Gott að geta gefið til baka: „Grindvíkingar tóku afskaplega vel á móti skrýtnum strák“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2023 23:01 Jón Páll Haraldsson er skólastjóri Laugalækjarskóla. Vísir/Egill Skólastjóri Laugarlækjaskóla segir gott að geta gefið til baka til Grindvíkinga, en hann bjó sjálfur í Grindavík sem unglingur. Elstu bekkir grunnskólanemenda úr bænum fá aðstöðu til náms í skólanum. Nemendur ætla að taka vel á móti jafnöldrum sínum í Grindavík. „Við erum svona að reyna að átta okkur á því. Það sér auðvitað enginn langt fram í tímann á þessari stundu, en við erum svo heppin að við eigum hér tvær stofur sem eru að koma úr viðgerð. Þær fá Grindvíkingarnir og við vonum að þau rýmist sem mest þar, og svo ætlum við að reyna að rýma aðeins meira til,“ segir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, en 9. og 10. bekkur úr Grindavík fá aðstöðu í skólanum. Rætt var við Jón Pál í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir þá að kennarar og annað starfsfólk komi til með að fylgja nemendahópunum áfram og sinna störfum sínum innan skólans. Þá hefur aðstaða einnig verið tryggð fyrir aðra árganga grunnskólabarna úr Grindavík, en 1. og 2. bekkur mun fá inn í Hvassaleitisskóla, 3. og 4. bekkur í Tónabæ og kennsla 5. til 8. bekkjar fer fram í Ármúla 30. Taka vel á móti jafnöldrum sínum Saga Davíðsdóttir, formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla, segir aðstæður eðlilega erfiðar fyrir unglinga frá Grindavík. Þeir muni fá hlýlegar móttökur í skólanum. „Við erum með rosalega gott skólastarf hérna og ég veit að allir nemendur eru rosalega undirbúnir í að taka vel á móti þeim. Bjóða þau velkomin í skólastarfið og félagslífið,“ sagði Saga. Ari Ólafsson varaformaður tók í sama streng. „Síðan er jólaball sem þau mega auðvitað mæta á. Við ætlum bara að láta þeim líða vel,“ sagði Ari. Gott að geta gefið til baka Jón Páll segir skólastarfið að mestu munu fara fram með hefðbundnum hætti. „Allavega hjá okkar krökkum, og svo eru þau að átta sig á því, skilst mér, hvað þau gera. Ég held að fyrstu dagarnir verði svolítið meira uppbrot hjá þeim, bara að sjá hvernig þetta gengur.“ Jón Páll segir sérstaklega ánægjulegt fyrir sig persónulega að vera í aðstöðu til að rétta Grindvíkingum hjálparhönd. „Það var nefnilega þannig að þegar ég var á þeirra aldri [unglinganna] þá flutti ég til Grindavíkur, og Grindvíkingar tóku afskaplega vel á móti skrýtnum strák. Þannig að það er gott að geta tekið eitthvað til baka,“ sagði Jón Páll. Grindavík Reykjavík Skóla - og menntamál Eldgos og jarðhræringar Grunnskólar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
„Við erum svona að reyna að átta okkur á því. Það sér auðvitað enginn langt fram í tímann á þessari stundu, en við erum svo heppin að við eigum hér tvær stofur sem eru að koma úr viðgerð. Þær fá Grindvíkingarnir og við vonum að þau rýmist sem mest þar, og svo ætlum við að reyna að rýma aðeins meira til,“ segir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, en 9. og 10. bekkur úr Grindavík fá aðstöðu í skólanum. Rætt var við Jón Pál í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir þá að kennarar og annað starfsfólk komi til með að fylgja nemendahópunum áfram og sinna störfum sínum innan skólans. Þá hefur aðstaða einnig verið tryggð fyrir aðra árganga grunnskólabarna úr Grindavík, en 1. og 2. bekkur mun fá inn í Hvassaleitisskóla, 3. og 4. bekkur í Tónabæ og kennsla 5. til 8. bekkjar fer fram í Ármúla 30. Taka vel á móti jafnöldrum sínum Saga Davíðsdóttir, formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla, segir aðstæður eðlilega erfiðar fyrir unglinga frá Grindavík. Þeir muni fá hlýlegar móttökur í skólanum. „Við erum með rosalega gott skólastarf hérna og ég veit að allir nemendur eru rosalega undirbúnir í að taka vel á móti þeim. Bjóða þau velkomin í skólastarfið og félagslífið,“ sagði Saga. Ari Ólafsson varaformaður tók í sama streng. „Síðan er jólaball sem þau mega auðvitað mæta á. Við ætlum bara að láta þeim líða vel,“ sagði Ari. Gott að geta gefið til baka Jón Páll segir skólastarfið að mestu munu fara fram með hefðbundnum hætti. „Allavega hjá okkar krökkum, og svo eru þau að átta sig á því, skilst mér, hvað þau gera. Ég held að fyrstu dagarnir verði svolítið meira uppbrot hjá þeim, bara að sjá hvernig þetta gengur.“ Jón Páll segir sérstaklega ánægjulegt fyrir sig persónulega að vera í aðstöðu til að rétta Grindvíkingum hjálparhönd. „Það var nefnilega þannig að þegar ég var á þeirra aldri [unglinganna] þá flutti ég til Grindavíkur, og Grindvíkingar tóku afskaplega vel á móti skrýtnum strák. Þannig að það er gott að geta tekið eitthvað til baka,“ sagði Jón Páll.
Grindavík Reykjavík Skóla - og menntamál Eldgos og jarðhræringar Grunnskólar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira