna kafla í þættinum hvernig var að vakna upp við eldgos og flýja Heimaey þann 23. janúar árið 1973: Hér má sjá átta mínútna kafla úr þættinum þar sem Vestmanneyingar í Grindavík ræða þá tilhugsun að þurfa kannski að flýja eldgos í annað sinn í ævinni: Myndir sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins birtust í fyrsta sinn opinberlega í þættinum. Hér lýsir Ingvar í þriggja mínútna kafla tildrögum þess að hann fór óvænt til Eyja:
Grindavík Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Um land allt Tengdar fréttir Skrítin tilhugsun að geta misst hús undir hraun í annað sinn á ævinni Vestmannaeyingar sem settust að í Grindavík, eftir að hafa neyðst til að flýja jarðeld í skyndi, eru núna minntir á að sagan gæti endurtekið sig, en á öðrum stað. 12. mars 2020 22:38 Slökkvibíllinn með sírenur átti að slökkva í eldgosinu Gosnóttin á Heimaey gleymist seint þeim sem upplifðu hana; að vakna upp við jarðeld og þurfa að yfirgefa heimili sitt í skyndi. Eyjamenn sem settust að í Grindavík rifja upp 23. janúar 1973. 11. mars 2020 20:00 Svona upplifðu Eyjamenn að vakna upp við eldgos Fimmtíu ár verða liðin á mánudag, 23. janúar, frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973, sem telja má einn af stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar. 21. janúar 2023 07:01 Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:50 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Skrítin tilhugsun að geta misst hús undir hraun í annað sinn á ævinni Vestmannaeyingar sem settust að í Grindavík, eftir að hafa neyðst til að flýja jarðeld í skyndi, eru núna minntir á að sagan gæti endurtekið sig, en á öðrum stað. 12. mars 2020 22:38
Slökkvibíllinn með sírenur átti að slökkva í eldgosinu Gosnóttin á Heimaey gleymist seint þeim sem upplifðu hana; að vakna upp við jarðeld og þurfa að yfirgefa heimili sitt í skyndi. Eyjamenn sem settust að í Grindavík rifja upp 23. janúar 1973. 11. mars 2020 20:00
Svona upplifðu Eyjamenn að vakna upp við eldgos Fimmtíu ár verða liðin á mánudag, 23. janúar, frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973, sem telja má einn af stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar. 21. janúar 2023 07:01
Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:50