Starfsmaður hótels dæmdur fyrir að nauðga gesti með þroskahömlun Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2023 08:14 Starfsmaður hótelsins hafði innritað brotaþola á hótelið fyrr um daginn, 8. október 2021. Brotin áttu sér svo stað um nóttina. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann, Philip Dugay Acob, í þriggja ára fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa nauðgað manni með þroskahömlun á hótelherbergi í október 2021. Í ákæru kom fram að Acob hafi nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart brotaþola sem sé með þroskahömlun og hafi ekki skilið þýðingu verknaðarins, auk þess að hann hafi verið undir áhrifum lyfja og fíkniefna þegar atburðurinn átti sér stað. Fram kemur að Acob, sem var starfsmaður hótelsins þar sem nauðgunin átti sér stað, hafi í heimildarleysi farið inn á hótelherbergið þar sem maðurinn hafði lagst til svefns, kysst hann á háls og geirvörtur og svo sett getnaðarlim mannsins í munn sinn og haft við hann munnmök. Fór í heimildarleysi inn á hótelherbergið Í dómnum er farið yfir málsatvik þar sem segir að ákærði hafi innritað manninn á hótelið fyrr um daginn. Um nóttina hafi brotaþoli farið út að reykja gras og tekið róandi, en á leið sinni aftur á hótelherbergið hafi hann mætt ákærða, heilsað og farið svo inn á herbergi. Skömmu síðar hafi ákærði svo bankað upp á og þeir rætt saman. Ákærði hafi þá tjáð brotaþola að hann vildi fara niður á hann en brotaþoli hafi neitað því og beðið hann að fara. Ákærði hafi svo í heimildarleysi komið aftur inn á herbergið þegar brotaþoli hafi verið að sofna og sagt að hann hefði gleymt að kyssa brotaþola. „Ákærði hefði kysst hann á kinnina og síðan fært sig niður og farið að totta brotaþola sem hefði ekki viljað það. Þetta hefði gerst án þess að hann áttaði sig á því þar sem hann hefði verið lyfjaður og að sofna. Brotaþoli hefði beðið ákærða að hætta þegar hann hefði rankað við sér og ýtt ákærða af sér. Í framhaldinu hefði ákærði farið út úr herberginu,“ segir í dómnum, en brotaþoli hringdi á lögreglu um tuttugu mínútum síðar. Með þroskahömlun Í dómnum kemur fram að samkvæmt geðheilbrigðismati og læknisvottorði sé brotaþoli með þroskahömlun, geðhvörf og annan geðrænan vanda, auk þess að vera haldinn fíkn. Þegar ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu sagðist hann hafa farið að herbergi mannsins til að kanna hvort hann væri að reykja þar inni. Svo hefði ekki verið en Acob hafi þá spurt manninn hvort hann glímdi við eitthvert vandamál og boðið honum nudd. Hann hafi þá aðstoðað brotaþola að klæða sig úr skyrtunni og klórað honum á bakið og höfuðið. Acob sagðist hafa fundið fyrir „kynferðislegum straumum“ og spurt manninn hvort hann vildi meira. Sagði Acob að maðurinn hafi þá sagt: „já á morgun“. Acob sagðist hafa farið út úr herberginu en farið aftur inn þar sem hann sagðist hafa gleymt símanum sínum. Hann hafi þá notað masterlykil til að komast inn og svo byrjað að kyssa brotaþola. Acob kvað brotaþola ekki hafa gert neitt á móti, ekki snert hann og ekki andmælt neinu eða ýtt honum frá sér. Acob játaði því að hann hafi áttað sig á því að brotaþoli væri greindarskertur. Neitaði sök Acob neitaði sök í málinu. Hann gekkst við þeirri háttsemi sem lýst var í ákæru en kvað brotaþola ekki hafa verið mótfallinn henni. Fram kemur að framburður brotaþola hafi verið skýr um það að Acob hafi veitt honum munnmök gegn hans vilja. Framburðurinn hafi sömuleiðis verið í samræmi við framburð vitna og gögn í málinu. Dómara þótti fullsannað að Acob hafi gerst sekur um að hafa veitt brotaþola munnmök án hans samþykkis og nýtt sér þroskahömlun hans og vímuástand. Var hæfileg refsing metin þriggja ára fangelsi. Farið fram á þrjár milljónir króna í miskabætur en mat dómari hæfilega upphæð 1,8 milljónir króna. Acob var jafnframt dæmdur til greiðslu 1,5 milljónir króna í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda, tæpa milljón króna þóknun til réttargæslumanns brotaþola og svo tæpa hálfa milljón í annan sakarkostnað. Reykjavík Kynferðisofbeldi Dómsmál Hótel á Íslandi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Í ákæru kom fram að Acob hafi nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart brotaþola sem sé með þroskahömlun og hafi ekki skilið þýðingu verknaðarins, auk þess að hann hafi verið undir áhrifum lyfja og fíkniefna þegar atburðurinn átti sér stað. Fram kemur að Acob, sem var starfsmaður hótelsins þar sem nauðgunin átti sér stað, hafi í heimildarleysi farið inn á hótelherbergið þar sem maðurinn hafði lagst til svefns, kysst hann á háls og geirvörtur og svo sett getnaðarlim mannsins í munn sinn og haft við hann munnmök. Fór í heimildarleysi inn á hótelherbergið Í dómnum er farið yfir málsatvik þar sem segir að ákærði hafi innritað manninn á hótelið fyrr um daginn. Um nóttina hafi brotaþoli farið út að reykja gras og tekið róandi, en á leið sinni aftur á hótelherbergið hafi hann mætt ákærða, heilsað og farið svo inn á herbergi. Skömmu síðar hafi ákærði svo bankað upp á og þeir rætt saman. Ákærði hafi þá tjáð brotaþola að hann vildi fara niður á hann en brotaþoli hafi neitað því og beðið hann að fara. Ákærði hafi svo í heimildarleysi komið aftur inn á herbergið þegar brotaþoli hafi verið að sofna og sagt að hann hefði gleymt að kyssa brotaþola. „Ákærði hefði kysst hann á kinnina og síðan fært sig niður og farið að totta brotaþola sem hefði ekki viljað það. Þetta hefði gerst án þess að hann áttaði sig á því þar sem hann hefði verið lyfjaður og að sofna. Brotaþoli hefði beðið ákærða að hætta þegar hann hefði rankað við sér og ýtt ákærða af sér. Í framhaldinu hefði ákærði farið út úr herberginu,“ segir í dómnum, en brotaþoli hringdi á lögreglu um tuttugu mínútum síðar. Með þroskahömlun Í dómnum kemur fram að samkvæmt geðheilbrigðismati og læknisvottorði sé brotaþoli með þroskahömlun, geðhvörf og annan geðrænan vanda, auk þess að vera haldinn fíkn. Þegar ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu sagðist hann hafa farið að herbergi mannsins til að kanna hvort hann væri að reykja þar inni. Svo hefði ekki verið en Acob hafi þá spurt manninn hvort hann glímdi við eitthvert vandamál og boðið honum nudd. Hann hafi þá aðstoðað brotaþola að klæða sig úr skyrtunni og klórað honum á bakið og höfuðið. Acob sagðist hafa fundið fyrir „kynferðislegum straumum“ og spurt manninn hvort hann vildi meira. Sagði Acob að maðurinn hafi þá sagt: „já á morgun“. Acob sagðist hafa farið út úr herberginu en farið aftur inn þar sem hann sagðist hafa gleymt símanum sínum. Hann hafi þá notað masterlykil til að komast inn og svo byrjað að kyssa brotaþola. Acob kvað brotaþola ekki hafa gert neitt á móti, ekki snert hann og ekki andmælt neinu eða ýtt honum frá sér. Acob játaði því að hann hafi áttað sig á því að brotaþoli væri greindarskertur. Neitaði sök Acob neitaði sök í málinu. Hann gekkst við þeirri háttsemi sem lýst var í ákæru en kvað brotaþola ekki hafa verið mótfallinn henni. Fram kemur að framburður brotaþola hafi verið skýr um það að Acob hafi veitt honum munnmök gegn hans vilja. Framburðurinn hafi sömuleiðis verið í samræmi við framburð vitna og gögn í málinu. Dómara þótti fullsannað að Acob hafi gerst sekur um að hafa veitt brotaþola munnmök án hans samþykkis og nýtt sér þroskahömlun hans og vímuástand. Var hæfileg refsing metin þriggja ára fangelsi. Farið fram á þrjár milljónir króna í miskabætur en mat dómari hæfilega upphæð 1,8 milljónir króna. Acob var jafnframt dæmdur til greiðslu 1,5 milljónir króna í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda, tæpa milljón króna þóknun til réttargæslumanns brotaþola og svo tæpa hálfa milljón í annan sakarkostnað.
Reykjavík Kynferðisofbeldi Dómsmál Hótel á Íslandi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent