Ábyrgð okkar allra gagnvart Grindvíkingum Gísli Rafn Ólafsson skrifar 22. nóvember 2023 10:30 Fyrir þrjátíu árum gekk ég í Björgunarsveit Hafnarfjarðar af því að ég fann mig knúinn til þess að gefa til baka til samfélagsins. Af sömu ástæðu hef ég boðið fram krafta mína, reynslu og þekkingu undanfarna tíu daga í Samhæfingarstöð Almannavarna. Þetta nefni ég ekki til upphefja sjálfan mig heldur sem dæmi um þá samfélagslegu ábyrgð sem ég og hundruð annara sjálfboðaliða frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og Rauða Kross Íslands hafa fundið til nú þegar íbúar Grindavíkur ganga í gegnum skelfilegar náttúruhamfarir. Þúsundir annara Íslendinga og fjölmörg fyrirtæki hafa einnig fundið til þessarar samfélagslegu ábyrgðar og boðið fram húsnæði, föt, þjónustu og vörur til þess að létta undir íbúum Grindavíkur á þessum erfiðu tímum. Það að sýna samfélagslega ábyrgð er ekki skylda, hvorki fyrir einstaklinga né fyrirtæki, heldur er það drifið áfram af samkennd með þeim sem eru að ganga í gegnum erfiðleika. Fyrir rúmum áratug vann ég fyrir eitt stærsta fyrirtæki heims í deild sem einblíndi á það að aðstoða lönd og hjálparstofnanir þegar náttúruhamfarir dundu yfir. Þar lærði ég að það búa nokkrar aðstæður að baki þess að fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð á slíkum tímum. Ein slíkra ástæðna eru beinir viðskiptalegir hagsmunir. Þegar viðskiptavinir lenda í ófyrirsjáanlegum áföllum þá er það til góðs fyrir fyrirtækið til lengri tíma að aðstoða viðskiptavini við að komast sem fyrst út úr áfallinu og komast aftur af stað. Önnur ástæða er ímynd fyrirtækisins og viðskiptavild. Það er tekið eftir því þegar fyrirtæki sýna samfélagslega ábyrgð á erfiðum tímum og sannleikurinn er sá að það getur haft mjög jákvæð áhrif á framtíð fyrirtækisins. Viðskiptavinir kaupa nefnilega frekar þjónustu og vörur af fyrirtækjum sem að standa með fólki á erfiðum tímum. Þriðja ástæðan er sú að það hefur sýnt sig að starfsmannavelta hjá fyrirtækjum sem sýna samfélagslega ábyrgð er lægri. Starfsfólk vill vinna hjá fyrirtækjum sem sýna samkennd með fólki í neyð. Fyrirtækjum sem átta sig á því að skammtíma neikvæð áhrif á gróða geta leitt til jákvæðra áhrifa til lengri tíma. Það fylgja því ýmis samlegðaráhrif fyrir fyrirtæki að axla samfélagslega ábyrgð. Við getum sem samfélag þó ekki stólað einungis á það að fyrirtæki og einstaklingar hlaupi undir bagga á þessum erfiðum tímum. Sú ábyrgð liggur fyrst og fremst hjá ríkisstjórninni. Það er ljóst að Grindvíkingar muni ekki geta snúið til baka í húsnæðið sitt í bráð og því þarf ríkisstjórnin að tryggja öllum Grindvíkingum húsnæði. Þegar er búið að úthluta um hundrað fjölskyldum húsnæði en að minnsta kosti sex hundruð fjölskyldur bíða enn. Auk þessa þurfa stjórnvöld að tryggja afkomu fólks tímabundið sem og húsnæðisstuðning vegna komandi leigugreiðslna og afborgana af húsnæði í Grindavík. Ein leið til þess væri að þrýsta á fjármálafyrirtæki að frysta lán og fella niður vaxtagreiðslur, og verðbætur á vexti, á meðan á þessu óvissuástandi stendur. Nú reynir virkilega á það að ríkisstjórnin og íslensk fyrirtæki taki höndum saman og sýni í verki samfélagslega ábyrgð gagnvart Grindvíkingum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Grindavík Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum gekk ég í Björgunarsveit Hafnarfjarðar af því að ég fann mig knúinn til þess að gefa til baka til samfélagsins. Af sömu ástæðu hef ég boðið fram krafta mína, reynslu og þekkingu undanfarna tíu daga í Samhæfingarstöð Almannavarna. Þetta nefni ég ekki til upphefja sjálfan mig heldur sem dæmi um þá samfélagslegu ábyrgð sem ég og hundruð annara sjálfboðaliða frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og Rauða Kross Íslands hafa fundið til nú þegar íbúar Grindavíkur ganga í gegnum skelfilegar náttúruhamfarir. Þúsundir annara Íslendinga og fjölmörg fyrirtæki hafa einnig fundið til þessarar samfélagslegu ábyrgðar og boðið fram húsnæði, föt, þjónustu og vörur til þess að létta undir íbúum Grindavíkur á þessum erfiðu tímum. Það að sýna samfélagslega ábyrgð er ekki skylda, hvorki fyrir einstaklinga né fyrirtæki, heldur er það drifið áfram af samkennd með þeim sem eru að ganga í gegnum erfiðleika. Fyrir rúmum áratug vann ég fyrir eitt stærsta fyrirtæki heims í deild sem einblíndi á það að aðstoða lönd og hjálparstofnanir þegar náttúruhamfarir dundu yfir. Þar lærði ég að það búa nokkrar aðstæður að baki þess að fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð á slíkum tímum. Ein slíkra ástæðna eru beinir viðskiptalegir hagsmunir. Þegar viðskiptavinir lenda í ófyrirsjáanlegum áföllum þá er það til góðs fyrir fyrirtækið til lengri tíma að aðstoða viðskiptavini við að komast sem fyrst út úr áfallinu og komast aftur af stað. Önnur ástæða er ímynd fyrirtækisins og viðskiptavild. Það er tekið eftir því þegar fyrirtæki sýna samfélagslega ábyrgð á erfiðum tímum og sannleikurinn er sá að það getur haft mjög jákvæð áhrif á framtíð fyrirtækisins. Viðskiptavinir kaupa nefnilega frekar þjónustu og vörur af fyrirtækjum sem að standa með fólki á erfiðum tímum. Þriðja ástæðan er sú að það hefur sýnt sig að starfsmannavelta hjá fyrirtækjum sem sýna samfélagslega ábyrgð er lægri. Starfsfólk vill vinna hjá fyrirtækjum sem sýna samkennd með fólki í neyð. Fyrirtækjum sem átta sig á því að skammtíma neikvæð áhrif á gróða geta leitt til jákvæðra áhrifa til lengri tíma. Það fylgja því ýmis samlegðaráhrif fyrir fyrirtæki að axla samfélagslega ábyrgð. Við getum sem samfélag þó ekki stólað einungis á það að fyrirtæki og einstaklingar hlaupi undir bagga á þessum erfiðum tímum. Sú ábyrgð liggur fyrst og fremst hjá ríkisstjórninni. Það er ljóst að Grindvíkingar muni ekki geta snúið til baka í húsnæðið sitt í bráð og því þarf ríkisstjórnin að tryggja öllum Grindvíkingum húsnæði. Þegar er búið að úthluta um hundrað fjölskyldum húsnæði en að minnsta kosti sex hundruð fjölskyldur bíða enn. Auk þessa þurfa stjórnvöld að tryggja afkomu fólks tímabundið sem og húsnæðisstuðning vegna komandi leigugreiðslna og afborgana af húsnæði í Grindavík. Ein leið til þess væri að þrýsta á fjármálafyrirtæki að frysta lán og fella niður vaxtagreiðslur, og verðbætur á vexti, á meðan á þessu óvissuástandi stendur. Nú reynir virkilega á það að ríkisstjórnin og íslensk fyrirtæki taki höndum saman og sýni í verki samfélagslega ábyrgð gagnvart Grindvíkingum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar