Fótbolti

Tapið í Portúgal á Twitter: „Þetta er mark­maður númer 1 hjá okkur“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hákon Rafn og Cristiano Ronaldo í leik kvöldsins.
Hákon Rafn og Cristiano Ronaldo í leik kvöldsins. David S. Bustamante/Getty Images

Ísland tapaði 2-0 gegn Portúgal í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2024. 

Portúgal endar undankeppnina með fullt hús stiga í fyrsta sinn í sögunni. Það má því búast við veisluhöldum í Lissabon og víðar í kvöld. 

Ísland átti nokkrar álitlegar sóknir í upphafi leiks en ekkert síðan. Hér að neðan má sjá það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, á meðan leik stóð.

Guðmundur Benediktsson, betur þekktur sem Gummi Ben, lýsti leiknum frá Portúgal.

Aðrir Íslendingar voru að velta leikvanginum fyrir sér.

Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í markinu en um var að ræða hans fyrsta mótsleik fyrir íslenska A-landsliðið.

Ekki voru allir sáttir við fjölda breytinga á byrjunarliðinu milli leikja en alls voru sex breytingar frá tapinu gegn Slóvakíu.

Cristiano Ronaldo var heiðraður fyrir leik.

Alfreð Finnbogason og Jón Dagur Þorsteinsson reyndu aðeins að æsa í Ronaldo.

Bruno Fernandes kom Portúgal yfir.

Willum Þór Willumsson vs. Bruno

Hjörtur Hermannsson og Sverrir Ingi Ingason voru í miðverðinum saman.

Það gekk lítið upp hjá Ronaldo í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×