Hinn ríkisrekni einkamarkaður Jódís Skúladóttir skrifar 17. nóvember 2023 10:00 Mín skoðun er sú að allir mikilvægir innviðir í þessu landi, hvort heldur þeir snúa að heilbrigðisþjónustu, orkumálum, menntakerfi og svo framvegis, eiga auðvitað að vera í eigu almennings og arður af þeim ef einhver er að ganga inn í sameign til að standa undir rekstri samfélagsins. Þessu eru ekki öll sammála og hægt og rólega gegnum áratugina hefur einkavæðingin kroppað meira og meira til sín. Ríkisapparötin eru svelt innanfrá til þess að það líti út fyrir að einkageirinn komi svo til bjargar með því að stytta biðlista eða bjóða fjölbreyttari og heppilegri þjónustu. Þetta er dapurt, býður upp á tvöfalt kerfi sem sum hafa aðgang að en önnur ekki. Svo greiða fyrirtækin sér arð þegar vel gengur en ætlast til þess að ríkið taki skellinn þegar bjátar á. Þetta sjáum við í nánast öllum geirum og ég hef kallað þetta “hinn ríkisrekna einkamarkað” . Frelsi einstaklinga til að stofna og reka fyrirtæki er stjórnarskrárvarið og það er mikilvægt. En öllum rekstri fylgir àhætta, það eru uppgangs ár en svo koma líka mögru árin. Á Íslandi sjáum við milljarða veltu í sumum atvinnugreinum ár eftir ár með tilheyrandi vexti og arðgreiðslum. Svo kemur eitt ár þar sem af einhverjum ófyrirséðum ástæðum gengur verr og þá er allt á vonarvöl og ákall berst um að ríkið bjargi málunum. Þetta gengur ekki upp. Það er mikið í tísku að tala um sprota, frumkvöðla og nýsköpun enda mikilvægt að styðja og verja slíkt svo við fáum stöðugt nýtt blóð í æðar hagkerfisins. En greinar sem starfað hafa í áratugi, staðið rækilega undir sér og greitt sér arð, falla ekki lengur þar undir. Svo er það samviskuspurningin. Þegar búið er að einkavæða grunninnviði sem tugþúsundir þurfa að stóla á, bæði einstaklingar og fyrirtæki, hvað á þá ríkið að gera? Láta hlutina bara sökkva? Leyfa hrauni að renna yfir Svartsengi sem mun stöðva streymi vatns og orku til 30 þúsund íbúa? Nei það gengur ekki. Ættu einkafyrirtæki að borga brúsann eða amk hluta hans? Já að sjálfsögðu. Hefur ríkið boðvald yfir fyrirtækjum í einkaeigu (þó að hluti sé í eigu lífeyrissjóða landsmanna)? Nei. Það fylgdi ekki með í samningnum. Lærum af þessu ástandi. Skynsamlegast væri að við hefðum alla okkar mikilvægu innviði, grunnþjónustu sem þjóðin á allt undir, í eigu ríkisins. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun er sú að allir mikilvægir innviðir í þessu landi, hvort heldur þeir snúa að heilbrigðisþjónustu, orkumálum, menntakerfi og svo framvegis, eiga auðvitað að vera í eigu almennings og arður af þeim ef einhver er að ganga inn í sameign til að standa undir rekstri samfélagsins. Þessu eru ekki öll sammála og hægt og rólega gegnum áratugina hefur einkavæðingin kroppað meira og meira til sín. Ríkisapparötin eru svelt innanfrá til þess að það líti út fyrir að einkageirinn komi svo til bjargar með því að stytta biðlista eða bjóða fjölbreyttari og heppilegri þjónustu. Þetta er dapurt, býður upp á tvöfalt kerfi sem sum hafa aðgang að en önnur ekki. Svo greiða fyrirtækin sér arð þegar vel gengur en ætlast til þess að ríkið taki skellinn þegar bjátar á. Þetta sjáum við í nánast öllum geirum og ég hef kallað þetta “hinn ríkisrekna einkamarkað” . Frelsi einstaklinga til að stofna og reka fyrirtæki er stjórnarskrárvarið og það er mikilvægt. En öllum rekstri fylgir àhætta, það eru uppgangs ár en svo koma líka mögru árin. Á Íslandi sjáum við milljarða veltu í sumum atvinnugreinum ár eftir ár með tilheyrandi vexti og arðgreiðslum. Svo kemur eitt ár þar sem af einhverjum ófyrirséðum ástæðum gengur verr og þá er allt á vonarvöl og ákall berst um að ríkið bjargi málunum. Þetta gengur ekki upp. Það er mikið í tísku að tala um sprota, frumkvöðla og nýsköpun enda mikilvægt að styðja og verja slíkt svo við fáum stöðugt nýtt blóð í æðar hagkerfisins. En greinar sem starfað hafa í áratugi, staðið rækilega undir sér og greitt sér arð, falla ekki lengur þar undir. Svo er það samviskuspurningin. Þegar búið er að einkavæða grunninnviði sem tugþúsundir þurfa að stóla á, bæði einstaklingar og fyrirtæki, hvað á þá ríkið að gera? Láta hlutina bara sökkva? Leyfa hrauni að renna yfir Svartsengi sem mun stöðva streymi vatns og orku til 30 þúsund íbúa? Nei það gengur ekki. Ættu einkafyrirtæki að borga brúsann eða amk hluta hans? Já að sjálfsögðu. Hefur ríkið boðvald yfir fyrirtækjum í einkaeigu (þó að hluti sé í eigu lífeyrissjóða landsmanna)? Nei. Það fylgdi ekki með í samningnum. Lærum af þessu ástandi. Skynsamlegast væri að við hefðum alla okkar mikilvægu innviði, grunnþjónustu sem þjóðin á allt undir, í eigu ríkisins. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun