Ekkert Hátíðarlaufabrauð í ár Aron Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2023 09:30 Laufabrauðin hjá Höskuldi hafa slegið í gegn undanfarin ár. Vísir/Sigurjón Ólason Fótboltatímabil Höskuldar Gunnlaugssonar, fyrirliða Breiðabliks, hefur lengst um nokkra mánuði sökum þátttöku Blika í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu og því mun hann ekki geta sinnt hliðarstarfi sínu, að steikja Hátíðarlaufabrauð, fyrir komandi jólahátíð. Frá þessu greinir Höskuldur, sem er maðurinn á bak við einyrkjafyrirtækið Gamli Bakstur, í færslu á samfélagsmiðlum en það hefur tekið stóran hluta af hans tíma undanfarnar vikur að vera þátttakandi með Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Undanfarin þrenn jól hefur Gamli Bakstur svarað kalli ykkar eftir sanngildu íslensku laufabrauði með framleiðslu þess undir heitinu Hátíðarlaufabrauð. Um leið og Gamli Bakstur þakkar hjartnæmar móttökur ykkar á þessu framtaki vill hann hvetja ykkur, nú fyrir þessi jól, að setjast niður með fjölskyldu og vinum og gera ykkar eigin laufabrauð, samkvæmt þjóðlegri hefð. Gamli Bakstur er einyrkjafyrirtæki og fyrir þessi jól hefur fótboltatímabil einyrkjans lengst um nokkra mánuði, sem ásamt skóla veldur því að nú gefst ekki tími til framleiðslunnar. Ég mun því sjálfur gera eins og þið, fletja út nokkrar kökur og skera í, fletta & steikja, til þess að hafa á eigin borðum um hátíðarnar.“ Vertíð Blika í Sambandsdeildinni lýkur þann 14. desember næstkomandi en um er að ræða fyrsta skiptið sem íslenskt karlalið í fótboltanum tekur þátt í riðlakeppni í Evrópu. Hingað til hafa Blikar tapað öllum fjórum leikjum sínum en átt fína spretti inn á milli. Framundan er heimaleikur hjá liðinu þann 30. nóvember næstkomandi gegn ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv og svo leikur liðið gegn úkraínska liðinu Zorya Luhansk í lokaumferð riðilsins. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Laufabrauð fyrirliða Íslandsmeistaranna hefur slegið í gegn: Erfiðara en fótboltinn Höskuldur Gunnlaugsson er ekki bara Íslandsmeistari í fótbolta með Breiðabliki því hann er líka algjör meistari í laufabrauðsbakstri. Guðjón Guðmundsson heimsótti fyrirliði Blika og fékk að skoða laufabrauðsgerðina. 16. desember 2022 08:01 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Frá þessu greinir Höskuldur, sem er maðurinn á bak við einyrkjafyrirtækið Gamli Bakstur, í færslu á samfélagsmiðlum en það hefur tekið stóran hluta af hans tíma undanfarnar vikur að vera þátttakandi með Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Undanfarin þrenn jól hefur Gamli Bakstur svarað kalli ykkar eftir sanngildu íslensku laufabrauði með framleiðslu þess undir heitinu Hátíðarlaufabrauð. Um leið og Gamli Bakstur þakkar hjartnæmar móttökur ykkar á þessu framtaki vill hann hvetja ykkur, nú fyrir þessi jól, að setjast niður með fjölskyldu og vinum og gera ykkar eigin laufabrauð, samkvæmt þjóðlegri hefð. Gamli Bakstur er einyrkjafyrirtæki og fyrir þessi jól hefur fótboltatímabil einyrkjans lengst um nokkra mánuði, sem ásamt skóla veldur því að nú gefst ekki tími til framleiðslunnar. Ég mun því sjálfur gera eins og þið, fletja út nokkrar kökur og skera í, fletta & steikja, til þess að hafa á eigin borðum um hátíðarnar.“ Vertíð Blika í Sambandsdeildinni lýkur þann 14. desember næstkomandi en um er að ræða fyrsta skiptið sem íslenskt karlalið í fótboltanum tekur þátt í riðlakeppni í Evrópu. Hingað til hafa Blikar tapað öllum fjórum leikjum sínum en átt fína spretti inn á milli. Framundan er heimaleikur hjá liðinu þann 30. nóvember næstkomandi gegn ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv og svo leikur liðið gegn úkraínska liðinu Zorya Luhansk í lokaumferð riðilsins.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Laufabrauð fyrirliða Íslandsmeistaranna hefur slegið í gegn: Erfiðara en fótboltinn Höskuldur Gunnlaugsson er ekki bara Íslandsmeistari í fótbolta með Breiðabliki því hann er líka algjör meistari í laufabrauðsbakstri. Guðjón Guðmundsson heimsótti fyrirliði Blika og fékk að skoða laufabrauðsgerðina. 16. desember 2022 08:01 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Laufabrauð fyrirliða Íslandsmeistaranna hefur slegið í gegn: Erfiðara en fótboltinn Höskuldur Gunnlaugsson er ekki bara Íslandsmeistari í fótbolta með Breiðabliki því hann er líka algjör meistari í laufabrauðsbakstri. Guðjón Guðmundsson heimsótti fyrirliði Blika og fékk að skoða laufabrauðsgerðina. 16. desember 2022 08:01