Laug í beinni á hliðarlínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 08:31 Charissa Thompson er þekkt sjónvarpskona í Bandaríkjunum vegna umfjöllunnar sinnar um NFL deildina. Getty/Cooper Neill Bandaríska sjónvarpskonan Charissa Thompson segist stundum hafa farið frjálslega með sannleikann þegar hún starfaði á hliðarlínunni í NFL-leikjum. Thompson hefur hoppað upp metorðastigann í bandarísku sjónvarpi og er nú umsjónarkona NFL Kickoff þáttarins á Fox sjónvarpsstöðinni. Hún rifjaði upp tíma sinn sem fréttakona á vellinum. Charissa Thompson admitted to sometimes making up sideline reports and the reactions that followed from sports media were passionate.https://t.co/wdNWBz1wlg pic.twitter.com/lPxQQH0ET1— Front Office Sports (@FOS) November 17, 2023 Thompson viðurkenndi það nefnilega í viðtali í hlaðvarpsþættinum Pardon My Take að hafa stundum logið í beinni á hliðarlínunni. Það er hlutverk fréttamanna á hliðarlínunni að gefa áhorfendum innsýn í það sem er þar í gangi varðandi meiðsli leikmanna og annað eins og að ræða við þjálfara í hálfleiknum. Viðtalið við þjálfaranna er ekki í mynd heldur kemur íþróttafréttamaðurinn sjálfur í mynd og segir stuttlega frá spjalli sínu við þjálfarann. Viðtalið er ekki langt og oftast á almennu nótunum. „Ég hef sagt frá þessu áður og ég hef því ekki verið rekin fyrir að segja frá þessu svo ég endurtek mig hérna. Ég bjó stundum til fréttir af því að í fyrsta lagi kom þjálfarinn stundum ekki í viðtal í hálfleik eða í öðru lagi var hann of seinn. Ég vildi ekki klúðra innslaginu mínu og ég hugsaði bara: Ég skálda þetta bara,“ sagði Charissa Thompson. Fox Sports' and Amazon Prime's Charissa Thompson saying she fabricated sideline reports is a bigger problem than you think. 'What she said undermines the trust in the media,' @mikefreemanNFL writes. Read his full column here https://t.co/OSIwQQrKDZ pic.twitter.com/22kRAek8Nn— USA TODAY Sports (@usatodaysports) November 17, 2023 „Ástæðan var að enginn þjálfari yrði reiður yfir því ef ég segi: Heyrðu við þurfum að hætta að gera okkur sjálfum erfitt fyrir eða við þurfum að vera betri á þriðju tilraun eða við þurfum að hætta að tapa boltanum,“ sagði Charissa og bætti við: „Eins og þeir fari að leiðrétta mig út af þessu,“ sagði Charissa sem passaði sig að tala í klisjum og mjög almennt þegar hún laug til um viðtöl við þjálfara. NFL Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Sjá meira
Thompson hefur hoppað upp metorðastigann í bandarísku sjónvarpi og er nú umsjónarkona NFL Kickoff þáttarins á Fox sjónvarpsstöðinni. Hún rifjaði upp tíma sinn sem fréttakona á vellinum. Charissa Thompson admitted to sometimes making up sideline reports and the reactions that followed from sports media were passionate.https://t.co/wdNWBz1wlg pic.twitter.com/lPxQQH0ET1— Front Office Sports (@FOS) November 17, 2023 Thompson viðurkenndi það nefnilega í viðtali í hlaðvarpsþættinum Pardon My Take að hafa stundum logið í beinni á hliðarlínunni. Það er hlutverk fréttamanna á hliðarlínunni að gefa áhorfendum innsýn í það sem er þar í gangi varðandi meiðsli leikmanna og annað eins og að ræða við þjálfara í hálfleiknum. Viðtalið við þjálfaranna er ekki í mynd heldur kemur íþróttafréttamaðurinn sjálfur í mynd og segir stuttlega frá spjalli sínu við þjálfarann. Viðtalið er ekki langt og oftast á almennu nótunum. „Ég hef sagt frá þessu áður og ég hef því ekki verið rekin fyrir að segja frá þessu svo ég endurtek mig hérna. Ég bjó stundum til fréttir af því að í fyrsta lagi kom þjálfarinn stundum ekki í viðtal í hálfleik eða í öðru lagi var hann of seinn. Ég vildi ekki klúðra innslaginu mínu og ég hugsaði bara: Ég skálda þetta bara,“ sagði Charissa Thompson. Fox Sports' and Amazon Prime's Charissa Thompson saying she fabricated sideline reports is a bigger problem than you think. 'What she said undermines the trust in the media,' @mikefreemanNFL writes. Read his full column here https://t.co/OSIwQQrKDZ pic.twitter.com/22kRAek8Nn— USA TODAY Sports (@usatodaysports) November 17, 2023 „Ástæðan var að enginn þjálfari yrði reiður yfir því ef ég segi: Heyrðu við þurfum að hætta að gera okkur sjálfum erfitt fyrir eða við þurfum að vera betri á þriðju tilraun eða við þurfum að hætta að tapa boltanum,“ sagði Charissa og bætti við: „Eins og þeir fari að leiðrétta mig út af þessu,“ sagði Charissa sem passaði sig að tala í klisjum og mjög almennt þegar hún laug til um viðtöl við þjálfara.
NFL Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Sjá meira