Bruno sér hættuna við lið Íslands sem hefur að engu að keppa Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2023 15:31 Bruno Fernandes í baráttunni við Arnór Ingva á Laugardalsvelli í sumar Vísir/Hulda Margrét Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United og portúgalska landsliðsins, segist eiga von á erfiðum leik við Ísland líkt og hann og liðsfélagar hans upplifðu í Reykjavík fyrr á árinu. Leikurinn verði góð prófraun fyrir Portúgal sem hefur unnið alla sína leik í undankeppni EM til þessa. Aron Guðmundsson skrifar frá Lissabon. Ísland mætir Portúgal á José Alvalade leikvanginum í Lisabon í kvöld í lokaumferð undankeppni EM 2024. Portúgal hefur verið óstöðvandi til þessa í undankeppninni. Unnið alla níu leiki sína, skorað 34 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Liðið hefur fyrir löngu tryggt sér þátttökurétt á EM 2024 í Þýskalandi á næsta ári. Á meðan er Ísland úr baráttunni um EM sæti í gegnum þessa undankeppni en Bruno tekur engu sem gefnu í viðureign liðanna í kvöld. „Ég býst við erfiðum leik,“ segir Bruno í samtali við Vísi. „Fyrri leikur okkar á Íslandi var mjög erfiður. Þetta er líkamlega sterkt lið sem spilar af miklum ákafa og er öflugt í seinni boltunum. Ísland spilar beinskeyttan fótbolta en einnig gæði til að spila boltanum sín á milli. Í liði Íslands eru frábærir leikmenn og við búumst við erfiðum leik eins á Íslandi.“ Á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins í gær var ljóst að yfirlýst markmið liðsins fyrir leik kvöldsins væri að sjá til þess að undankeppnin færi á þann veg að liðið stæði uppi með tíu sigra í tíu leikjum. Er það ykkur mikilvægt að sjá tl þess að svo verði? „Auðvitað viljum við halda þessari sigurgöngu áfram, halda skriðþunganum okkar megin. Sigrar færa okkur meira sjálfstraust til lengri tíma litið. Leikurinn gegn Íslandi verður góð prófraun fyrir okkur. Ísland getur ekki komist upp úr riðlinum lengur en getur þá leyft sér að spila af meira frjálsræði. Við erum komnir áfram en það breytir því ekki að framundan er erfiður leikur.“ Klippa: Bruno Fernandes: Í liði Íslands eru frábærir leikmenn Leikur Portúgal og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:10. Leikar hefjast svo korter í átta. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Lissabon. Ísland mætir Portúgal á José Alvalade leikvanginum í Lisabon í kvöld í lokaumferð undankeppni EM 2024. Portúgal hefur verið óstöðvandi til þessa í undankeppninni. Unnið alla níu leiki sína, skorað 34 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Liðið hefur fyrir löngu tryggt sér þátttökurétt á EM 2024 í Þýskalandi á næsta ári. Á meðan er Ísland úr baráttunni um EM sæti í gegnum þessa undankeppni en Bruno tekur engu sem gefnu í viðureign liðanna í kvöld. „Ég býst við erfiðum leik,“ segir Bruno í samtali við Vísi. „Fyrri leikur okkar á Íslandi var mjög erfiður. Þetta er líkamlega sterkt lið sem spilar af miklum ákafa og er öflugt í seinni boltunum. Ísland spilar beinskeyttan fótbolta en einnig gæði til að spila boltanum sín á milli. Í liði Íslands eru frábærir leikmenn og við búumst við erfiðum leik eins á Íslandi.“ Á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins í gær var ljóst að yfirlýst markmið liðsins fyrir leik kvöldsins væri að sjá til þess að undankeppnin færi á þann veg að liðið stæði uppi með tíu sigra í tíu leikjum. Er það ykkur mikilvægt að sjá tl þess að svo verði? „Auðvitað viljum við halda þessari sigurgöngu áfram, halda skriðþunganum okkar megin. Sigrar færa okkur meira sjálfstraust til lengri tíma litið. Leikurinn gegn Íslandi verður góð prófraun fyrir okkur. Ísland getur ekki komist upp úr riðlinum lengur en getur þá leyft sér að spila af meira frjálsræði. Við erum komnir áfram en það breytir því ekki að framundan er erfiður leikur.“ Klippa: Bruno Fernandes: Í liði Íslands eru frábærir leikmenn Leikur Portúgal og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:10. Leikar hefjast svo korter í átta.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira