Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2023 07:33 Inna Varlamova og Sergey Mironov. Rétlátt Rússland Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hjónin hafa ættleitt stúlkuna en stjórnvöld í Úkraínu vilja að henni verði skilað. Rannsókn BBC Panorama miðaði að því að komast að því hvað hafði orðið um 48 börn sem voru flutt af barnaheimili í Kherson eftir að Rússar hernámu borgina. Þau eru meðal 20.000 barna sem stjórnvöld í Úkraínu segja hafa verið flutt til Rússlands eftir að Rússar réðust inn í landið. Umrædd stúlka hér Margarita og var 10 mánaða þegar hún var lögð inn á barnaspítalann í Kherson í fyrra vegna berkjubólgu. Hún var yngsti skjólstæðingur barnaheimilisins, þar sem börn voru vistuð ef foreldrar þeirra höfðu gefið eftir forræði, fallið frá eða ef börnin voru alvarlega veik. Móðir Margaritu hafði afsalað sér forræði yfir stúlkunni og ekki var vitað um föður hennar. Einn daginn mætti kona í fjólubláum kjól á barnasjúkrahúsið og kynnti sig sem yfirmann barnamála frá Moskvu. Skömmu eftir að konan fór hófu starfsmenn sjúrahússins að fá ítrekuð símtöl frá embættismanni á vegum Rússa um að Margarita ætti að fara aftur á barnaheimilið. Eftir viku var Margarita útskrifuð en einum eða tveimur dögum síðar komu rússneskir menn og tóku hana. Sjö vikum síðar mætti rússneskur þingmaður með fleiri mönnum og öll börnin voru tekin, þeirra á meðal hálfbróðir Margaritu. Myndskeiði af brottflutningunum var deilt á Telegram af þingmanninum, þar sem hann sagði að flytja ætti börnin í öruggt skjól á Krímskaga. Missing Ukrainian child traced to Putin ally https://t.co/cDAVmc21yD— BBC News (UK) (@BBCNews) November 23, 2023 Rannsókn BBC leiddi í ljós að konan í fjólubláa kjólnum væri Inna Varlamova, starfsmaður rússneska þingsins. Hún hafði gifst Sergey Mironov, leiðtoga Réttlátt Rússland, stjórnarandstöðuflokks sem styður Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Blaðamennirnir komust yfir skjöl sem sýndu að Mironov og Varlamova væru foreldrar stúlku að nafni Marina, sem átti sama afmælisdag og Margarita. Frekari athuganir leiddu í ljós að Marina væri sannarlega Margarita og að hún hefði verið ættleidd af hjónunum. Samkvæmt Genfarsáttmálanum er óheimilt að flytja almenna borgara úr landi á stríðstímum og einnig að breyta fjölskyldustöðu barna. Þá hafa stjórnvöld í Rússlandi sagt að engar ættleiðingar frá Úkraínu hafi átt sér stað. Nú kveður hins vegar við annan tón, þar sem embættismenn segja stóra hluta Úkraínu nú með réttu tilheyra Rússlandi og alla sem þar búa þar með ríkisborgara Rússlands. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23 Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum. 31. júlí 2023 10:13 Segja að 150 börnum hafi verið rænt og þau flutt til Rússlands Yfirvöld í Úkraínu segja að 150 börnum hafi verið rænt í Starobilsk í Luhansk 8. júní síðastliðinn og flutt á tvær stofnanir í Prikuban í Karachay-Cherkess í Rússlandi. 16. júní 2023 07:02 Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Hjónin hafa ættleitt stúlkuna en stjórnvöld í Úkraínu vilja að henni verði skilað. Rannsókn BBC Panorama miðaði að því að komast að því hvað hafði orðið um 48 börn sem voru flutt af barnaheimili í Kherson eftir að Rússar hernámu borgina. Þau eru meðal 20.000 barna sem stjórnvöld í Úkraínu segja hafa verið flutt til Rússlands eftir að Rússar réðust inn í landið. Umrædd stúlka hér Margarita og var 10 mánaða þegar hún var lögð inn á barnaspítalann í Kherson í fyrra vegna berkjubólgu. Hún var yngsti skjólstæðingur barnaheimilisins, þar sem börn voru vistuð ef foreldrar þeirra höfðu gefið eftir forræði, fallið frá eða ef börnin voru alvarlega veik. Móðir Margaritu hafði afsalað sér forræði yfir stúlkunni og ekki var vitað um föður hennar. Einn daginn mætti kona í fjólubláum kjól á barnasjúkrahúsið og kynnti sig sem yfirmann barnamála frá Moskvu. Skömmu eftir að konan fór hófu starfsmenn sjúrahússins að fá ítrekuð símtöl frá embættismanni á vegum Rússa um að Margarita ætti að fara aftur á barnaheimilið. Eftir viku var Margarita útskrifuð en einum eða tveimur dögum síðar komu rússneskir menn og tóku hana. Sjö vikum síðar mætti rússneskur þingmaður með fleiri mönnum og öll börnin voru tekin, þeirra á meðal hálfbróðir Margaritu. Myndskeiði af brottflutningunum var deilt á Telegram af þingmanninum, þar sem hann sagði að flytja ætti börnin í öruggt skjól á Krímskaga. Missing Ukrainian child traced to Putin ally https://t.co/cDAVmc21yD— BBC News (UK) (@BBCNews) November 23, 2023 Rannsókn BBC leiddi í ljós að konan í fjólubláa kjólnum væri Inna Varlamova, starfsmaður rússneska þingsins. Hún hafði gifst Sergey Mironov, leiðtoga Réttlátt Rússland, stjórnarandstöðuflokks sem styður Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Blaðamennirnir komust yfir skjöl sem sýndu að Mironov og Varlamova væru foreldrar stúlku að nafni Marina, sem átti sama afmælisdag og Margarita. Frekari athuganir leiddu í ljós að Marina væri sannarlega Margarita og að hún hefði verið ættleidd af hjónunum. Samkvæmt Genfarsáttmálanum er óheimilt að flytja almenna borgara úr landi á stríðstímum og einnig að breyta fjölskyldustöðu barna. Þá hafa stjórnvöld í Rússlandi sagt að engar ættleiðingar frá Úkraínu hafi átt sér stað. Nú kveður hins vegar við annan tón, þar sem embættismenn segja stóra hluta Úkraínu nú með réttu tilheyra Rússlandi og alla sem þar búa þar með ríkisborgara Rússlands. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23 Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum. 31. júlí 2023 10:13 Segja að 150 börnum hafi verið rænt og þau flutt til Rússlands Yfirvöld í Úkraínu segja að 150 börnum hafi verið rænt í Starobilsk í Luhansk 8. júní síðastliðinn og flutt á tvær stofnanir í Prikuban í Karachay-Cherkess í Rússlandi. 16. júní 2023 07:02 Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23
Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum. 31. júlí 2023 10:13
Segja að 150 börnum hafi verið rænt og þau flutt til Rússlands Yfirvöld í Úkraínu segja að 150 börnum hafi verið rænt í Starobilsk í Luhansk 8. júní síðastliðinn og flutt á tvær stofnanir í Prikuban í Karachay-Cherkess í Rússlandi. 16. júní 2023 07:02
Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19