„Strákarnir þurfa að standa straum af kostnaði í svona ævintýri“ Kári Mímisson skrifar 22. nóvember 2023 22:24 Sigursteinn Arndal segir það ekki ódýrt fyrir íslenskt lið að taka þátt í Evrópukeppni Vísir/Hulda Margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum sáttur með öruggan sigur FH á Gróttu nú í kvöld. Grótta skoraði fyrsta markið en eftir það tóku FH-ingar algjörlega yfir leikinn og unnu sannfærandi 31-24 sigur. „Ég er bara ánægður með sigurinn og hvernig við mættum inn í leikinn. Okkur tókst að ganga svona að mestu leyti frá þessu í fyrri hálfleik. Grótta er með lið sem er óþægilegt fyrir flest lið að mæta. Þeir eru alltaf á fullu og keyra hratt á þig. Ef þú mætir ekki 100 prósent í leik gegn þeim lendir þú í veseni en við mættum sem betur fer í leikinn af fullum krafti.“ Sagði Sigursteinn strax að leik loknum. Eins og áður segir voru yfirburðir FH miklir og undir lokin gat Sigursteinn gefið ansi mörgum ungum leikmönnum tækifæri. Hversu ánægður ertu með frammistöðu þeirra? „Mjög ánægður með þá. Þetta eru strákar sem eru bara gríðarlega mikilvægir okkar liði með því að halda uppi góðum gæðum á æfingum í gegnum allan veturinn. Þeir eru að standa sig vel með þriðja flokk og FH er þannig félag að við viljum gefa ungum mönnum séns sem ætla sér hluti og þetta eru strákar sem ætla sér stóra hluti. Það er því mjög ánægjulegt að geta gefið þeim mínútur.“ Símon Michael og Jóhannes Berg áttu fínan leik fyrir FH. Það litaði þó frammistöðu þeirra að þeir enduðu báðir með tvisvar sinnum tvær mínútur fyrir vægast sagt klaufalegar sakir. Sigursteinn segir að það þurfi ekkert að fara yfir þetta með þeim og er viss um að þeir vinni úr þessum mistökum sínum. „Þeir eru gagnrýnir á sjálfa sig og vita það að þeir eiga ekki að fá á sig svona ódýrar tvær mínútur sem er algjör óþarfi. Þetta eru ungir menn og ég treysti þeim fullkomlega til að vinna út úr þessu.“ FH leikur næst í þriðju umferð Evrópubikars karla gegn Sezoens Achilles Bocholt frá Belgíu. Hvað getur þú sagt okkur um þetta lið? „Þetta er sterkt lið. Við mættum belgísku liði fyrir fjórum árum að mig minnir. Þar gerðum við jafntefli úti og unnum á heimavelli. Við erum komnir í þriðju umferð og það gefur augaleið að slakari liðunum fækkar þannig að við erum bara að búa okkur undir að mæta mjög góðu belgísku liði. Það er mikill uppgangur í belgískum handbolta og ég held að þeir séu að fara á EM í fyrsta skiptið núna í janúar.“ Að lokum vill Sigursteinn biðla til fólks að fjölmenna í Kaplakrika á laugardaginn. Liðið þurfi á stuðninga að halda ásamt því segir hann að þessi Evrópuævintýri séu alls ekki ódýr. „Ég vil að lokum biðla til FH-inga og handboltaunnenda að mæta á leikinn því það er alls ekki sjálfsagður hlutur að íslensku liðin séu að taka þátt í Evrópukeppni. Þetta er dýrt og við þurfum á öllum stuðningi að halda. Strákarnir þurfa að standa straum af kostnaði í svona ævintýri. Að sjálfsögðu hjálpar félagið og bæjarfélagið eitthvað til en svo bara þurfum við að treysta á góða mætingu til þess að svona dæmi geti gengið upp ásamt því eru menn bara í öllum mögulegum fjáröflunum og sölum sem hægt er. Þetta er bara raunveruleikinn.“ Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
„Ég er bara ánægður með sigurinn og hvernig við mættum inn í leikinn. Okkur tókst að ganga svona að mestu leyti frá þessu í fyrri hálfleik. Grótta er með lið sem er óþægilegt fyrir flest lið að mæta. Þeir eru alltaf á fullu og keyra hratt á þig. Ef þú mætir ekki 100 prósent í leik gegn þeim lendir þú í veseni en við mættum sem betur fer í leikinn af fullum krafti.“ Sagði Sigursteinn strax að leik loknum. Eins og áður segir voru yfirburðir FH miklir og undir lokin gat Sigursteinn gefið ansi mörgum ungum leikmönnum tækifæri. Hversu ánægður ertu með frammistöðu þeirra? „Mjög ánægður með þá. Þetta eru strákar sem eru bara gríðarlega mikilvægir okkar liði með því að halda uppi góðum gæðum á æfingum í gegnum allan veturinn. Þeir eru að standa sig vel með þriðja flokk og FH er þannig félag að við viljum gefa ungum mönnum séns sem ætla sér hluti og þetta eru strákar sem ætla sér stóra hluti. Það er því mjög ánægjulegt að geta gefið þeim mínútur.“ Símon Michael og Jóhannes Berg áttu fínan leik fyrir FH. Það litaði þó frammistöðu þeirra að þeir enduðu báðir með tvisvar sinnum tvær mínútur fyrir vægast sagt klaufalegar sakir. Sigursteinn segir að það þurfi ekkert að fara yfir þetta með þeim og er viss um að þeir vinni úr þessum mistökum sínum. „Þeir eru gagnrýnir á sjálfa sig og vita það að þeir eiga ekki að fá á sig svona ódýrar tvær mínútur sem er algjör óþarfi. Þetta eru ungir menn og ég treysti þeim fullkomlega til að vinna út úr þessu.“ FH leikur næst í þriðju umferð Evrópubikars karla gegn Sezoens Achilles Bocholt frá Belgíu. Hvað getur þú sagt okkur um þetta lið? „Þetta er sterkt lið. Við mættum belgísku liði fyrir fjórum árum að mig minnir. Þar gerðum við jafntefli úti og unnum á heimavelli. Við erum komnir í þriðju umferð og það gefur augaleið að slakari liðunum fækkar þannig að við erum bara að búa okkur undir að mæta mjög góðu belgísku liði. Það er mikill uppgangur í belgískum handbolta og ég held að þeir séu að fara á EM í fyrsta skiptið núna í janúar.“ Að lokum vill Sigursteinn biðla til fólks að fjölmenna í Kaplakrika á laugardaginn. Liðið þurfi á stuðninga að halda ásamt því segir hann að þessi Evrópuævintýri séu alls ekki ódýr. „Ég vil að lokum biðla til FH-inga og handboltaunnenda að mæta á leikinn því það er alls ekki sjálfsagður hlutur að íslensku liðin séu að taka þátt í Evrópukeppni. Þetta er dýrt og við þurfum á öllum stuðningi að halda. Strákarnir þurfa að standa straum af kostnaði í svona ævintýri. Að sjálfsögðu hjálpar félagið og bæjarfélagið eitthvað til en svo bara þurfum við að treysta á góða mætingu til þess að svona dæmi geti gengið upp ásamt því eru menn bara í öllum mögulegum fjáröflunum og sölum sem hægt er. Þetta er bara raunveruleikinn.“
Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira