Lífið

Glæsihöll með steyptum potti og stór­brotnu út­sýni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hjónin Ásbjörn Arnarsson og Erla Birgisdóttir, hafa búið sér afar fallegt heimili þar sem björt rými, hlýleiki og fagurfræði ræður ríkjum.
Hjónin Ásbjörn Arnarsson og Erla Birgisdóttir, hafa búið sér afar fallegt heimili þar sem björt rými, hlýleiki og fagurfræði ræður ríkjum.

Við Vatnsendablett í Kópavogi má finna sannkallaða glæsihöll. Um er að ræða 340 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum með útsýni yfir Elliðavatn. Ásett verð fyrir eignina er 257 milljónir.

Núverandi eigendur eru Ásbjörn Arnarsson og Erla Birgisdóttir. Hjónin hafa búið sér afar fallegt heimili þar sem björt rými, hlýleiki og fagurfræði ræður ríkjum.

Húsið er staðsett á rúmlega þúsund fermetra lóð með útsýni yfir Elliðavatn.Valhöll fasteignasala
Úr stofu er gengið á upphitaða verönd með steyptum heitum potti.Valhöll fasteignasala

Í húsinu eru þrjú svefnherbergi með möguleika á því fjórða og þrjú baðherbergi.

Fram kemur í auglýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis að húsið sé vel skipulagt með allt að þriggja metra lofthæð, gólfsíðum gluggum í alrými. Þaðan er útgengt á upphitaða verönd með steyptum heitum potti og stórbrotnu útsýni.

Alrýmið samanstendur af stórum og björtum stofum. Þaðan er gengið inn í eldhús sem er búið viðarinnréttingu sem nær upp í loft og veglegri eyju með stein á borðum. 

Alrými er bjart og opið með allt að þriggja metra lofthæð.Valhöll fasteignasala
Heimilið er afar hlýlegt og fallegt.Valhöll fasteignasala
Eldhúsið er rúmgott með góðu vinnuplássi.Valhöll fasteignasala
Baðherbergi eru þrjú í húsinu.Valhöll fasteignasala





Fleiri fréttir

Sjá meira


×