Telur Ísland geta byggt á þessu fyrir mögulegt umspil Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 22:50 Á hliðarlínunni. Octavio Passos/Getty Images „Við höfum verið að reyna mismunandi hluti en ég tel okkur hafa fundið kerfið og hvernig við viljum spila,“ sagði Åge Hareide eftir 2-0 tap Íslands gegn Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM karla í knattspyrnu. EM fer fram í Þýskalandi næsta sumar og á Ísland enn möguleika þrátt fyrir að enda í 4. sæti undankeppninnar. Það væri í gegnum umspil þökk sé árangri í Þjóðadeildinni. Þeir leikir færu fram í mars á næsta ári og gæti íslenska liðið verið enn sterkara þegar þar að kemur. „Gylfi (Þór Sigurðsson) og Hákon (Arnar Haraldsson) hafa verið meiddir. Kannski Albert (Guðmundsson), ég veit ekki hvað gerist þar. Það er mikið af möguleikum, yngri leikmennirnir eru að verða betri og betri. Þeir verða bara betri með því að spila, sjá hvað þeir geta og geta.“ „Ég var mjög ánægður með Andra (Lucas Guðjohnsen) og Orra (Stein Óskarsson). Mikael (Egill Ellertsson) kom inn af bekknum og Ísak (Bergmann Jóhannesson) byrjaði. Við eigum mikið af efnilegum leikmönnum. Varnarmennirnir voru góðir í dag og Hákon (Rafn Valdimarsson) var frábær í markinu. Ég er mjög ánægður með leikmennina og við hefðum getað náð inn einu marki undir lokin.“ Åge var að því sögðu ekki sáttur með fyrra mark leiksins en það skoraði Bruno Fernandes með hnitmiðuðu skoti. „Við erum of langt frá honum, við getum ekki leyft honum að skjóta. Í öðru markinu eigum við að elta leikmennina alla leið. Þetta gerist og í dag skipti það ekki öllu máli en það skiptir miklu máli í mars svo við verðum að vera taka þetta með okkur.“ „Almennt þurfum við að hrósa leikmönnunum fyrir vinnuna sem þeir unnu, sumir okkar leikmenn voru virkilega góðir. Sverrir (Ingi Ingason) í miðverðinum og Guðlaugur Victor (Pálsson) í hægri bakverðinum. Allt liðið lagði mikla vinnu á sig.“ Hákon Rafn var að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið. Þjálfarinn var spurður út í frammistöðu markvarðarins. „Hann er markmaður ársins í Svíþjóð, ég hef séð mikið af Hákoni. Við eigum fjóra góða markverði. Við erum mjög ánægðir með markverðina okkar og Hákon stóð sig frábærlega í kvöld.“ „Hann höndlaði andrúmsloftið vel,“ bætti Åge en Portúgalar voru að undirbúa veisluhöld enda vann liðið þeirra alla 10 leiki sína í undankeppninni. „Ég er mjög ánægður með ungu leikmennina sem hafa komið inn. Þeir hafa gæðin til að verða mjög góðir knattspyrnumenn. Ég veit að við þurfum að spila þeim, við verðum að reyna og leyfa þeim að gera mistök sem þeir geta lært af. Þannig verðum við betri. Ég held að eldri leikmennirnir geti hjálpað þeim og við erum með góðan grunn til að byggja á fyrir mars,“ sagði Åge að lokum aðspurður um undankeppnina í heild. Klippa: Åge Hareide eftir leik Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
EM fer fram í Þýskalandi næsta sumar og á Ísland enn möguleika þrátt fyrir að enda í 4. sæti undankeppninnar. Það væri í gegnum umspil þökk sé árangri í Þjóðadeildinni. Þeir leikir færu fram í mars á næsta ári og gæti íslenska liðið verið enn sterkara þegar þar að kemur. „Gylfi (Þór Sigurðsson) og Hákon (Arnar Haraldsson) hafa verið meiddir. Kannski Albert (Guðmundsson), ég veit ekki hvað gerist þar. Það er mikið af möguleikum, yngri leikmennirnir eru að verða betri og betri. Þeir verða bara betri með því að spila, sjá hvað þeir geta og geta.“ „Ég var mjög ánægður með Andra (Lucas Guðjohnsen) og Orra (Stein Óskarsson). Mikael (Egill Ellertsson) kom inn af bekknum og Ísak (Bergmann Jóhannesson) byrjaði. Við eigum mikið af efnilegum leikmönnum. Varnarmennirnir voru góðir í dag og Hákon (Rafn Valdimarsson) var frábær í markinu. Ég er mjög ánægður með leikmennina og við hefðum getað náð inn einu marki undir lokin.“ Åge var að því sögðu ekki sáttur með fyrra mark leiksins en það skoraði Bruno Fernandes með hnitmiðuðu skoti. „Við erum of langt frá honum, við getum ekki leyft honum að skjóta. Í öðru markinu eigum við að elta leikmennina alla leið. Þetta gerist og í dag skipti það ekki öllu máli en það skiptir miklu máli í mars svo við verðum að vera taka þetta með okkur.“ „Almennt þurfum við að hrósa leikmönnunum fyrir vinnuna sem þeir unnu, sumir okkar leikmenn voru virkilega góðir. Sverrir (Ingi Ingason) í miðverðinum og Guðlaugur Victor (Pálsson) í hægri bakverðinum. Allt liðið lagði mikla vinnu á sig.“ Hákon Rafn var að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið. Þjálfarinn var spurður út í frammistöðu markvarðarins. „Hann er markmaður ársins í Svíþjóð, ég hef séð mikið af Hákoni. Við eigum fjóra góða markverði. Við erum mjög ánægðir með markverðina okkar og Hákon stóð sig frábærlega í kvöld.“ „Hann höndlaði andrúmsloftið vel,“ bætti Åge en Portúgalar voru að undirbúa veisluhöld enda vann liðið þeirra alla 10 leiki sína í undankeppninni. „Ég er mjög ánægður með ungu leikmennina sem hafa komið inn. Þeir hafa gæðin til að verða mjög góðir knattspyrnumenn. Ég veit að við þurfum að spila þeim, við verðum að reyna og leyfa þeim að gera mistök sem þeir geta lært af. Þannig verðum við betri. Ég held að eldri leikmennirnir geti hjálpað þeim og við erum með góðan grunn til að byggja á fyrir mars,“ sagði Åge að lokum aðspurður um undankeppnina í heild. Klippa: Åge Hareide eftir leik
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira