Ashley Judd refsað fyrir að vitna gegn Weinstein Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2023 09:00 Ashley Judd á glæstan feril í kvikmyndum og sjónvarpi. Hún er einnig mikil aðgerðarkona varðandi réttindi kvenna til fóstureyðinga. Sjálf fór hún í fóstureyðingu eftir nauðgun. Stöð 2/Sigurjón Bandaríska kvikmyndaleikkonan Ashley Judd segir að henni sé enn refsað fyrir að hafa greint frá kynferðislegu áreiti kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem samanlagt hefur verið dæmdur í tæplega fjörutíu ára fangelsi fyrir kynferðisofbeldi gegn konum. Ashley Judd á glæsilegan feril í kvikmyndum og sjónvarpi en hún er einnig mjög virkur aðgerðasinni varðandi rétt kvenna til fóstureyðinga og fleira og er virk innan Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Hún var meðal gesta á sjötta Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu á mánudag og þriðjudag þar sem hún flutti sláandi erindi. Auk þess tók hún þátt í umræðum á þinginu og flutti erindi við Háskóla Íslands. Ashley Judd hefur sýnt glæstan leik í fjölda stórmynda á móti mörgum virtustu karlleikurum heimsins eins og Morgan Freeman, Harrison Ford og Kevin Klein.Getty/(Marcus Yam „Ég man fyrst eftir að hafa verið misnotuð af karlmanni þegar ég var sjö ára og fór strax til tveggja fullorðinna og sagði frá því sem hafi verið gert við mig.Veistu hvað þau sögðu, Guði sé lof að hlutirnir eru öðruvísi í dag; Hann er góður gamall maður. Þetta er ekki það sem hann meinti,“ sagði Judd í erindi sínu á heimsþinginu. Hún segist lengi hafa ætlað sér að koma til Íslands og taldi rétt að gera loksins alvöru úr því eftir að hafa flogið magsinnis yfir landið þegar henni hafi verið boðið að koma á heimsþingið og flytja erindi við Háskóla Íslands. Ashley Judd var meðal gesta á Heimsþingi kvenleiðtoga þar sem hún flutti sláandi erindi um ofbeldi gegn konum og valdeflingu kvenna. Hún gaf Stöð 2 einkaviðtal sem má sjá í þessari frétt.Stöð 2/Sigurjón Judd hefur leikið í um fjörutíu kvikmyndum og á annan tug sjónvarpsmynda og hlotið fyrir það fjölda viðurkenninga. Það vakti því mikla athygli þegar hún kom fyrst kvenna fram undir nafni og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni. „Ég hef verið kynferðislega áreitt svo oft í Hollywood að listinn er orðinn langur. Til að mynda af framleiðanda sem flaug inn fyrir einn dag, hann var fjármálamaður, sem beinlínis sagði mér að hann hefði átt að nauðga mér þegar hann hafði tækifæri til þess þegar ég var yngri og hafði ekki komist til áhrifa,“ segir Judd. Henni væri enn refsað með því að ganga fram hjá henni við val á leikkonum í kvikmyndir eftir vitnisburðinn gegn Weinstein. En sem betur fer hafi Me too byltingin kallað fram breytingar í kvikmyndaheiminum. Þannig væri ekki lengur ásættanlegt að konur ættu fundi með framleiðendum og leikstjórum á hótelherbergjum. Þær ættu nú einnig rétt á að hafa fulltrúa með sér í leikprufum. „Þetta er kerfi og bergmálshellir þar sem karlmenn kalla ekki aðra karlmenn til ábyrgðar. Þannig að persónur eins og Harvey Weinstein geta athafnað sig án þess að vera dregnir til ábyrgðar. Vegna þess að enginn var til staðar til að trufla þetta feðraveldis ofbeldi. En það hefur breyst ídag. Við konur stöndum meira saman núna. Við deilum upplýsingum, höfum fyrirkomulag sem við köllum Hvíslaranet sem sendir út skilaboð eins og gættu þín á þessum gaur,“ segir Judd. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Ashley Judd í heild sinni: Klippa: Kvikmyndastjarna og aðgerðarkona sem berst fyrir réttindum kvenna Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Íslandsvinir Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Afturför í viðhorfum til leiðtogakvenna en Ísland á toppnum Afturför hefur orðið í viðhorfi almennings til kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstöðum á heimsvísu samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrr Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík. Norðurlöndin og þá Ísland sérstaklega skera sig úr í jákvæðum viðhorfum til kvenna í leiðtogastörfum. 14. nóvember 2023 20:10 Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. 13. nóvember 2023 19:38 Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. 13. nóvember 2023 11:29 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Ashley Judd á glæsilegan feril í kvikmyndum og sjónvarpi en hún er einnig mjög virkur aðgerðasinni varðandi rétt kvenna til fóstureyðinga og fleira og er virk innan Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Hún var meðal gesta á sjötta Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu á mánudag og þriðjudag þar sem hún flutti sláandi erindi. Auk þess tók hún þátt í umræðum á þinginu og flutti erindi við Háskóla Íslands. Ashley Judd hefur sýnt glæstan leik í fjölda stórmynda á móti mörgum virtustu karlleikurum heimsins eins og Morgan Freeman, Harrison Ford og Kevin Klein.Getty/(Marcus Yam „Ég man fyrst eftir að hafa verið misnotuð af karlmanni þegar ég var sjö ára og fór strax til tveggja fullorðinna og sagði frá því sem hafi verið gert við mig.Veistu hvað þau sögðu, Guði sé lof að hlutirnir eru öðruvísi í dag; Hann er góður gamall maður. Þetta er ekki það sem hann meinti,“ sagði Judd í erindi sínu á heimsþinginu. Hún segist lengi hafa ætlað sér að koma til Íslands og taldi rétt að gera loksins alvöru úr því eftir að hafa flogið magsinnis yfir landið þegar henni hafi verið boðið að koma á heimsþingið og flytja erindi við Háskóla Íslands. Ashley Judd var meðal gesta á Heimsþingi kvenleiðtoga þar sem hún flutti sláandi erindi um ofbeldi gegn konum og valdeflingu kvenna. Hún gaf Stöð 2 einkaviðtal sem má sjá í þessari frétt.Stöð 2/Sigurjón Judd hefur leikið í um fjörutíu kvikmyndum og á annan tug sjónvarpsmynda og hlotið fyrir það fjölda viðurkenninga. Það vakti því mikla athygli þegar hún kom fyrst kvenna fram undir nafni og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni. „Ég hef verið kynferðislega áreitt svo oft í Hollywood að listinn er orðinn langur. Til að mynda af framleiðanda sem flaug inn fyrir einn dag, hann var fjármálamaður, sem beinlínis sagði mér að hann hefði átt að nauðga mér þegar hann hafði tækifæri til þess þegar ég var yngri og hafði ekki komist til áhrifa,“ segir Judd. Henni væri enn refsað með því að ganga fram hjá henni við val á leikkonum í kvikmyndir eftir vitnisburðinn gegn Weinstein. En sem betur fer hafi Me too byltingin kallað fram breytingar í kvikmyndaheiminum. Þannig væri ekki lengur ásættanlegt að konur ættu fundi með framleiðendum og leikstjórum á hótelherbergjum. Þær ættu nú einnig rétt á að hafa fulltrúa með sér í leikprufum. „Þetta er kerfi og bergmálshellir þar sem karlmenn kalla ekki aðra karlmenn til ábyrgðar. Þannig að persónur eins og Harvey Weinstein geta athafnað sig án þess að vera dregnir til ábyrgðar. Vegna þess að enginn var til staðar til að trufla þetta feðraveldis ofbeldi. En það hefur breyst ídag. Við konur stöndum meira saman núna. Við deilum upplýsingum, höfum fyrirkomulag sem við köllum Hvíslaranet sem sendir út skilaboð eins og gættu þín á þessum gaur,“ segir Judd. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Ashley Judd í heild sinni: Klippa: Kvikmyndastjarna og aðgerðarkona sem berst fyrir réttindum kvenna
Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Íslandsvinir Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Afturför í viðhorfum til leiðtogakvenna en Ísland á toppnum Afturför hefur orðið í viðhorfi almennings til kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstöðum á heimsvísu samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrr Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík. Norðurlöndin og þá Ísland sérstaklega skera sig úr í jákvæðum viðhorfum til kvenna í leiðtogastörfum. 14. nóvember 2023 20:10 Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. 13. nóvember 2023 19:38 Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. 13. nóvember 2023 11:29 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Afturför í viðhorfum til leiðtogakvenna en Ísland á toppnum Afturför hefur orðið í viðhorfi almennings til kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstöðum á heimsvísu samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrr Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík. Norðurlöndin og þá Ísland sérstaklega skera sig úr í jákvæðum viðhorfum til kvenna í leiðtogastörfum. 14. nóvember 2023 20:10
Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. 13. nóvember 2023 19:38
Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. 13. nóvember 2023 11:29