Lífið

Barna­lán hjá Arnari Gunn­laugs og Maríu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Arnar og María eru glæsilegt par.
Arnar og María eru glæsilegt par. Arnar Gunnlaugsson

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og kærasta hans, María Builien Jónsdóttir, líffræðingur og tölvunarfræðingur, eiga von á barni í byrjun næsta árs. María tilkynnti óléttuna á samfélagsmiðlum og að þau ættu von á stúlku.

„Hlökkum svo til að hitta þig. A perfect little stranger arriving Feb 2024,“ skrifar María við færsluna. Þar má sjá myndskeið af  yngstu dóttur þeirra sprengja kynjablöðru. Út kom bleikt skraut sem gefur til kynna að um stúlku sé að ræða. Fyrir eiga þau eina dóttur saman. Arnar á tvö börn úr fyrra sambandi.

María og Arnar byrjuðu að stinga saman nefjum árið 2017. Nokkur aldursmunur er á parinu en Arnar er fæddur árið 1973 og María árið 1989. Því munar 16 árum á þeim.


Tengdar fréttir

Arnar sagður í viðræðum við Norrköping

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings, er sagður í viðræðum við Norrköping í Svíþjóð um að taka við þjálfarataumunum hjá félaginu.

Fer fögrum orðum um Arnar og býður hann vel­kominn: „Sigur­vilji í æðum hans“

Guð­jón Þórðar­son, einn sigur­sælasti þjálfari ís­lenskrar fót­bolta­sögu, fer fögrum orðum um sveitunga sinn Arnar Gunn­laugs­son, þjálfarann titla­óða sem á dögunum jafnaði met Guð­jóns. Arnar sé ekki eins og margir, kaþólskari en páfinn þegar kemur að boltanum og afar vel til þess búinn að taka skrefið út í heim í þjálfun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×