Ábyrgð okkar allra gagnvart Grindvíkingum Gísli Rafn Ólafsson skrifar 22. nóvember 2023 10:30 Fyrir þrjátíu árum gekk ég í Björgunarsveit Hafnarfjarðar af því að ég fann mig knúinn til þess að gefa til baka til samfélagsins. Af sömu ástæðu hef ég boðið fram krafta mína, reynslu og þekkingu undanfarna tíu daga í Samhæfingarstöð Almannavarna. Þetta nefni ég ekki til upphefja sjálfan mig heldur sem dæmi um þá samfélagslegu ábyrgð sem ég og hundruð annara sjálfboðaliða frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og Rauða Kross Íslands hafa fundið til nú þegar íbúar Grindavíkur ganga í gegnum skelfilegar náttúruhamfarir. Þúsundir annara Íslendinga og fjölmörg fyrirtæki hafa einnig fundið til þessarar samfélagslegu ábyrgðar og boðið fram húsnæði, föt, þjónustu og vörur til þess að létta undir íbúum Grindavíkur á þessum erfiðu tímum. Það að sýna samfélagslega ábyrgð er ekki skylda, hvorki fyrir einstaklinga né fyrirtæki, heldur er það drifið áfram af samkennd með þeim sem eru að ganga í gegnum erfiðleika. Fyrir rúmum áratug vann ég fyrir eitt stærsta fyrirtæki heims í deild sem einblíndi á það að aðstoða lönd og hjálparstofnanir þegar náttúruhamfarir dundu yfir. Þar lærði ég að það búa nokkrar aðstæður að baki þess að fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð á slíkum tímum. Ein slíkra ástæðna eru beinir viðskiptalegir hagsmunir. Þegar viðskiptavinir lenda í ófyrirsjáanlegum áföllum þá er það til góðs fyrir fyrirtækið til lengri tíma að aðstoða viðskiptavini við að komast sem fyrst út úr áfallinu og komast aftur af stað. Önnur ástæða er ímynd fyrirtækisins og viðskiptavild. Það er tekið eftir því þegar fyrirtæki sýna samfélagslega ábyrgð á erfiðum tímum og sannleikurinn er sá að það getur haft mjög jákvæð áhrif á framtíð fyrirtækisins. Viðskiptavinir kaupa nefnilega frekar þjónustu og vörur af fyrirtækjum sem að standa með fólki á erfiðum tímum. Þriðja ástæðan er sú að það hefur sýnt sig að starfsmannavelta hjá fyrirtækjum sem sýna samfélagslega ábyrgð er lægri. Starfsfólk vill vinna hjá fyrirtækjum sem sýna samkennd með fólki í neyð. Fyrirtækjum sem átta sig á því að skammtíma neikvæð áhrif á gróða geta leitt til jákvæðra áhrifa til lengri tíma. Það fylgja því ýmis samlegðaráhrif fyrir fyrirtæki að axla samfélagslega ábyrgð. Við getum sem samfélag þó ekki stólað einungis á það að fyrirtæki og einstaklingar hlaupi undir bagga á þessum erfiðum tímum. Sú ábyrgð liggur fyrst og fremst hjá ríkisstjórninni. Það er ljóst að Grindvíkingar muni ekki geta snúið til baka í húsnæðið sitt í bráð og því þarf ríkisstjórnin að tryggja öllum Grindvíkingum húsnæði. Þegar er búið að úthluta um hundrað fjölskyldum húsnæði en að minnsta kosti sex hundruð fjölskyldur bíða enn. Auk þessa þurfa stjórnvöld að tryggja afkomu fólks tímabundið sem og húsnæðisstuðning vegna komandi leigugreiðslna og afborgana af húsnæði í Grindavík. Ein leið til þess væri að þrýsta á fjármálafyrirtæki að frysta lán og fella niður vaxtagreiðslur, og verðbætur á vexti, á meðan á þessu óvissuástandi stendur. Nú reynir virkilega á það að ríkisstjórnin og íslensk fyrirtæki taki höndum saman og sýni í verki samfélagslega ábyrgð gagnvart Grindvíkingum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Grindavík Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum gekk ég í Björgunarsveit Hafnarfjarðar af því að ég fann mig knúinn til þess að gefa til baka til samfélagsins. Af sömu ástæðu hef ég boðið fram krafta mína, reynslu og þekkingu undanfarna tíu daga í Samhæfingarstöð Almannavarna. Þetta nefni ég ekki til upphefja sjálfan mig heldur sem dæmi um þá samfélagslegu ábyrgð sem ég og hundruð annara sjálfboðaliða frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og Rauða Kross Íslands hafa fundið til nú þegar íbúar Grindavíkur ganga í gegnum skelfilegar náttúruhamfarir. Þúsundir annara Íslendinga og fjölmörg fyrirtæki hafa einnig fundið til þessarar samfélagslegu ábyrgðar og boðið fram húsnæði, föt, þjónustu og vörur til þess að létta undir íbúum Grindavíkur á þessum erfiðu tímum. Það að sýna samfélagslega ábyrgð er ekki skylda, hvorki fyrir einstaklinga né fyrirtæki, heldur er það drifið áfram af samkennd með þeim sem eru að ganga í gegnum erfiðleika. Fyrir rúmum áratug vann ég fyrir eitt stærsta fyrirtæki heims í deild sem einblíndi á það að aðstoða lönd og hjálparstofnanir þegar náttúruhamfarir dundu yfir. Þar lærði ég að það búa nokkrar aðstæður að baki þess að fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð á slíkum tímum. Ein slíkra ástæðna eru beinir viðskiptalegir hagsmunir. Þegar viðskiptavinir lenda í ófyrirsjáanlegum áföllum þá er það til góðs fyrir fyrirtækið til lengri tíma að aðstoða viðskiptavini við að komast sem fyrst út úr áfallinu og komast aftur af stað. Önnur ástæða er ímynd fyrirtækisins og viðskiptavild. Það er tekið eftir því þegar fyrirtæki sýna samfélagslega ábyrgð á erfiðum tímum og sannleikurinn er sá að það getur haft mjög jákvæð áhrif á framtíð fyrirtækisins. Viðskiptavinir kaupa nefnilega frekar þjónustu og vörur af fyrirtækjum sem að standa með fólki á erfiðum tímum. Þriðja ástæðan er sú að það hefur sýnt sig að starfsmannavelta hjá fyrirtækjum sem sýna samfélagslega ábyrgð er lægri. Starfsfólk vill vinna hjá fyrirtækjum sem sýna samkennd með fólki í neyð. Fyrirtækjum sem átta sig á því að skammtíma neikvæð áhrif á gróða geta leitt til jákvæðra áhrifa til lengri tíma. Það fylgja því ýmis samlegðaráhrif fyrir fyrirtæki að axla samfélagslega ábyrgð. Við getum sem samfélag þó ekki stólað einungis á það að fyrirtæki og einstaklingar hlaupi undir bagga á þessum erfiðum tímum. Sú ábyrgð liggur fyrst og fremst hjá ríkisstjórninni. Það er ljóst að Grindvíkingar muni ekki geta snúið til baka í húsnæðið sitt í bráð og því þarf ríkisstjórnin að tryggja öllum Grindvíkingum húsnæði. Þegar er búið að úthluta um hundrað fjölskyldum húsnæði en að minnsta kosti sex hundruð fjölskyldur bíða enn. Auk þessa þurfa stjórnvöld að tryggja afkomu fólks tímabundið sem og húsnæðisstuðning vegna komandi leigugreiðslna og afborgana af húsnæði í Grindavík. Ein leið til þess væri að þrýsta á fjármálafyrirtæki að frysta lán og fella niður vaxtagreiðslur, og verðbætur á vexti, á meðan á þessu óvissuástandi stendur. Nú reynir virkilega á það að ríkisstjórnin og íslensk fyrirtæki taki höndum saman og sýni í verki samfélagslega ábyrgð gagnvart Grindvíkingum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun