Svíar syrgja unga frjálsíþróttakonu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2023 07:31 Emilia Brangefält var í fremstu röð í sinni íþróttagrein en á bak við tjöldin upplifði hún mikla erfiðleika. @emiliabrangefalt Sænska frjálsíþróttagoðsögnin Kajsa Bergqvist er ein af þeim sem hefur minnst Emiliu Brangefält eftir að tilkynnt var um andlát hennar í gær. Emilia var aðeins 21 ára gömul og sænskur meistari í utanvegahlaupi. Hún vann bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í fyrra og var því í fremstu röð í sinni grein. „Þetta er svo voðalega sorglegt. Ég á erfitt með að finna réttu orðin,“ sagði Kajsa Bergqvist við Aftonbladet. Kajsa varð sjálf heimsmeistari í hástökki á sínum tíma en núna er hún yfirþjálfari sænska frjálsíþróttalandsliðsins. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Brangefält var að gera góða hluti í sinni íþrótt. Á síðasta varð hún sænskur meistari og vann bronsverðlaun á HM í Tælandi. Hún tók sitt eigið líf 13. nóvember síðastliðinn eftir að hafa liðið mjög illa bæði líkamlega og andlega í marga mánuði eins og fram kemur í frétt á heimasíðu sænska frjálsíþróttasambandsins. „Ég þekkti ekki Emiliu persónulega en ég hef fengið að vita að hún var mjög góð manneskja, yndisleg og hæfileikarík ung kona sem átti allt lífið fram undan. Fyrir hönd sænska sambandsins þá sendi ég okkar hlýjustu samúðarkveðjur til hennar fólks,“ sagði Kajsa Bergqvist við Aftonbladet. Kajsa varð sjálf heimsmeistari í hástökki á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Emilia Brangefält keppti fyrir Västerås FK félagið og þar er mikil sorg eftir þessar hræðilegu fréttir. „Okkar félag upplifir nú mikla sorg en við sendum alla okkar ást, samhug og styrk til fjölskyldu Emiliu,“ segir í frétt á heimasíðu Västerås. Ef þú sérð ekki Instagram færslurnar hér fyrir ofan þá mælum við með að endurhlaða fréttina. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Frjálsar íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Emilia var aðeins 21 ára gömul og sænskur meistari í utanvegahlaupi. Hún vann bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í fyrra og var því í fremstu röð í sinni grein. „Þetta er svo voðalega sorglegt. Ég á erfitt með að finna réttu orðin,“ sagði Kajsa Bergqvist við Aftonbladet. Kajsa varð sjálf heimsmeistari í hástökki á sínum tíma en núna er hún yfirþjálfari sænska frjálsíþróttalandsliðsins. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Brangefält var að gera góða hluti í sinni íþrótt. Á síðasta varð hún sænskur meistari og vann bronsverðlaun á HM í Tælandi. Hún tók sitt eigið líf 13. nóvember síðastliðinn eftir að hafa liðið mjög illa bæði líkamlega og andlega í marga mánuði eins og fram kemur í frétt á heimasíðu sænska frjálsíþróttasambandsins. „Ég þekkti ekki Emiliu persónulega en ég hef fengið að vita að hún var mjög góð manneskja, yndisleg og hæfileikarík ung kona sem átti allt lífið fram undan. Fyrir hönd sænska sambandsins þá sendi ég okkar hlýjustu samúðarkveðjur til hennar fólks,“ sagði Kajsa Bergqvist við Aftonbladet. Kajsa varð sjálf heimsmeistari í hástökki á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Emilia Brangefält keppti fyrir Västerås FK félagið og þar er mikil sorg eftir þessar hræðilegu fréttir. „Okkar félag upplifir nú mikla sorg en við sendum alla okkar ást, samhug og styrk til fjölskyldu Emiliu,“ segir í frétt á heimasíðu Västerås. Ef þú sérð ekki Instagram færslurnar hér fyrir ofan þá mælum við með að endurhlaða fréttina. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira